Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 78
78 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015
Minningar um
Stellu móðursystur
mína eru allar ein-
staklega hlýjar og
bjartar. Hún var vönduð kona og
allt sem hún gerði var gert af
mikilli alúð og umhyggju. Hún
var sönn og heilsteypt mann-
eskja, vel menntuð, mikill listunn-
andi, orðvör og einstaklega vand-
virk í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur. Hún var trygg og trú
hverju því verkefni sem henni var
falið og gerði það allt á sinn hóg-
væra og hljóða hátt.
Stella var kennari að mennt og
kenndi með mömmu minni í
Laugarnesskóla í áratugi. Hún
kenndi mér, eins og fjölda ann-
arra barna, heimilisfræði og var
ákveðinn brautryðjandi í því
starfi. Þar lagði hún mikla
áherslu á hollt mataræði og
hreinlæti og lagði þannig grunn
að heilbrigðum lífsháttum
margra barna. Hún gaf út
kennslubók um heimilisfræði sem
nýttist heimilum langt eftir að
námi barnanna lauk. Stella og
Gísli maður hennar lögðu mikla
áherslu á holla hreyfingu og úti-
veru og voru að svo mörgu leyti á
undan sinni samtíð. Þau voru um-
hverfisverndarsinnar, unnu landi
sínu og ferðalög innanlands sem
erlendis voru stór hluti af þeirra
lífi. Stella var virk í félagsstarfi
kennara. Þar stendur trúlega
fremst allt það sem hún lagði af
mörkum við uppbyggingu á un-
aðsreit Laugarnesskóla, Katla-
gili, sem börn og kennarar Laug-
arnesskóla njóta enn.
Listrænt eðli Stellu kom fram í
svo mörgu. Hún hafði mikinn
áhuga á að njóta listviðburða,
ekki síst sígildrar tónlistar.
Listrænt auga hennar endur-
speglaðist einnig í því hvernig
hún og Gísli bjuggu heimili sitt.
Af þeirra heimili á ég svo ótal-
margar góðar minningar.
Stærstu samfelldu minningabrot-
in eru frá þeim tveimur sumrum
sem ég, þá um 10 ára gömul, var í
Þorgerður
Þorgeirsdóttir
✝ ÞorgerðurÞorgeirsdóttir
fæddist 19. janúar
1926. Hún lést 27.
nóvember 2015.
Útför Þorgerðar
fór fram 11. desem-
ber 2015.
svokallaðri vist við
að passa börnin
þeirra Magnús og
Rósu sem þá voru
smábörn. Stella og
Gísli voru einstak-
lega góð við mig og
yfir heimilinu og
samskiptum þeirra
á milli ríkti mikil
ástúð. Mér fannst
alltaf sem ég ætti
einhvern sérstakan
stað hjá þeim. Að búa síðar um
nokkurra ára skeið við Berg-
staðastræti aðeins tveimur hús-
um frá þeim var því kærkomin
nálægð við þessar góðu mann-
eskjur. Sá mikli kærleikur sem
ríkti milli systranna, mömmu
minnar og Stellu, hafði þau áhrif
að við hittumst mjög oft og hún
var stór hluti af mínu lífi alla tíð.
Nú er hún Stella mín farin inn í
ljósið bjarta og hvílir þar í faðmi
Guðs. Ég þakka góðum Guði fyrir
að hafa gefið mér þessa góðu
frænku og við Leifur biðjum Guð
að blessa minningu hennar.
Vilborg Ingólfsdóttir.
Þegar við hugsum til Stellu
frænku sjáum við snyrtilega
klædda konu, brosmilda og ljúfa
með falleg blóm í gluggunum og
matarilm úr eldhúsinu. Bleikur
litur er einhvers staðar í kringum
hana, annaðhvort er hún klædd
einhverju bleiku eða blómin eru
bleik. Í fallegu íbúðinni þeirra
Gísla og innan um öll fallegu
blómin leyndist krókódíll sem
okkur fannst afskaplega spenn-
andi. Sem betur fer var hann fast-
ur undir flyglinum hans Gísla og
gat því ekki náð okkur. En við
þurftum samt alltaf að kíkja og
athuga hvort hann væri ekki
örugglega á sínum stað.
Stella frænka var mikil matar-
kona, hún bakaði yndislegar smá-
kökur og brauðbollur. Hún var
matreiðslukennari og gaf út mat-
reiðslubókina Unga stúlkan og
eldhússtörfin. Síðar var þessi bók
endurútgefin undir nafninu Unga
fólkið og eldhússtörfin. Öll eigum
við þessa bók og höfum nýtt hana
vel í gegnum tíðina.
