Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 59

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 59
59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Skin og skuggi Þungt hugsi og vel klæddur herramaður á gangi í skammdeginu við Ráðhúsið í Reykjavík. Styrmir Kári ISAVIA kynnti ný- verið svokallað Mast- erplan, þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar til ársins 2040. Þar er þess getið að farþegafjöldi hafi aukist um meira en 65% á tímabilinu 2012- 2015 en ör fjölgun ferðamanna hefur vart farið fram hjá neinum. Til að tryggja lang- tímahagvöxt hérlendis er nauðsynlegt að hlúa vel að ferða- þjónustunni en hlutur hennar í út- flutningi á síðasta ári nam um 28% á meðan hlutur sjávarútvegsins var um 23%. Það er því ljóst að miklir hags- munir eru í húfi fyrir þjóðina þegar kemur að ferðaþjónustu, enda á hún stóran þátt í hagvexti undanfarinna ára. Forsvarsmenn ISAVIA deila áhyggjum með forsvarsmönnum WOW Air en hugsanlega þarf félagið að flytja hluta starfsemi sinnar úr landi þar sem stækkunaráform ISAVIA vegna Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar halda hvorki í við áætlanir flugfélagsins né spár ISAVIA um farþegafjölda. Sama staða er líklega uppi á teningnum hjá hinum nítján flugfélögunum sem fljúga um Kefla- víkurflugvöll en fyrir liggur að um 29 félög fljúgi til Íslands næsta sumar. Hvað er til ráða? Um 80% flugvalla í Evrópu eru einkareknir að því er fram kemur í skýrslu ACI, Alþjóða- samtaka flugvalla, um eignarhald flugvalla í Evrópu. Þar að auki ferðast næstum helm- ingur evrópskra flug- farþega um flugvelli sem eru að öllu leyti eða að hluta einkareknir. Má þar nefna flugvelli sem eru Íslendingum vel kunnir: Charles de Gaulle (París), Kastrup (Kaupmannahöfn) og flugvöllinn í Zürich. Þátttaka einkaaðila í rekstri flugvalla fór ört vaxandi á síð- ari hluta tuttugustu aldar. Bresk stjórnvöld einkavæddu British Air- port Authority (BAA) árið 1986 í Bretlandi og fylgdu margar Evr- ópuþjóðir í kjölfarið. Í ritrýndri grein eftir dr. Anne Graham, prófessor við Háskólann í Westminster, The objectives and outcomes of airport privatisation, er þess getið að tvennt hafi einkum ýtt undir og styrkt rökin fyrir einkavæðingu flugvalla í heim- inum. Annars vegar krafan um að flug- vellir bregðist hratt við óvæntum að- stæðum. Þrátt fyrir óvissu um fjölg- un flugfarþega er gerð krafa um að flugvellir hafi getu til að takast á við skyndilega fjölgun farþega. Flestir flugvellir í eigu hins opinbera eiga í erfiðleikum með að halda í við þá aukningu. Hins vegar er það sú staðreynd að einkarekin flugvallastarfsemi standi fyllilega undir sér í krefjandi heimi frjáls og samkeppnishæfs flug- rekstrar. Dæmin hafi þannig veikt rökin fyrir áframhaldandi stuðningi stjórnvalda til slíks rekstrar. Ríkisábyrgðin óþörf Séu rökin að ofan mátuð við ís- lenskar aðstæður gefur það fullt til- efni til að íhuga aðkomu einkaaðila að rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar. Áætlaður heildarkostnaður við fyrsta áfanga í fyrrnefndu Mast- erplani nemur á bilinu 70 til 90 millj- örðum króna en óvissa ríki um bæði fjölda framkvæmdafasa og heild- arkostnað. Að sögn markaðsstjóra ISAVIA gætu áfangarnir orðið „tveir eða þrír“ og hafa dæmin margoft sýnt að kostnaðaráætlanir standast sjaldnast vegna ófyrirséðra þátta, síst hjá hinu opinbera. Möguleiki er á því að kostnaður við Masterplanið hlaupi fram úr áætlun enda gætu aðstæður breyst skyndi- lega. Allar fjárfestingar eru áhættu- fjárfestingar og er þessi engin und- antekning. Ljóst er að ISAVIA gæti ekki flýtt framkvæmdinni án aðkomu ríksins og jafnvel þótt áform ISAVIA geri ekki ráð fyrir að eigandinn komi að fjármögnun framkvæmdarinnar sjálfrar, er ljóst að framkvæmdin er ávallt á ábyrgð eigandans, þ.e.a.s. ríkisins. Áhætta af kostnaðarauka fyrir ríkissjóð er með öllu óþörf enda sýnir þróun flugvallarrekstrar í Evr- ópu að góður möguleiki sé á því að reka Flugstöð Leifs Eiríkssonar án aðkomu ríkisins. Fyrirliggjandi áætlun fyrsta skrefið „Í hreinskilni sagt, er mér sama hver á flugvellina. Kostnaðurinn og þjónustustigið er það sem skiptir máli,“ ritaði Giovanni Bisignani, fyrr- verandi framkvæmdastjóri IATA, Alþjóðasamtaka flugfélaga, í inn- gangi skýrslu IATA um einkavæð- ingu flugvalla. Í skýrslunni er fjallað um árangur af einkavæðingu tólf flugvalla í Evr- ópu, Asíu og Rómönsku-Ameríku, en einnig er dreginn lærdómur af þeim. Samkvæmt skýrslunni er fyrsta skrefið að „vel heppnaðri einkavæð- ingu flugvalla að fá helstu hags- munaaðila að borðinu frá upphafi við mótun þróunaráætlana, fjárhags- áætlana og efnahagslegra skilyrða, eftir það séu