Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 74
74
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015
BÆKUR
Laxatorfan fylgdi alveg
upp í vatnsborð
Einu sinni var Gulli Bergmann.
Einn snjallasti stangaveiðimaður
sem Ísland hefur átt. Sérfræðingur í
sjónrennslinu, en einnig afburðagóð-
ur fluguveiðimaður. Einn af þeim
sem yfirleitt veiddu miklu meira en
aðrir í hollunum. Kappsamur, út-
sjónarsamur, fylginn sér og flinkur.
Gulli lést fyrir aldur fram fyrir all-
nokkrum árum, en árið 1984 tók rit-
stjóri viðtal við Gulla, sem snerist að
sjálfsögðu um veiðiskap og er fullt af
mögnuðum veiðisögum. Við ætlum
að staldra hér við magnaða sögu
sem Gulli upplifði í Kjarrá. Hann
hefur nú orðið:
- Önnur saga er trúlega einn
merkilegasti hlutur sem hefur kom-
ið fyrir mig á laxveiðum. Það eru þó
nokkur ár síðan og ég var að veiða í
Kjarrá. Á þeim árum var farið á
hestum fram að Víghól og dvalið við
ána í viku. Þetta voru mikil ævintýri
og veiðin oft frábær. Ég kom eitt
sinn að Neðri Rauðabergshyl og var
með flugu. Ég fór efst í strenginn og
greip lax agnið á meðan ég var enn
að lengja köstin. Þetta var vænn lax,
18 punda og eftir nokkurt þóf þarna
efst í strengnum fór hann niður í
brotið og þá sá ég að margir laxar
Potturinn ólgaði allur og kraumaði af
Bókin Þverá, Kjarrá og Litla Þverá er hin fjórða í rit-
röð sem fjallar um íslenskar laxveiðiár, en áður hafa
komið út bækur sömu höfunda um Laxá í Kjós og
Bugðu, Langá á Mýrum og Grímsá og Tunguá. Bókin
er ríkulega myndskreytt með ljósmyndum auk þess
ítarleg veiðistaðalýsing byggir á frásögn Andrésar
Eyjólfssonar leiðsögumanns. Þá er í bókinni samsafn
ýmissa frásagna, sem sumar hafa ekki birst á prenti
áður. Guðmundur Guðjónsson ritstýrði og Einar Fal-
ur Ingólfsson tók ljósmyndir. Litróf gefur út. Hér
birtast tvær frásagnir úr bókinni.
Neðra Rauðaberg Það er fyrsti
veiðidagur sumarsins og Ingólfur
Ásgeirsson kastar flugunni fyrir ný-
gengna laxa í þessum kunna veiði-
stað á efsta svæði Kjarrár. Þórarinn
Sigþórsson fylgist með.