Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 72

Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 72
72 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 BÆKUR Skilningsríkur bankastjóri Við uppbyggingu sjávarútvegsfyr- irtækis skipti öllu máli að hafa að- gang að skilningsríkum bankamönn- um. Oft var nú skilningurinn heldur rýr og skortur á fjármagni á réttum stað og tíma leiddi iðulega til mikils taps og óþarfa orkueyðslu. Þeim mun meira munaði um bankastjóra sem hafði skilning á þörfum atvinnulífsins. Slíkur maður var Pétur Benedikts- son, bankastjóri Landsbankans. Síldin er ólíkindaskepna og á það til að koma og fara í einni svipan eins og gerðist um miðjan sjöunda áratug liðinnar aldar. Einhverju sinni frétt- um við af síld fyrir Norðurlandi og Arnkell okkar beið færis. Þá vantaði að leysa út síldarnót – og til að fá hana þurfti að greiða seljanda háa upphæð. Þetta var á föstudegi og góð ráð dýr. Eini möguleikinn til að Arn- kell kæmist örugglega í síldina var að bankastjórn hefði skilning á að- stæðum. En í þá daga þurfti uppá- skrift tveggja bankastjóra til að fá samþykkta lánveitingu. Yfirleitt tók þetta ferli nokkra daga – og oft fór maður bónleiður til búðar. En einn maður hafði næman skilning á þörf- unum, og það var Pétur Benedikts- son. Ég fór til hans á föstudags- morgni og lýsi fyrir honum aðstæðum. Já, já Skúli minn, segir hann loksins þegar ég hafði stunið upp erindinu, skipið verður að kom- ast á miðin – og síðan hleypur hann sjálfur yfir til Svanbjarnar Frí- mannssonar kollega síns og stendur yfir honum meðan hann skrifar undir víxilinn. Og strax eftir hádegið gat ég skrifað út af tékkareikningi fyrir nót- inni og óþolinmóður skipstjóri og áhöfn fengu nótina og skipið norður. Þetta var enginn venjulegur fram- gangur á svona máli – og enginn nema Pétur Benediktsson gat tekið svona snöfurmannlega á málum. Hann var sannarlega skilningsríkur maður á réttum stað. Síðar vantaði mig lán fyrir nýjum bíl, Trabantinn sem hafði þjónað mér af undirgefni um hríð var farinn að hósta nokkuð, svo mig vantaði fyr- irgreiðslu til að kaupa vestrænan bíl frá Heklu. Og ég legg leið mína til Péturs í bankanum, en þegar ég er kominn í anddyri bankans niður í Austurstræti mæti ég manni sem spyr hvort ég hafi heyrt tíðindin – Pétur Benediktsson hafi dáið í gær. Mér varð svo mikið um að ég hrökkl- aðist í burtu, bílakaup hlutu að bíða. Það var harmur kveðinn að mörgum við skyndilegt og ótímabært fráfall Péturs Benediktssonar. Af bílamálum mínum er það annars að segja að ég hefi alltaf staðið með mínum bílum, fundist sá bíll bestur sem ég hef haft til afnota hverju sinni. Eftir að ég byrjaði að kaupa bíla frá Heklu þá hélt ég tryggð við það fyr- irtæki í marga áratugi. Stundum heimsótti ég umboðið og ætlaði bara að athuga hvort bíllinn minn væri í lagi en ók frá þeim á nýjum bíl. Þá skipti ég um bíla á tveggja til þriggja ára fresti og lét þá Heklumenn ráða alfarið. Það lukkaðist vel og ég hef verið vel akandi allt til þessa dags. Skipulagið á fiskveiðum til háðungar Að ýmsu leyti var skipulagið á fisk- veiðum fyrir daga kvótakerfis einnig í algerum ólestri. Fiskveiðarnar voru okkur til háðungar, það var djöflast í að moka upp sem mestu magni af fiski og alltof lítið hugað að gæðum hráefnisins. Stundum var tekinn fisk- ur í slíku magni að haugarnir af aflan- um voru úti á götu – og ekki að spyrja að gæðunum í slíkum tilvikum. Stormurinn Fiskvinnsla var algert lotterí á köflum. Auðvitað kröfðust hráefn- issalar, skipstjórarnir, hæsta verðs fyrir vöruna, en það var alls konar til- viljunum háð hvaða verð fékkst fyrir unna vöru. Sérstaklega gat skreið- arvinnsla verið ófyrirsjáanleg. Stund- um lukkaðist að moka lélegu hráefni upp á hjalla til herslu og þurrkunar – og varð kannski sæmilegasta vara og fékkst gott verð. En það gat líka hrapað niður úr öllu valdi – og jafnvel ekki selst eða varan einfaldlega ónýttist á hjöllunum. Saltfiskurinn var stundum af- skaplega lélegur. Áður höfðu Íslend- ingar verið meðvitaðir um gæði og ferskleika hráefnisins – ekki síst eftir fyrri heimsstyrjöld. En nú var svo komið að vinnulagi hafði hnignað og metnaður var hverf- andi lítill. Á sjötta, sjöunda og átt- unda áratugnum gekk ýmislegt mið- ur í íslenskum sjávarútvegi. Ég tel að það hafi verið Afríkumarkaðurinn sem hafi ruglað dómgreind Íslend- inga. Það var markaður sem tók við hverju sem var, skreiðarfiskurinn til Nígeríu seldist í alls konar ásigkomu- lagi. Okkar svæði er einkar hentugt til fiskþurrkunar. Það þekktu menn frá fornu fari, og fiskibyrgin í Bæj- arhrauninu frá fyrri öldum eru til vitnis um það. Svo merkilegt sem það er þá er þurrviðrasamara hér heldur en sunnan Jökuls og meira að segja í Ólafsvík. Þetta bjargaði skreiðinni. Sum skreiðarsumrin voru algert æv- intýri – gullár. Stundum fengum við úrvalsskreið og seldum til Ítalíu. Þá urðu menn ríkir í einu vetfangi. Þá var fiskimat á vegum ríkisins og oft undan því kvartað. Engu að síður var það miklu heilbrigðara kerfi heldur en þegar framleiðendur sjálfir standa fyrir matinu. Stefnan skýr – þjóðin eigandi Við Jóhann og félagar gengum allt- af út frá því að þjóðin væri eigandi að fiskinum í sjónum. Aldrei væri hægt að ganga gegn þeirri meginforsendu. Sjálfsagt væri að láta markaðsöflin ákvarða verðið á auðlindinni, setja fisk á markað. En það verður að virða eignarrétt þjóðarinnar að fullu. Þess vegna verða menn að hafa fyr- irkomulag sem byggist á þeirri for- sendu. Ef kvótahafi er ekki reiðubú- inn að greiða fyrir fiskinn þá hefur hann glatað eignarréttinum. Það er fráleitt að útgerðin þoli ekki slíkt fyr- irkomulag, að fyrirtækin myndu fara á hausinn ef goldið yrði gjald fyrir kvótann. Í raun virkar kerfið núna í þessa veru. Á sínum tíma létu ótrú- legustu aðilar þannig sem það yrði út- gerðinni algerlega ofviða að greiða gjald fyrir fiskinn. Og þegar þannig fyrirkomulag var að komast á með fiskveiðifrumvarpi með fyrningarleið- inni á alþingi fjármagnaði útgerðin auglýsinga- og áróðursherferð og tókst að hræða ólíklegustu menn og stofnanir til andstöðu við frumvarpið. Í reyndinni greiðir útgerðin hins veg- ar nú þegar reikninga fyrir verð á fiski. Þegar Samherji kaupir útgerð- arfyrirtæki á Austfjörðum fyrir 7 milljarða þá er fyrirtækið að gjalda fyrir kvótann. Þessir 7 milljarðar renna út úr útgerðinni. Við slíka verslun hinsvegar verður raunveru- legur eigandi fisksins af hagnaðinum – nefnilega íslenska þjóðin. Þjóðin tapar. Hagsmunir vega oft þyngra en pólitískar hugsjónir og hugmyndir, og við höfum oft þurft að beygja okk- ur fyrir hagsmunum hinna voldugu í þessu máli. Réttlætið stendur eftir, þjóðin á fiskinn í sjónum og það þarf að kraftbirtast í löggjöf og praxís. Þjóðin á fiskinn. Bónleiður til búðar um bílalán Þá hló Skúli segir frá stjórnmálaferli Skúla Al- exanderssonar og at- vinnuþátttöku, uppvexti og lífsævintýrum ýmsum. Skúli gerir upp við kvóta- kerfið en hann var rang- lega sakaður um misferli með kvóta og stóð í margra ára málaferlum. Óskar Guðmundsson skrásetti. JPV gefur út. Ljósmynd/Freyr Franksson Hjónin saman Skúli Alexandersson og Hrefna Magnúsdóttir. Ljósmynd/Svanur Jóhannesson Fast tekið á Hér er Skúli undir árum með Eyjólfi mági sínum Val- geirssyni, kaupfélagsstjóra í Norðurfirði, og Úlfari syni hans. Reffilegir Sigurður Árnason í Kolbeins- vík og Skúli Alexandersson á unglings- árununum í Djúpuvík.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.