Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 BÆKUR Það var gott að fá að slaka aðeins á stundum og fíflast með unga liðinu í hádeginu því restin af deginum var yf- irleitt frekar mikið púl. Herdís reyndi þó að brjóta upp erfiða daga hjá mér og þar sem fóturinn var farinn að reyna þá þótti upplagt að setja mig í sundlaugina, til þess að létta á hnénu. Þetta þótti mér afar skemmtilegt. Það ber þó kannski að minnast á það hér að hún mamma mín var með sykursýki, sem hún hafði fengið þeg- ar ég fæddist. Því hafði ég alla tíð vanist því að hún væri með hana og það var bara hluti af lífinu að hjálpa mömmu að passa upp á að blóðsyk- urinn félli ekki með því að passa að hún borðaði. Það var ástand sem við kölluðum að vera lág, þ.e. þegar blóð- sykurinn féll og þá varð mamma svona svolítið eins og hún væri ölvuð, talaði óskýrt, hélt illa jafnvægi og varð heilt á litið mjög ólík sjálfri sér. En við þessu ástandi var þó til skjót lausn. Ef hún fékk sér smávegis kók að drekka þá skaust blóðsykurinn upp aftur og hún varð eðlileg, á oftast ótrúlega skjótum tíma. Því var hún eiginlega alltaf með litla kókflösku í veskinu til þess að forðast svona uppákomur. Ætli það hafi ekki verið einn dag- inn upp úr miðjum september sem við ákváðum að taka smá æfingu í lauginni en hún var frekar nýleg. Þetta er svona 25 metra innilaug og í henni eru öll helstu þægindi fyrir fatl- aða. Það er hár kantur við annan end- ann á henni svo að þeir sem eru nógu færir til þess að vippa sér yfir bakk- ann geta gert það, það er auðvitað einnig boðið upp á lyftuferð út í laug og svo er þægilegur stigi fyrir þá sem það geta. Svo eru að sjálfsögðu hand- rið út um allt. Laugin sjálf er hvorki djúp né köld. Vatnið í henni er haft frekar volgt því það eru engir sem synda af neinum krafti í henni og ekki má fólkinu nú verða kalt. Það eru alltaf tveir sjúkra- liðar að störfum í lauginni og sinna hlutverkum baðvarða og aðstoða þá sem þurfa. Ég þurfti ekki neina að- stoð frekar en fyrri daginn, mamma sá alltaf um allt svoleiðis fyrir mig og hún kom mér út að laug. Þar beið Herdís mín en hún hafði verið mun fljótari að koma sér út í. Mamma ætl- aði bara að fylgjast með af bakk- anum. Það voru ekki margir í laug- inni en þó einhverjir en ég gerði mínar æfingar alveg eins og Herdís sagði mér að gera. Ég átti svo auðvelt með að standa í vatninu og hnéð gaf sig ekkert því að vatnið tók svo mikið af þunganum á sig og svo veitti það líka mótstöðu þannig að sundið var að styrkja mig vel. Þetta var í sjúkraþjálfunartím- anum mínum sem var rétt fyrir há- degið og fljótlega fóru menn að tínast upp úr lauginni til þess að ná í hádeg- ismat. Ég var aðframkomin eftir átökin í lauginni og var mjög fegin þegar Herdís kallaði þetta gott og við fórum að potast upp úr. Mamma tók við mér og við fórum allar inn í klefa. Í sturtunni gat ég setið í þar til gerð- um sturtuhjólastól svo minn yrði ekki blautur. Þegar ég var komin á hand- klæðinu í minn eigin stól og inn í klefa þá voru flestir hinna farnir. Herdís var að klæða sig í síðustu spjarirnar og ég hóf að þurrka mér eftir bestu getu. Herdís fór og brátt vorum við mamma einar eftir í klefanum. Ég áttaði mig ekki strax á því að mamma var allt í einu orðin mjög svifasein og það hafði tekið okkur óratíma að koma mér í fötin, ég var nú ekkert sérstaklega hraðskreið þessa dagana en mamma átti það nú til að drífa okkur áfram, því áttaði ég mig á því að eitthvað hlyti að vera að. Þar sem ég sit klædd í hjólastólnum mínum verður mér litið á mömmu sem er að paufast við að ganga frá handklæðinu mínu og þá sé ég samstundis að hún er orðin lág. Ég sting því upp á því við hana að hún fái sér smá kók. Hún hafði sjálf verið að velta því fyrir sér hvort þetta gæti verið að gerast svo hún þrætti ekkert við mig heldur tyllti sér á bekkinn hjá veskinu sínu og hóf að leita í því. En aldrei þessu vant hafði hún gleymt flöskunni heima. Nú voru góð ráð dýr. Ég vissi að við yrðum að koma okkur sem fyrst upp á deild áð- ur en hún yrði verri en þar vissi ég að hjúkrunarkonurnar gætu hjálpað okkur. Ég tók því saman það sem ég gat tekið og mamma það sem hún gat en ég sá hana bara verða sljórri með hverri mínútunni sem leið. Komin með töskuna í fangið stakk ég upp á við mömmu að við