Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 60

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 60
60 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Fyrir skömmu sat ég háskólaþing sem fjallaði um drög aðstefnu Háskóla Íslands. Þar var akademískt frelsi efst á blaðisem grunnur háskólastarfs og sagt stuðla „að gagnrýnni ogfrjórri hugsun, skapandi þekkingarleit, framsækni og víð- sýni“. Í umræðum komu fram at- hugasemdir við þetta; að akademískt frelsi næði ekki til allra starfsmanna Háskólans, og hvað með stúdentana, hvort þessu svokall- aða frelsi fylgdi ekki einhver ábyrgð og hvað væri eiginlega átt við með akadem- ísku frelsi. Það var sérstakt að heyra þessa óeiningu á háskólaþingi og skilningsleysi á því hvað fælist í akademísku frelsi. Slíkt frelsi hefur lagt grunn að menntun og rannsóknum frá miðöldum og verið lyk- ilatriðið í andlegum og veraldlegum framförum sem orðið hafa síðan. Að sjálfsögðu hefur akademísku frelsi oft verið ógnað af kirkju- og rík- isvaldi og öðrum hags- munaaðilum. Og það á undir högg að sækja í ein- og al- ræðisríkjum – en jafnvel þar skilja yfirvöld að stærðfræði og flestar raunvís- indagreinar þróast best við frjálsræði þótt sjálfsagt mál þyki að kúga listafólk og félags- og hugvísindi til þess að bæla gagnrýna hugsun. Akademískt frelsi nemenda og kennara er grunngildi í menntunar- og rannsóknarstarfi í lýðræðisríkjum; að fá að læra, kenna og rannsaka það sem fólk vill, draga sínar ályktanir af því og tjá þær opinskátt. Hlutverk rannsókna- og menntastofnana er að afla nýrrar þekkingar og miðla henni til þeirra sem vilja taka við henni. Kennarar og nem- endur eiga að njóta frelsis til að kenna, afla sér þekkingar, stunda rann- sóknir og birta niðurstöður sínar án þess að lög, reglugerðir, stjórnvöld, stjórnendur, utanaðkomandi þrýstingur, hagsmunir eða ritskoðun hafi nokkuð um það að segja. Höfuðmarkmið þeirra stofnana sem fóstra menntun og rannsóknir er fólgið í frjálsræðinu sem kallað er akademískt frelsi og allt starfið hnit- ast um, frá grunnskólum til háskóla. Akademískt frelsi er forsenda starfsánægju og þar með afkasta í námi, kennslu og rannsóknum. Það snýst ekki um að háskólakennarar geti gert það sem þeim sýnist, þ.m.t. ekki neitt, eða að fólk í stjórnsýslustörfum við skóla eigi að sinna eft- irliti með frelsi kennara og stjórna þeim eða hvert öðru. Stundum er sagt að leikrit byrji í miðasölunni og að öll sem vinna í leikhúsi séu þátt- takendur í þeim galdri sem gestir upplifi þar. Hið sama gildir um mennta- og rannsóknarstofnanir. Öll sem starfa þar, að nemendum meðtöldum, þurfa að standa vörð um og iðka hið akademíska frelsi á hverjum degi – sem fer að sjálfsögðu stigvaxandi eftir því sem skóla- stigið hækkar. Reynslan sýnir að þessi tegund frjálsræðis kemur sam- félaginu best þegar til lengri tíma er litið; þegar nemendur og kennarar njóta frelsis til náms, rannsókna og kennslu án utanaðkomandi þrýst- ings frá ríki, trúarbrögðum, stjórnendum, stofnunum og sérhags- munaöflum. Akademískt frelsi Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Wikipedia/Jaques-Louis David (1787) Dauði Sókratesar. Hverjar eru hinar raunverulegu hetjur atvinnu-lífsins á Íslandi? Eru það stórfyrirtækin,sem eru ráðandi í fréttum af þeim vettvangi?Eru það nýju bankarnir, sem hafa afrekað það í skjóli hrunsins að hagnast um ævintýralegar fjár- hæðir? Eru það lífeyrissjóðirnir, sem eru orðnir ráðandi aðilar í atvinnulífinu? Eru það fjölmiðlastjörnur við- skiptalífsins, sem koma og fara eftir því hvernig vind- urinn blæs? Þessar vangaveltur sóttu á, þegar nýjar vís- bendingar komu fram um áhrif og afleiðingar fákeppni í olíuverzlun. Ég held að „hvunndagshetjur“ atvinnulífsins sé að finna annars staðar. Þær eru ekki á leiksviði þjóðlífsins. Þær eru að puða hver í sínu horni við að byggja upp og reka