hagsmunaaðilar gerðir að virkum þátttakendum í fyr- irframákveðnu og gegnsæu ákvarð- anaferli“. Víðtækt samráð ISAVIA við hagsmunaaðila í aðdraganda áð- urnefndrar þróunaráætlunar getur vel nýst sem fyrsta skref í aðkomu einkaaðila að rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Ný og nauðsynleg upp- spretta fjárfestinga Morgunljóst er að mikil þörf er á uppbyggingu á Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Sé litið til Evrópu sýnir reynslan að aðkoma einkaaðila ýtir undir fjölgun afleiddra starfa í formi þjónustu í og við flugvelli. Í þróun- aráætlun ISAVIA er áætlað að um 60.000 störf skapist fram til 2040. Einkavæðing flugvallarrekstrarins myndi hraðar fjölgun starfa á Reykjanesi. Að auki hyrfi öll rík- isábyrgð á þessari gríðarlegu fjár- festingu og hægt yrði að nýta fjár- muni sem fást fyrir söluna til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs svo eitthvað sé nefnt. Í umsögn Samtaka iðnaðarins (SI) við fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015 til 2018 er einkavæð- ing flugstöðvarinnar höfð undir liðn- um „Helstu áherslur,“ en Við- skiptaráð hefur jafnframt talað fyrir aðkomu einkaaðila að rekstri Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar. Með aðkomu einkaaðila að rekstri flugstöðvarinnar skapast ný og nauð- synleg uppspretta innlendra og er- lendra aðila til fjárfestinga á Íslandi. Raunar væri flugstöðin mjög fýsi- legur fjárfestingarkostur fyrir ís- lenska lífeyrissjóði annars vegar og erlendra fagfjárfesta hins vegar sem hafa þekkingu á rekstri flugstöðva víðsvegar í Evrópu. Í ljósi alls þess sem að framan er rakið, hyggst ég leggja fram skrif- lega fyrirspurn til fjármálaráðherra, Bjarna Benedikssonar, um mögu- legar úrbætur á rekstrarumhverfi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar svo hraða megi uppbyggingu flugvall- arins og hlúa að langtímahagvexti ferðaþjónustunnar. Eftir Vilhjálm Árnason » Sé litið til Evrópu sýnir reynslan að að- koma einkaaðila ýtir undir fjölgun afleiddra starfa í formi þjónustu í og við flugvelli. Vilhjálmur Árnason Höfundur er alþingismaður. Reynslan lofar aðkomu einkaaðila að rekstri flugstöðva Kjör almennings og afkoma eru umræðuefni sem hafa verið til um- fjöllunar undanfarið eins og oft áður. Í því sam- bandi eru tvö atriði sem ég vil orða hér. Hið fyrra er að allir verða að njóta grunn- framfærslu, án hennar er brotið á mannrétt- indum fólks. Hið síðara er að taka verður tillit til menntunar fólks og þess sem starfið gefur sam- félaginu, þegar launakjör eru ákvörð- uð. Meðan fólk sveltur í okkar sam- félagi og er á götunni þurfum við að laga þau kerfi sem eiga að tryggja öllum mannsæmandi líf. Í kjölfar kjarasamninga sem gerðir hafa verið, úrskurða Gerðardóms og Kjararáðs, eru tveir samfélagshópar efst í mínum huga, aldraðir og ör- yrkjar. Það er óásættanlegt að þau, sem hafa byggt upp það samfélag sem við búum í og þau sem ekki eiga þess kost að afla tekna vegna heilsu- brests eða fötlunar, þurfi að hafa áhyggjur af lífsafkomu sinni. Við verðum sem samfélag að standa okk- ur betur í því að tryggja öllum þegn- um þessa lands mannsæmandi lífs- kjör. Ríki og sveitarfélög verða að axla sína ábyrgð í þeim efnum og mega ekki varpa ábyrgðinni á hjálp- arsamtök. Ef óréttlæti ríkir í samfélaginu þá ríkir ekki friður, þá er ófrið- ur. Jólin framundan boða frið. Frið á jörðu, frið í samfélag okkar, frið í líf okkar hvers og eins. Friður og réttlæti eru systkin, til að friður ríki þá þarf réttlætið að ná fram að ganga. Bænarorð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar í Sálmum 2013 tala til mín í þessu sambandi: Allt sem Guð hefur gefið mér, gróður jarðar, sólarsýn, heiðan og víðan himininn, af hjarta ég þakka og bið: Lifandi Guð, lifandi Guð, láttu mig finna þig. Allt sem Guð hefur að mér rétt á sinn tíma, ræður för. Stríðandi öflin steðja að og stundum ég efast og bið: Lifandi Guð, lifandi Guð, láttu mig finna þig. Allt sem Guð hefur á mig lagt er mér ljúft að glíma við, taka í sátt og tefla djarft og treysta um leið og ég bið: Lifandi Guð, lifandi Guð, láttu mig finna þig. Hver manneskja er dýrmæt sköp- un Guðs, engin manneskja er annarri æðri þótt hlutverk okkar séu ólík í samfélaginu. Hugum að þessu, ekki bara núna á aðventu heldur alla daga ársins og sameinumst í því að gera betur. Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur »Meðan fólk sveltur í okkar samfélagi og er á götunni þurfum við að laga þau kerfi sem eiga að tryggja öllum mannsæm- andi líf. Agnes M. Sigurðardóttir Höfundur er biskup Íslands. Kjörin í landinu og friðarboð- skapurinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.