Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 71
það. Og Guð forði manni frá því að vera með töskur. Þegar búið var að stimpla vegabréfið tók á aðra klukkustund að fá farangurinn. Eftir fjögurra klukkustunda flug var þetta ekki skemmtileg leið til að komast inn í Rússland, sér- staklega ekki þegar hún var farin aðra hverja helgi eins og í mínu til- viki. Ég hafði gert þetta frá árinu 1996 en um aldamótin 2000 sagði vinur minn mér frá svokallaðri for- gangsþjónustu. Fyrir lágt gjald sparaði hún um það bil klukku- stund, stundum tvær. Þessi þjón- usta var enginn munaður en hverr- ar krónu virði. Ég fór beint úr vélinni í forgangsbiðsalinn. Vegg- irnir og loftið voru baunasúpu- grænir og á gólfinu var ljós línóle- umdúkur. Stólarnir voru klæddir rauðbrúnu leðri og býsna þægileg- ir. Þjónustufólk bauð upp á þunnt kaffi eða ofsoðið te á meðan beðið var. Ég valdi te með sítrónusneið, rétti vegabréfaeftirlitsmanni vega- bréfið mitt og innan nokkurra sek- úndna var ég önnum kafinn við að sinna tölvupóstum í BlackBerry símanum. Ég tók varla eftir því þegar bíl- stjórinn minn, Aleksej, sem hafði leyfi til að koma í salinn, kom inn og fór að spjalla við vegabréfaeft- irlitsmanninn. Aleksej var 41 árs eins og ég en andstætt mér krafta- legur, 1,96 metrar á hæð, 108 kíló, ljóshærður og hörkulegur. Hann var fyrrverandi ofursti í umferð- arlögreglu Moskvuborgar og kunni ekki stakt orð í ensku. Hann var alltaf stundvís og gat alltaf kjaftað sig úr út smávægilegum vandræð- um sem snertu umferðarlögregl- una. Ég lét þá afskiptalausa, svaraði tölvuskeytum og drakk moðvolga teið. Eftir stutta stund var tilkynnt í hátalarakerfinu að farangurinn úr flugi mínu væri tilbúinn til afhend- ingar. Þá leit ég upp og hugsaði: Hef ég verið hér í heila klukkustund? Ég leit á úrið. Ég hafði verið þarna í heila klukkustund. Flug- vélin lenti um hálf átta og nú var hún hálf níu. Tveir aðrir farþegar úr vélinni minni voru löngu farnir úr forgangsbiðsalnum. Ég leit á Aleksej og hann leit á mig með augnaráði sem sagði: Ég kanna málið. Hann fór og talaði við vegabréfa- eftirlitsmanninn en ég hringdi í Je- lenu. Klukkan var aðeins hálf sex í Lundúnum og ég vissi að hún væri heima. Á meðan við töluðum saman hafði ég auga á Aleksej og vega- bréfaeftirlitsmanninum. Samtal þeirra breyttist fljótt í rifrildi. Aleksej sló í borðið og maðurinn hvessti augun á hann. „Eitthvað er að,“ sagði ég við Jelenu. Ég stóð upp og gekk að borðinu, argur fremur en áhyggjufullur, og spurði hvað væri að. Þegar ég kom nær varð mér ljóst að eitthvað hefði farið alvarlega úrskeiðis. Ég virkj- aði hátalarann á símanum og Je- lena túlkaði fyrir mig. Ég er eng- inn tungumálahestur og eftir tíu ár í Moskvu kunni ég ekki mikið í rússnesku. Samræðurnar fóru í endalausa hringi. Ég fylgdist með eins og áhorfandi á tennisleik, höfuðið hreyfðist í sífellu frá öðrum mann- inum að hinum. Á einhverju stigi sagði Jelena: „Ég held að þetta snúist um vegabréfsáritun en mað- urinn vill ekkert segja.“ Í sama mund gengu tveir einkenn- isklæddir landamæralögreglumenn í salinn. Annar benti á símann minn og hinn á farangurinn. Ég sagði við Jelenu: „Tveir menn eru að segja mér að hætta að tala og fara með þeim. Ég hringi eins fljótt og ég get.“ Ég sleit samtalinu. Annar mað- urinn tók farangurinn minn en hinn vegabréfsskjölin. Ég leit á Aleksej áður en ég fór með þeim. Herðar hans höfðu sigið, hann horfði niður á gólfið og munnurinn var opinn. Hann gat ekkert gert. Hann vissi þegar eitthvað fer úr- skeiðis í Rússlandi að þá fer það jafnan mjög úrskeiðis. 71 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Árvakur leitar að duglegum einstaklingum í 50% hlutastarf. Um er að ræða dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinnutíminn er 3-4 tímar í senn, sex daga vikunnar og að mestu í næturvinnu. Góðir tekjumöguleikar og fín hreyfing fyrir duglegt fólk. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára og hafa bíl til umráða. Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal tiltaka dreifingu þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 2. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við dreifingarstjóra Árvakurs, Örn Þórisson í síma 569-1356 eða á ornthor@mbl.is Aukavinna fyrir orkubolta Part-time work for hard-working people Árvakur is looking for energetic individuals for 50% part-time work. The job involves newspaper delivery in the Greater Reykjavik area. Shifts are 3-4 hours long, six days a week and mostly at night time. Good salary for hard-working individuals and good exercise. Applicants must be over 18 years of age and have access to a car. An application form is available at the bottom of the mbl.is homepage. Applicants should indicate ‘Newspaper delivery’ as the reason for their application. Applications can also be delivered in an envelope marked ‘Human Resources’ to the reception at Morgunblaðið (Hádegismóar 2, 110 Reykjavik). Further information is available from Distribution Manager Örn Þórisson on 569 1356 or ornthor@mbl.is. Mánudaginn 14. desember stendur Reykjavíkurborg fyrir málþingi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á fæðingardegi Ingibjargar H. Bjarnason undir yfirskriftinni Stelpur stjórna. Málþingið er hluti af 100 viðburðum sem Reykjavíkurborg stendur að í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því íslenskar konur hlutu kosningarétt. 15.00 Setning málþings Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks setur þingið. 15.05 Stjórnmálaþáttaka kvenna síðustu 100 ár Auður Styrkársdóttir forstöðumaður Kvennasögusafns 15.25 Pallborðsumræður- sætustu sigrar og stærstu áskoranir í borgarstjórn. Í pallborði eru Hanna Birna Kristjánsdóttir frá Sjálf- stæðisflokki, Sigrún Magnúsdóttir frá Framsóknarflokki, Svandís Svavarsdóttir frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, Guðrún Ögmundsdóttir frá Samfylkingu og Guðrún Jónsdóttir frá Kvennaframboðinu sem munu ræða sína sætustu sigra og stærstu áskoranir. 16.15 Umræður og fyrirspurnir Fundarstýra: Sirrý Arnardóttir sjónvarpskona á Hringbraut 16.30 Stelpur filma og Stelpur rokka skemmta Allir velkomnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.