lítil og meðalstór fyrirtæki, sem eru grunnstoðir at- vinnulífsins. Þessar hvunndagshetjur hafa alltaf verið hornreka. Á tímum haftanna, sem réðu ríkjum í meira en áratug eftir heimsstyrjöldina síðari voru margir þessara atvinnurekenda í hópi þeirra, sem sjaldan fengu „leyfi“, hvort sem það var til innflutnings eða fjárfestinga. Þeir höfðu ekki þau pólitísku tengsl, sem þá skiptu öllu máli. Þeir höfðu ekki peninga til að borga í flokkana, sem var sá gjaldmiðill, sem skipti máli við Skólavörðustíg, þar sem slíkar leyfisveitingar voru stað- settar um skeið. Á tímum útrásarvíkinganna tók ekki betra við. Ýmist reyndu hinar stóru viðskiptasamsteypur, sem síðar kom í ljós að reyndust á sandi byggð- ar, að kaupa þessi litlu fyrirtæki upp eða ryðja þeim úr vegi. Litli atvinnurekandinn naut lítillar samúðar. Hann var ekki í tízku. Þó er það svo, að það er ekki lítið afrek að byggja upp lítil fyrirtæki úr engu. Og stundum verða litlu atvinnu- rekendurnir stórir. Það þarf þrotlausa vinnu, útsjón- arsemi og framtíðarsýn ásamt mörgu fleiru. Og ef þeir verða stórir er mikilvægt að þeir muni hvaðan þeir komu og nýti sér ekki styrkleikann til að níðast á öðrum, sem eru að vaxa úr grasi alveg eins og þeir gerðu sjálfir. Eins og ég skil sögu Sjálfstæðisflokksins var sá flokk- ur stofnaður til þess meðal annars að berjast fyrir hags- munum þessara einkaframtaksmanna. „Litlu kallanna“ í atvinnulífinu, ekki þeirra „stóru“, sem gleymdu hvaðan þeir komu og hófust handa við að búa til einokunarfyr- irtæki úr litlum og meðalstórum einkafyrirtækjum. Kannski „gleymdi“ Sjálfstæðisflokkurinn einhverju líka í þessum efnum? Framlag þeirra fjölmörgu einstaklinga, sem hafa kom- ið við sögu með þessum hætti við uppbyggingu atvinnu- lífsins hefur legið í láginni. Hverjir eru þeir? Þeir eru bændurnir, sem hafa byggt upp bú sín með myndarbrag. Þeir eru litlu útgerðarmennirnir, sem hafa rekið lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki af farsæld. Þeir eru iðnaðarmennirnir, sem hafa rekið lítil fyrirtæki með fáum mönnum í vinnu af miklum sóma. Þeir eru iðn- rekendur, sem sumir hverjir brydduðu upp á framleiðslu vara á Íslandi, sem ekki var hægt að fá á haftatímum. Þeir eru kaupmennirnir, sem byggðu upp litlar verzl- anir. Þegar ég var strákur í sveit í Borgarfirði fylgdist ég úr fjarlægð með nokkrum bílstjórum í Borgarnesi, sem vöktu athygli fyrir dugnað og tók svo eftir því þegar árin liðu að þeir voru orðnir umsvifamiklir í margvíslegum bifreiðarekstri, ýmist með vörur eða fólk. Þetta fólk, karlar og konur, eru pálmar í hagkaup okk- ar tíma, eða þess vegna Benni í Bílabúð Benna, sem ég fylgdist með á unglingsárum hans hefja atvinnurekstur sinn í bílskúr foreldra sinna með því að gera við skelli- nöðrur fyrir aðra stráka. Og varð svo holdgervingur hug- sjóna föður síns, Eyjólfs Konráðs Jónssonar, um einka- framtaksmenn í atvinnurekstri. Nú er enn sótt að litla atvinnurekandanum á Íslandi og reyndar líka neytandanum. Nú eru það lífeyrissjóðirnir, sem ráða flestum stærstu fyrirtækjum lands- ins. Og þá má auðvitað færa rök fyrir því að þau séu komin í almannaeigu með verulegri eignaraðild sjóðanna. En þegar við bætist hið úrelta og ólýðræðislega stjórnarform lífeyr- issjóðanna, þar sem stjórnir þeirra eru ekki kjörnar af félagsmönnum þeirra heldur skip- aðar af stjórnum verkalýðsfélaga og atvinnurekenda verður niðurstaðan einhver óskapnaður. Hvernig stend- ur á því að olíufélög, sem lífeyrissjóðir eiga ráðandi hlut í taka þátt í því fákeppnis fyrirkomulagi á benzínmarkaði, sem blasir við öllum hvað sem líður hefðbundnum mót- mælum talsmanna félaganna? Hvernig stendur á því að sjóðirnir taka þátt í því sama á matvörumarkaði? Og ætla nú að færa út kvíarnar í bankakerfið? Fyrsta skrefið er auðvitað að bylta stjórnkerfi lífeyr- issjóðanna og taka þar upp lýðræðislegar