héldum á stað út og upp. Því héldum við af stað en til að komast út þurfti maður að fara aft- ur út að lauginni og taka svo langan gang út á sundlaugarganginn svokall- aða. En þegar við komum út ganginn langa að glerhurðinni við enda hans þá var hún læst. Við snerum þá til baka inn að laug til að finna sjúkraliðana og biðja þá að opna fyrir okkur. Mamma var orðin frekar mikill flækjufótur á þessum tímapunkti en sem betur fer gat hún stutt sig við hjólastólinn. Þegar við vorum komnar að lauginni aftur átt- uðum við okkur á því að við vorum einar þarna. Við vorum læstar inni í sundlauginni og mamma varð sífellt lægri og lægri og við urðum hræddar. Mamma virtist að einhverju leyti gera sér grein fyrir því að hún var lág og að við værum fastar. En mamma hefur alltaf verið mjög dugleg að bjarga sér og því núna, þótt hún væri sannarlega orðin ólík sjálfri sér, þá óð hún um í leit að einhverri útgönguleið fyrir okkur. Ég var sjálf heldur gagnslaus og hálfósjálfbjarga í stóln- um en reyndi þó að draga mig áfram með hægri fætinum eins og Sissú hafði kennt mér og fylgdist vel með mömmu. En ég var dauðhrædd um að hún dytti út í laugina því þá gæti ég ekkert gert. Þó að laugin væri ekki djúp þá þóttist ég viss um að mamma væri komin á það stig í lágleikanum að hún myndi ekki geta bjargað sjálfri sér upp úr og ekki gæti ég stokkið út í og bjargað henni. Því reyndi ég að svipast um eftir annarri lausn og draga hana frá lauginni sjálfri og rak þá augun í sundlaug- arvarðabúrið, lítið glerbúr sem sjúkraliðarnir sátu oftast í og fylgd- ust með lauginni. Þar gæti verið sími stakk ég upp á. Mömmu fannst þetta fyrirtaks uppástunga og því skakklappaðist hún þangað með mig á eftir sér. Þeg- ar við komumst í búrið urðum við mjög ánægðar að sjá að þar var sími. En í hvern áttum við að hringja? Við ákváðum að hringja í sama númer og ég hringdi í síðast þegar ég var í neyð, gemsann hans pabba. Pabbi var samt ekki beint í aðstöðu til að koma okkur til bjargar. Hann var staddur úti á Keflavíkurflugvelli, nánar til tekið inni í rana á leið sinni út í vél á leið á fund í Kaupmannahöfn. Honum var þó að sjálfsögðu mjög brugðið þegar hann heyrði hvernig komið var fyrir okkur og sagðist mundu redda þessu. Við lögðum á og það leið ekki löng stund uns stórskotalið Grens- ásdeildar kom æðandi inn um gler- dyrnar við gangendann, læknar, hjúkrunarkonur og sjúkraliðar komu hlaupandi inn. Við mamma sátum ennþá í glerbúrinu og mamma var orðin ansi slöpp. Þegar þau höfðu fundið okkur og ég útskýrt hvað væri í gangi þá skaust einn sjúkraliðinn fram og sótti kók. Mömmu var því snarlega bjarg- að með þeim sæta drykk og innan skamms var hún orðin hún sjálf aftur. Við mæðgur urðum þeirri stund fegn- astar að komast upp á herbergi aftur og þar tókst okkur að hlæja að þessu og finnast þetta fyndið. Starfsfólk deildarinnar var hins vegar alveg miður sín yfir þessu og sérstaklega aumingja sjúkraliðarnir sem unnu í lauginni. Þær höfðu eitthvað verið að drífa sig út og slepptu því að skoða í klefana áður en þær læstu enda datt þeim ekki í hug að nokkur gæti verið svona lengi að koma sér í fötin. En við mamma saman í þessu ástandi; ég lömuð og hálfósjálfbjarga og hún lág, hreyfðumst á snigilhraða. Við vorum nú ekkert að gera neitt veður út af þessu en vildum gjarnan fá að vita hvernig þau fréttu af okkur þarna niðri. Pabbi hafði víst hringt upp á deild í hálfgerðri geðshræringu úr flugvélinni rétt áður en hún fór í loftið og tilkynnt hjúkrunarkonunni sem svaraði að lömuð dóttir sín og eiginkona sem væri að öllum lík- indum í alvarlegu blóðsykurfalli væru læstar inni í sundlauginni. Þetta sím- tal hafði valdið miklu fjaðrafoki og all- ir sem vettlingi gátu valdið þotið nið- ur. Elsku pabbi hafði svo bara þurft að taka á loft og vissi ekkert hvernig þetta hafði endað en við heyrðum nú í honum um leið og hann lenti. Gleymdust í búningsklefanum Með blóð á heilanum er einlæg en jafnframt spaugileg frásögn Sól- veigar Árnadóttur, sem lenti tvítug óvænt inni í allt öðrum heimi en hún ætlaði sér þegar hún fékk heilablóðfall. Bókaútgáf- an Sólveig gefur út. Morgunblaðið/Eggert Fékk heilablóðfall Sólveig Árnadóttir greinir frá baráttu sinni í Með blóð á heilanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.