Ekki var haldin veisla heima
hjá okkur öðruvísi en Stella kæmi
þar nálægt, hún tók oft þátt í að
útbúa veitingarnar. Uppáhalds-
saga okkar af Stellu og tertu-
bakstri er úr brúðkaupi foreldra
okkar 1954. Þar bakaði Stella
þessa fínu brúðartertu en ekki
vildi betur til en svo að hún missti
tertuna á hvolf rétt áður en hún
var borin á borð. En Stella var nú
ekki lengi að bjarga málum, lag-
færði tertuna og enginn tók eftir
neinu.
Mamma okkar og Stella
frænka voru ekki bara systur
heldur mjög nánar vinkonur alla
tíð. Þær brölluðu ýmislegt og oft
vorum við krakkarnir með í för.
Margar ferðir voru farnar í
Katlagil til sumardvalar, ferðalög
austur í sveitir, ferðir í kartöflu-
garðinn o.fl. Við áttum ótal sam-
verustundir með Stellu og fjöl-
skyldu, eins og t.d. hinn árlega
laufabrauðsbakstur fyrir jólin.
Okkur er það alveg hulin ráðgáta
hvernig þær systur fóru að því að
standa heilan dag og hnoða, fletja
út og steikja laufabrauð og enda
svo daginn á matarveislu fyrir
fjölskyldurnar. Þetta voru ótrú-
legir dagar og alltaf jafnskemmti-
legir.
Á hverju vori fóru systurnar
austur að Ólafsvöllum til að huga
að leiði foreldra sinna. Þær þurftu
að gróðursetja blóm, hreinsa og
taka til í kringum foreldra sína. Í
seinni tíð fór eitthvert barna
þeirra með þeim, oftast Sigrún,
sem bílstjóri. Hún minnist þess
að þær systur hafi haft mikið
gaman af þessum ferðum, þær
nutu þess að vera saman, gátu
slúðrað um sveitunga sína og rifj-
að upp gamla tíma. Þá var mikið
spjallað og hlegið, enda hlátur-
mildar og kátar systur.
Mamma okkar er nú ein eftir af
sínum stóra og góða systkinahópi
og missir hennar er mikill við frá-
fall Stellu. Þær töluðu reglulega
saman í síma í hverri viku og nú
undir það síðasta oft á dag. Í einu
símtali þeirra nú í byrjun nóvem-
ber sagði Stella við Villu sína:
„Það er allt í lagi með okkur. Við
erum svo ungar og sprækar!“ Já
þær voru alltaf ungar í anda.
Við sendum Maggó, Rósu og
fjölskyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Við eigum
eftir að sakna yndislegrar frænku
en minningin lifir í hjörtum okk-
ar.
Þorgeir, Sverrir,
Vilborg, Sigurlaug og
Sigrún Einarsbörn.
Þorgerður Þorgeirsdóttir, allt-
af kölluð Stella, er látin. Með
henni er gengin einstaklega falleg
og vel gerð manneskja. Ég kynnt-
ist Stellu seint á sjöunda áratugn-
um, þegar samstarf mitt hófst við
eiginmann hennar, Gísla Magn-
ússon píanóleikara. Við Gísli átt-
um langt og farsælt samstarf og
hann varð einn dýrmætasti vinur
sem ég hef eignast á lífsleiðinni.
Gísli lést árið 2001.
Ég varð þess fljótt áskynja að
Stella var kletturinn og verndar-
inn í lífi fjölskyldu sinnar. Æfing-
ar okkar Gísla fóru ætíð fram á
heimili þeirra hjóna að Berg-
staðastræti 65, en í því húsi
bjuggu þau frá því þau giftust ár-
ið 1955 og alla tíð síðan. Þegar
Stella lést voru árin hennar í hús-
inu orðin 60 talsins. Heimili
þeirra Stellu og Gísla var fallegt,
smekklegt og hlýlegt. Þangað var
gott að koma og æfa og eiga sam-
neyti við þessa yndislegu vini.
Stella hafði greinilega græna
fingur því blómin á heimili þeirra
voru svo undurfalleg og vel hirt
að sérstaka athygli vakti.
Alltaf fannst mér blómin
blómstra jafnt sumar sem vetur.
