Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 64
BÆKUR Heima í Hnífsdal stóð hjónabandið aftur á brauðfótum. Eyþór var mikið í burtu vegna vinnu en Hildí kenndi og vann í prentstofunni á Ísafirði. Í páskaleyfinu, um miðjan apríl, fór hún til Reykjavíkur til að skemmta sér. Kvöld eitt skellti hún sér á ball á Hótel Sögu með vinkonu sinni og hitti þar Skúla Benediktsson, íslensku- kennara við Gagnfræðaskólann á Ísa- firði. Þau voru varla málkunnug að vestan, en Skúli kenndi yngri dætr- um hennar tveimur. Hildí segir frá því í endurminningum sínum að Skúli hafi gerst æði riddaralegur í borginni og boðið henni í dýrindis kvöldverð á Grillinu á Hótel Sögu (bls. 118): Hins vegar kom það á daginn, að Skúli var heldur óvanur kúltúrvínum frá kontínentinu. Fyrir bragðið tók hann nokkra ógleði, þegar líða tók á kvöldið. Féll það náttúrlega í minn hlut að hjúkra honum. Þau urðu samferða í fluginu heim. Þremur vikum síðar skrifar Hildí Guðrúnu dóttur sinni til Vínarborgar. Ísafjörður 12. maí 1979. Elsku Gunna mín. Nú loksins skrifa ég þér, enda miklar fréttir að færa. Sl. mánudag fékk ég algjöran lög- skilnað frá Eyþóri og er að fara að gifta mig aftur um leið og ég fæ papp- írana. Maðurinn minn tilvonandi heit- ir Skúli Benediktsson og er íslensku- kennari. Þú hefur ef til vill einhverntímann notað kennslubækur eftir hann. Ég er alsæl þó illa hafi ég farið úr skiptum við Eyþór en ég gaf mikið eftir til þess að fá skilnað. Hjör- dís er mjög ánægð, hún er ekki vön slíku viðmóti sem Skúli sýnir henni. Það er svo margt að segja frá að ég geymi það og tala við þig þegar þú kemur heim. Bið innilega að heilsa Svönu. Þín mamma. p.s Er það hamingjusöm að mig langar ekki í brennivín. Adressan mín nýja er (ég er flutt) Fjarðarstræti 7 11 hæð t.v. 400 Ísa- fjörður. Það tók Hildí aðeins tíu daga að ná í gegn skilnaði við Eyþór, sem kom vestur til að kvitta undir pappírana. Örfáum dögum síðar, 19. maí, voru Hildí og Skúli gefin saman, röskum mánuði eftir að þau hittust í Reykja- vík. Skúli var fjórði eiginmaður Hildíar, þremur árum eldri en hún, stór- greindur, tilfinningaríkur húmoristi frá Efra-Núpi í Miðfirði. Þau áttu margt sameiginlegt og gátu notið menningar saman. Hann var mikill íslenskumaður og vísnasmiður og líkt og Hildí hafði hann yndi af bók- menntum og af því að hlýða á tónlist, ekki síst óperur. Þá samdi hann kennslubækur í íslensku fyrir grunn- og framhaldsskólanema, hélt um tíma úti vísnaþætti í DV og gaf út Íslend- ingasögur fyrir nemendur. Bergljót, dóttir Skúla, segir að hann hafi elskað Hildí afar heitt, honum hafi þótt hún stórkostleg. Dætur Hildíar segja að Skúli hafi verið móður þeirra óskaplega góður og sjálf segir hún í bók sinni að hann hafi veitt henni sálræna næringu með lærdómi sínum og menntun. Hann hafi verið andstæðan við fyrri eig- inmenn hennar þrjá. Þar að auki hafi Skúli verið bráðskemmtilegur þegar vel lá á honum. Hildí virtist hafa höndlað hamingjuna. Í viðtali sem birtist í Vikunni ári eftir að þau gengu í hjónaband segir Hildí: Eitt af því allra kaldhæðnislegasta við lífið er einmitt það að fólk er alls ekki fært um að velja sér réttan maka fyrr en á miðjum aldri. Áður er það bara tilviljun og alls kyns auka- atriðum háð hverjir taka saman. Svo þroskast fólk líka misjafnlega. Og uppgötvar svo allt of seint að það á enga samleið. Fólk verður að vera andlega skylt til að lifa saman í ham- ingjuríkri sambúð. Því miður lærist manni ekki nema með aldrinum að meta þá staðreynd að fullu. Glansblöðin gefa ekki alltaf rétta mynd. Skúli var túramaður á áfengi, hann drakk ótæpilega langtímum saman en gat haldið sig frá drykkju í marga mánuði þess á milli, segir Bergljót dóttir hans. Hildí drakk aft- ur á móti nánast á hverju kvöldi, en gat hætt og rifið sig upp daginn eftir. Drykkjumynstur hjónanna fór ekki vel saman. Skúli réð ekki við stans- laust sullið í henni og Hildí ekki við ofdrykkju hans. Bergljót segir að stundum hafi verið skelfilegt að koma á heimilið. Þegar hún flutti frá Ísa- firði árið 1980 kom hún í heimsókn til að kveðja föður sinn. Skúli lá þá drukkinn og vankaður uppi í rúmi. Hildí hafði lamið hann í höfuðið með vínflösku. Drykkjumynstrið fór illa saman Ragnhildur Thorlacius fréttamaður studdist við fjölmargar heimildir við ritun ævisögu Brynhildar Georgíu Björnsson, barnabarns fyrstu for- setahjóna Íslands. Lífs- hlaup hennar spannaði allt frá Bessastöðum til Argentínu til Ísafjarðar- djúps. Hún missti tvö börn, átti fimm menn og eyddi sautján síðustu ár- um ævi sinnar rúmföst í bílskúr í Reykjavík. Bjartur gefur út. Í garði Hildí ásamt öðrum eiginmanni sínum Jóni Magnússyni og Elísabetu, dóttur sinni við Útsali á Seltjarnarnesi. Á ströndinni Hildí ásamt yngri syst- ur sinni Hjördísi, Birni Sv. Björns- syni föður sínum og afa Sveini Björnssyni, síðar forseta. Merino ullarnærföt á alla fjölskylduna Tveggja laga kerfi (baselayer) sem flytur raka og svita frá líkamanum og heldur honum þurrum og hlýjum. Útsölustaðir: Hagkaup • Afreksvörur – Glæsibæ • Bjarg – Akranesi • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Jói Útherji – Reykjavík JMJ – Akureyri • Hafnarbúðin – Ísafirði • Kaupfélag V-Húnvetninga • Kaupfélag Skagfirðinga • Nesbakki – Neskaupsstað Skóbúð Húsavíkur – Húsvík • Blossi – Grundarfirði • Efnalaug Dóru – Hornafirði • Efnalaug – Vopnafjarðar Siglósport – Siglufirði • Heimahornið – Stykkishólmi • Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum 30 ÁRA Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.