kosningar. Augljóst er að forystusveit VR er að byrja að átta sig á þessu grundvallaratriði. En jafnframt er ljóst að áform núverandi ríkisstjórnar um einkavæðingu banka – sem reyndar er augljóslega ekki samstaða um á milli stjórnarflokkanna – kallar á nýjar umræður um þann starfsramma sem snýr að við- skipta- og atvinnulífi og aðgerðir Alþingis til að verja lítil og meðalstór fyrirtæki fyrir ágengni einokunarafla í at- vinnulífinu, hvort sem þau er að finna í lífeyrissjóðum, fjármálakerfi eða annars staðar. Nú er að því komið að fenginni langri reynslu að verja og vernda litla manninn í atvinnulífinu. Engum stendur það nær en Sjálfstæðisflokknum og ætla verður að sterkur stuðningur við það muni koma frá öflugri frjáls- hyggjusveit innan flokksins, því að slík barátta er í sam- ræmi við hugsjónir hennar. Nú er komið að því að verja „litla manninn“ í atvinnulífinu Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður til að berjast fyrir einkaframtaki – ekki einokunaröflum Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Bókin Barnið sem varð að harð-stjóra eftir Boga Arason, sem hefur um árabil skrifað erlendar fréttir í Morgunblaðinu, fær góða dóma, eins og hún á skilið. Þessi fróðlega og læsilega bók er um nokkra helstu einræðisherra tutt- ugustu aldar, en einkum um, hvað hafi mótað þá í æsku. Þeir Stalín, Hitler og Maó eru auðvitað þar fyr- irferðarmestir. Hvaða Íslendingar hittu þessa menn? Eini Íslendingurinn, sem ég veit til þess, að talað hafi við Stalín, er Jens Figved, sem var 1929-1932 í leynilegum þjálfunarbúðum í Moskvu. Figved átti við Stalín símtal um að fá að gefa út eftir hann rit- gerð, sem birtist á rússnesku haustið 1931. Leyfið fékk Figved: Bréfið birtist á íslensku í fjölritinu Bolsj- evikkanum í maí 1934. Nokkrir Ís- lendingar hlustuðu einnig á Stalín tala, til dæmis Halldór Kiljan Lax- ness á kosningafundi í Bolshoj- leikhúsinu í desember 1937 og Brynjólfur Bjarnason á 19. þingi kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkj- anna í október 1952. Mér er aðeins kunnugt um tvo Ís- lendinga, sem hittu Hitler til að skiptast á einhverjum orðum við hann. Annar var Helgi P. Briem, fulltrúi Íslands í danska sendiráðinu í Berlín í lok fjórða áratugar. Í emb- ættiserindum rakst hann stundum á Hitler. Hinn var Gunnar Gunn- arsson, sem gekk á fund Hitlers vor- ið 1940 til að tala máli Finna. Hins vegar hlustuðu margir Íslendingar á Hitler halda ræður á fundum, til dæmis Kristinn E. Andrésson og Bjarni Benediktsson, á meðan þeir stunduðu nám í Þýskalandi haustið 1931. Flestir Íslendingar virðast þó hafa hitt Maó. Fimm manna sendinefnd sat veislu harðstjórans í Beijing haustið 1952, þar á meðal Jóhannes úr Kötlum og Þórbergur Þórðarson. Þeir Maó og Einar Olgeirsson skipt- ust líka eitt sinn á orðum. Maó heils- aði enn fremur Steinþóri Guðmunds- syni og tveimur öðrum fulltrúum Sósíalistaflokksins í veislu í Beijing haustið 1956. Tekin var ljósmynd af þeim fundi, sem birtist í Rétti 1974 og í nokkrum blöðum. Þegar ég reyndi fyrir nokkrum árum að út- vega mér frumrit af þessari mynd í bók um Íslenska kommúnista, var það hvergi finnanlegt. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hverjir hittu harðstjórana? STYRKUR - ENDING - GÆÐI Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is 15ÁRA STOFNAÐ2000 Opið: Mán. - föstud. kl. 09-18 Opið á laugardögum kl. 11 til 15 RAFTÆKI FYRIR ELDHÚSIÐ Þegar þú verslar raftæki fyrir eldhúsið þitt hjá Fríform, þá getur þú verið viss um að þú sért ekki að kaupa köttinn í sekknum. Við bjóðum upp á vandaðar eldavélar, ofna, helluborð, viftur, háfa, uppþvottavélar og kæliskápar frá þekktum vörumerkjum eins og Elba, Scan og Zepa. FRÍFORM BÝÐUR UPP ÁÚRVALVANDAÐRA RAFTÆKJA FYRIR ELDHÚSIÐ ÞITT FYRIRELDHÚSIÐ HÁGÆÐA ÍTÖLSKRAFTÆKI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.