Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 74

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 74
74 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 BÆKUR Laxatorfan fylgdi alveg upp í vatnsborð Einu sinni var Gulli Bergmann. Einn snjallasti stangaveiðimaður sem Ísland hefur átt. Sérfræðingur í sjónrennslinu, en einnig afburðagóð- ur fluguveiðimaður. Einn af þeim sem yfirleitt veiddu miklu meira en aðrir í hollunum. Kappsamur, út- sjónarsamur, fylginn sér og flinkur. Gulli lést fyrir aldur fram fyrir all- nokkrum árum, en árið 1984 tók rit- stjóri viðtal við Gulla, sem snerist að sjálfsögðu um veiðiskap og er fullt af mögnuðum veiðisögum. Við ætlum að staldra hér við magnaða sögu sem Gulli upplifði í Kjarrá. Hann hefur nú orðið: - Önnur saga er trúlega einn merkilegasti hlutur sem hefur kom- ið fyrir mig á laxveiðum. Það eru þó nokkur ár síðan og ég var að veiða í Kjarrá. Á þeim árum var farið á hestum fram að Víghól og dvalið við ána í viku. Þetta voru mikil ævintýri og veiðin oft frábær. Ég kom eitt sinn að Neðri Rauðabergshyl og var með flugu. Ég fór efst í strenginn og greip lax agnið á meðan ég var enn að lengja köstin. Þetta var vænn lax, 18 punda og eftir nokkurt þóf þarna efst í strengnum fór hann niður í brotið og þá sá ég að margir laxar Potturinn ólgaði allur og kraumaði af Bókin Þverá, Kjarrá og Litla Þverá er hin fjórða í rit- röð sem fjallar um íslenskar laxveiðiár, en áður hafa komið út bækur sömu höfunda um Laxá í Kjós og Bugðu, Langá á Mýrum og Grímsá og Tunguá. Bókin er ríkulega myndskreytt með ljósmyndum auk þess ítarleg veiðistaðalýsing byggir á frásögn Andrésar Eyjólfssonar leiðsögumanns. Þá er í bókinni samsafn ýmissa frásagna, sem sumar hafa ekki birst á prenti áður. Guðmundur Guðjónsson ritstýrði og Einar Fal- ur Ingólfsson tók ljósmyndir. Litróf gefur út. Hér birtast tvær frásagnir úr bókinni. Neðra Rauðaberg Það er fyrsti veiðidagur sumarsins og Ingólfur Ásgeirsson kastar flugunni fyrir ný- gengna laxa í þessum kunna veiði- stað á efsta svæði Kjarrár. Þórarinn Sigþórsson fylgist með.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.