Ég man aldrei eftir blómum í
gluggakistum á heimilinu öðru-
vísi en blómstrandi í fögrum lit-
um. Hvernig hún fór að þessu er
mér hulin ráðgáta en segir margt
um persónuleika Stellu. Þegar
æfingar urðu langar hjá okkur
Gísla og við tókum okkur hlé var
ekki að sökum að spyrja að Stella
birtist með veitingar okkur til
hressingar. Þá er ótalin matar-
gerðarlist Stellu, en þetta var
hennar fag, sem hún kenndi í ára-
tugi. Að setjast að matarborði hjá
Stellu var unaðslegt því kunnáttu
hennar og vandvirkni var þar við-
brugðið eins og á svo mörgum
öðrum sviðum. Þau Gísli áttu
mörg falleg málverk en eitt
þeirra, sem hékk yfir flyglinum,
heillaði mig ævinlega. Þetta var
olíumálverk af Stellu eftir Magn-
ús Á. Árnason, málað á bláum
grunni af geislandi fagurri konu,
bjartri yfirlitum. Listamaðurinn
skildi greinilega persónuna Stellu
þegar hann málaði þessa mynd.
Myndin er greypt í hjarta mitt því
svona finnst mér Stella alltaf hafa
verið sem persóna. Nokkrar
manneskjur sem maður kynnist á
lífsleiðinni hafa þannig áhrif að
þær festa rætur djúpt í hjarta
manns. Slík manneskja var
Stella. Ég kveð hana með söknuði
og innilegu þakklæti fyrir þau
dýrmætu áhrif sem hún hafði á líf
mitt. Megi góður guð vernda
hana og blessa í nýjum heim-
kynnum. Öllum ættingjum og
vinum Stellu sendi ég hjartanleg-
ustu samúðarkveðjur.
Gunnar Kvaran.
Í dag kveð ég
Sigurð Ívar, besta
vin minn til margra
ára. Vinskapur okkar Sigga
hófst á fermingarárunum, þegar
hann flutti í Hafnarfjörð og hef-
ur vinátta okkar varað alla tíð.
Við vorum mikið saman þrír,
Siggi, Kristján bróðir hans og ég
Sigurður
Ívar Sigurðsson
✝ Sigurður ÍvarSigurðsson
fæddist 30. sept-
ember 1929. Hann
lést 22. nóvember
2015.
Útför Sigurðar
fór fram 11. desem-
ber 2015.
og vorum gjarnan
kallaðir Bakka-
bræður, því við vor-
um oft eins klæddir.
Ef einn okkar sást
á götu voru hinir
ekki langt undan.
Lengi vel vorum við
síðan nágrannar og
var þá mikið um
það að við aðstoð-
uðum hvor annan
þegar á þurfti að
halda. Margt höfum við brallað
saman á þessum rúmlega 70 ár-
um sem vinskapurinn hefur var-
að, höfðum báðir gaman af því að
veiða saman, þó að hann hafi nú
reynst betri á þeim vettvangi,
enda mikill veiðiáhugamaður. Á
síðustu árum höfum við verið
duglegir við að sækja heimaleiki
hjá FH saman enda báðir áhuga-
samir um knattspyrnu og sátum
í sömu sætunum á öllum leikjum.
Sigga var margt til lista lagt og
kom maður aldrei að tómum kof-
unum hjá honum þegar vélar
voru annars vegar og ekki var
hann síðri smiður. Handlaginn
með afbrigðum. Minningar um
okkar vináttu eru óteljandi og
gleymast aldrei. Ég sendi Guð-
rúnu og börnum þeirra innilegar
samúðarkveðjur og þakka fyrir
hlýhug þeirra í minn garð í
gegnum tíðina.
Guðjón Frímannsson.
Okkur langar að minnast fall-
ins vinar, Sigurðar Ívars Sig-
urðssonar, sem lést 22. nóvem-
ber. Siggi, eins og hann var
alltaf kallaður, andaðist á Sól-
vangi í Hafnarfirði, eftir stutta
veru þar. Siggi hafði átt við erfið
veikindi að stríða um nokkurt
skeið. Það sást þó ekki á honum
að svo væri fyrr en undir það
síðasta. Siggi var einstakur mað-
ur, hægur í fasi, traustur og
brosmildur. Alltaf var hann eitt-
hvað að gera, lagfæra heimafyrir
eða hjálpa öðrum.
Okkar vinskapur byrjaði þeg-
ar Siggi giftist Guðrúnu Emils-
dóttur, eða Rúnu eins og vinirnir
kalla hana. Það var gott að koma
á heimili þeirra hjóna. Alltaf tek-
ið á móti manni með brosi og
faðmlagi og margar eru veisl-
urnar sem við höfum notið hjá
þeim Rúnu og Sigga. Aðaláhuga-
mál húsbóndans var stangaveiði.
Hann var félagi í Stangaveiði-
félagi Hafnarfjarðar og starfaði
mikið fyrir félagið.
Það var gaman að fara í veiði
með Sigga. Alltaf var hann fyrst-
ur út á morgnana og þó veiði
væri treg var ekki stoppað fyrr
enn í hádeginu. Þá var hitað
kaffi og nesti tekið fram. Að mál-
tíð lokinni var það næsta að
skutla sér í koju og fá sér kríu.
Að hálftíma liðnum var risið úr
rekkju, snarast í vöðlurnar og
haldið til veiða á ný. Siggi var
alltaf tilbúinn til þess að leið-
beina veiðifélögum, ýmist um
veiðistaði eða agn sem gæti
freistað.
Nú þegar þú leitar á ný mið,
þá kveðjum við góðan vin með
söknuði og þakklæti fyrir allar
góðu stundirnar.
Við biðjum góðan Guð að
styrkja Rúnu á þessum erfiðu
tímum og sendum henni og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jóna Sigursteinsdóttir,
Guðrún Eiríksdóttir,
Viðar Janusson,
Guðlaug H. Óskarsdóttir,
Sæmundur Ingólfsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa,
langafa og langalangafa,
ÞÓRÓLFS INGVARSSONAR,
rennismiðs og vélstjóra, frá
Birtingaholti, Vestmannaeyjum, til
heimilis að Skuggagili 6 á Akureyri.
Sérstakar þakkir fær Friðbjörn
Sigurðsson krabbameinslæknir, starfsfólk á lyfjadeild og
göngudeild lyfjadeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og
Heimahlynning á Akureyri fyrir frábæra umönnun. Einnig fá
kórfélagar í Karlakór Akureyrar - Geysi og Heimir Ingimarsson
sérstakar þakkir fyrir fallegan söng. Guð blessi ykkur öll.
.
Jónheiður Pálmey Þorsteinsdóttir,
Ingunn Þórólfsdóttir,
Anna Júlíana Þórólfsdóttir,
Elva Eir Þórólfsdóttir, Björn Gestsson,
afa-, langafa- og langalangafabörn.
Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ERLA GRÓA GUÐJÓNSDÓTTIR,
fv. lögreglukona og fulltrúi hjá
sálfræðideild skóla í Reykjavík,
síðast búsett í Torfufelli 20, Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum í Reykjavík 7. desember síðastliðinn,
verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn
18. desember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á að styrkja æskulýðs- og sumarstarf KFUM og KFUK í
Vindáshlíð og Kaldárseli, Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi,
Samhjálp og Mæðrastyrksnefnd.
.
Kristján Búason,
Jóna Kristjánsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir, Rúnar Vilhjálmsson,
Búi Kristjánsson, Sif Sigfúsdóttir,
Guðjón Kristjánsson, Ragnheiður Harpa Arnard.,
Erlendur Kristjánsson, Elín Anna Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR INGI JÓNATANSSON,
Böggvisbraut 11, Dalvík,
lést þann 4. desember.
Útför hans verður frá Dalvíkurkirkju
miðvikudaginn 16. desember klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveit
Landsbjargar Dalvík.
.
Guðrún Katrín Konráðsdóttir,
Eva B. Guðmundsdóttir, Sigurður P. Gunnarsson,
Þ. Kristín Guðmundsdóttir, Garðar Guðmundsson,
Hannes I. Guðmundsson, Þóra B. Eiríksdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og
afa,
KRISTINS BJÖRNSSONAR,
fv. forstjóra,
Fjólugötu 1,
101 Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar
Landspítalans við Hringbraut fyrir einstaka umönnun.
Jafnframt sendum við fjölskyldu og vinum hugheilar jóla- og
nýárskveðjur.
.
Sólveig Pétursdóttir,
Pétur Gylfi Kristinsson,
Emilía Sjöfn Kristinsdóttir,
Björn Hallgrímur Kristinsson, Herborg H. Ingvarsdóttir,
Inga Bríet, Kristinn Tjörvi, Einar Ísak og Markús Bragi.
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri