Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 81
MINNINGAR 81 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 ✝ HallfríðurKristín Frey- steinsdóttir fæddist 27. febrúar 1928 í Glerárþorpi við Ak- ureyri. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Droplaug- arstöðum þann 22. nóvember 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðlaug Dagbjört Péturs- dóttir frá Selskerjum við Skálm- arfjörð í Barðastrandasýslu, f. 5. maí 1893, d. 13. mars 1964, og Freysteinn Sigtryggur Sigurðs- son f. 16. ágúst 1886 í Stað- artungu í Hörgárdal í Eyjafjarð- arsýslu, d. 14. febrúar 1967. Systkini hennar eru Sigríður, f. 18. ágúst 1918, d. 21. október 1991, Guðbjörg Sólveig, f. 15. maí 1924, d. 22. júní 1937, Sig- urður, f. 30. nóvember 1921, d. 17. apríl 2011, Pétur Breiðfjörð, f. 16. september 1930, og Gunnar Breiðfjörð, f. 2. maí 1932, d. 5. janúar 1935. Hallfríður, eða Halla eins og hún var ávallt kölluð, giftist árið 1951 Erni Eiðssyni, f. 7. júlí 1926, d. 19. desember 1997. Foreldrar hans voru Eiður Albertsson og Guðríður Sveins- dóttir. Börn þeirra eru 1) Eiður Arn- arson, f. 16. októ- ber 1951, d. 21. júní 2006. Fyrri kona Eiðs var Ásdís Ein- arsdóttir f. 1952, d. 2008. Eignuðust Eiður og Ásdís son- inn Einar Örn, f. 1978, sem lést 29. júní á þessu ári. Seinni kona Eiðs er Hafdís Stef- ánsdóttir, f. 1957. Fóstursonur Eiðs og sonur Hafdísar er Valur Rafn Valgeirsson, f. 1976. Sonur Eiðs og Hafdísar er Einar Rafn, f. 1989 2) Guðbjörg Kristín, fædd 29. júlí 1958, sonur hennar er Örn Bjarnar Marteinsson, f. 1998. Hallfríður lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar. Hún vann um tíma á Rannsóknarstofu Háskólans sem ung kona. Stærstan hluta starfs- ævinnar stundaði hún verslunar- og skrifstofustörf. Hún rak og átti Bókaverslunina við Álfheima 6 í Reykjavík um árabil. Hún bjó lengst af í Garðabæ. Útför Hallfríðar fór fram frá Garðakirkju 1. desember 2015. Halla frænka hefur kvatt og er farin yfir til betri heima. Við, börnin hennar Siggu systur hennar, minnumst hennar með mikilli hlýju og virðingu. Halla var alla tíð stórglæsileg kona, ávallt vel tilhöfð og hafði til að bera reisn og þokka. Það var afar notalegt að koma til Höllu og Arnar á fallega heimilið þeirra í Hörgslundinum í Garðabæ og alltaf voru móttökurnar höfðing- legar og hlýlegar. Halla var skemmtileg, létt í lund og það var alltaf tilhlökkunarefni þegar hún, Örn og börnin tvö, Eiður og Gugga Stína, komu norður í heimsókn, einkum og sér í lagi þegar stórfjölskyldan dvaldi saman í Bjarkarlundi í Vagla- skógi. Þá var nú mikið hlegið og margt brallað. Það var Höllu þung raun að missa eiginmann- inn og síðar soninn en hún hélt sinni reisn í gegnum erfitt sorg- arferlið. Hún bognaði en brotnaði ekki og hélt áfram að vera sínum stoð og stytta. Það er gott að eiga góðar minningar um gengna tíð og Halla, Örn og Eiður eiga þar sinn stað í hjörtum okkar. Hjart- ans samúðarkveðjur sendum við dóttur, tengdadóttur og barna- börnum Höllu. Baldvin, Freysteinn, Bjarni, Árni, Guðlaug, Sigríður og Jóhannes Bjarnabörn og makar. Hallfríður Kristín Freysteinsdóttir ✝ Stefán JúlíusArthúrsson fæddist 1. maí 1960 í Reykjavík. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 23. nóvember 2015. Móðir Stefáns Júlíusar var Þór- anna Stefánsdóttir frá Hraungerði í Grindavík, f. 1. febrúar 1929, d. 15. júlí 1999. Faðir hans er Arthur Sveinsson frá Norð- firði, f. 19. ágúst 1926. Hann lifir son sinn. Systkini Stefáns Júlíusar eru Rúnar Ármann, f. 1947, Brynja, f. 1949, Pétur Friðrik (Máni Hrafn), f. 1959, d. 2013, og Rut, f. 1956. Bernskuárunum eyddi Stef- án Júlíus með fjölskyldu sinni í Reykjavík, fyrst á Gríms- staðaholti en lengst af í Vogahverfi þar sem hann gekk í Vogaskóla. Hann út- skrifaðist úr járn- og blikk- smíðadeild Ármúlaskóla í Reykjavík. Nítján ára gamall hélt hann til náms í lýðhá- skólanum í Kungälv í Svíþjóð en varð að hverfa frá námi vegna veikinda, því geð- sjúkdómur sá, sem hann átti síðan við að stríða ævilangt, gerði þá fyrst vart við sig. Á unga aldri var Stefán Júlíus um tíma í sambúð með Birnu Eyjólfsdóttur, f. 1959, d. 2005, en tók síðar upp sambúð með Maríu Sigurðardóttur frá Húsavík, f. 1954. Stóð þeirra sambúð þar til María lést árið 2006. Á meðan Stefán Júlíus hafði heilsu til gegndi hann ýmsum störfum til sjós og lands, bæði í Reykjavík, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, Neskaup- stað og á Suðureyri við Súg- andafjörð. Í seinni tíð bjó Stefán Júlíus einn í íbúð að Sóleyjarima 3 en átti áfram athvarf í búsetukjarna Star- engi 6, þar sem hann bjó áður um alllangt skeið. Útför Stefáns Júlíusar fór fram í kyrrþey 3. desember 2015. Góður maður er fallinn frá eft- ir stutta baráttu við illvígan sjúk- dóm. Við kynntumst Stefáni árið 2008. Húmor og léttleiki ein- kenndi hann. Stefán var fróður maður, vel lesinn og átti til að vitna í ýmis ljóð og vísur. Hann hafði mjög gaman af orðum og merkingu þeirra og var mjög orð- heppinn sjálfur. Það var alltaf gaman að spjalla við Stefán. Hann var höfðingi heim að sækja sem hafði einlægan áhuga á fólk- inu og lífinu í kringum sig. Stefán var búinn að ganga í gegnum ýmsa erfiðleika í lífinu. Hann hafði mikið jafnaðargeð, tók hlutunum af æðruleysi og tókst á við hvert verkefni og vann það vel. Aldrei heyrði maður þennan merka mann barma sér. Það var lærdómsríkt að verða vitni að því hvað Stefáni tókst að vinna vel úr erfiðleikum og hvað hann var búinn að koma sér upp fallegu heimili. Stefán hafði jákvætt viðhorf til hlutanna og lífsspeki hans var að ekkert verkefni var honum of stórt. Ljóðið Fjallgangan eftir Tóm- as Guðmundsson endurspeglar vel lífshlaup hans og viðhorf. Lát- um við síðustu línurnar í ljóðinu verða lokaorð okkar hér. Hans er og verður sárt saknað. Minning þín lifir. Sjáið tindinn, þarna fór ég! Fjöllunum ungur eiða sór ég, enda gat ei farið hjá því, að ég kæmist upp á tindinn. Leiðin er að vísu varla vogandi nema hraustum taugum, en mér fannst bara bezt að fara beint af augum, því hversu mjög sem mönnum finnast fjöllin há, ber hins að minnast, sem vitur maður mælti forðum og mótaði í þessum orðum. að eiginlega er ekkert bratt, aðeins mismunandi flatt. (Tómas Guðmundsson) Við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð og sendum þeim hlýjar hugsanir á þessum erfiða tíma. Fyrir hönd allra í Starengi 6, Eva Dögg Júlíusdóttir. Stefán Júlíus Arthúrsson „Hæ skvísa, sæl elskan, sæll vinur, hvernig hefurðu það“, klapp á bakið eða knús. Svona heilsaði Styrmir okkur þegar hann mætti á vakt- ina, hlýlegur til augnanna og með glettið bros á vör. Styrmir var ró- legur, traustur og þægilegur vinnufélagi sem lét sér annt um samstarfsfólk sitt. Grín og glens eða spjall um daginn og veginn þegar lítið var að gera var alltaf á boðstólum og stríðni eða mein- lausir hrekkir áttu það til að líta dagsins ljós og létta manni lund- ina á vöktum. Góður vinur genginn brott góðar stundir áttum saman. Núna eiga englar gott alltaf verður á himnum gaman. Horfinn ertu, hrifinn brott harmi slegin eftir sitjum. Að kveðja vin er aldrei gott í okkar hjörtum þín við vitjum. (Bjarney Grendal) Elsku Styrmir okkar, takk fyr- ir samstarfið, góðu stundirnar og vináttuna. Við kveðjum þig með sorg og söknuði. Við vottum fjöl- skyldu Styrmis okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd eigenda og starfs- fólks á Búálfinum, Bjarney. Styrmir Jónsson ✝ Styrmir Jóns-son fæddist 4. maí 1974. Hann lést 22. nóvember 2015. Útför Styrmis fór fram 4. desem- ber 2015. Elsku Styrmir bróðir minn, þér var kippt úr lífi okkar svo snögglega. Við erum varla búin að meðtaka það að þú sért að eilífu farinn og verðir ekki með í lífi okkar nema í anda og hugsunum. Jólin sem við vorum búin að skipuleggja með þér og litlu strákunum þínum, hér í sveitinni, verða ekki að veruleika. Við sökn- um þín svo mikið, þú varst góð- menni, traustur og hjarthlýr. Börnin þín fimm voru þér allt og allt vildir þú fyrir þau gera. Þegar ég var 6 ára komst þú í heiminn, það var 4. maí 1974, þú varst svo fallegt barn með him- inblá augu. Blendnar tilfinningar bærðust með mér þegar þú komst heim af fæðingardeildinni, bæði stolt og afbrýðisemi en stoltið og vænt- umþykjan um litla bróður varð fljótt ofan á. Þremur árum síðar bættist svo einn bróðirinn við og bernska okkar var góð. Við ferðuðumst mikið innanlands með foreldrum okkar og nutum tónlistargáfu pabba, því alltaf þegar því varð komið við var spilað á gítar eða píanó og sungið. Elsku Styrmir, það var svo margt sem þú áttir eftir að gera og upplifa, 41 ár er bara of stutt á þessari jörð. Guð og góðir englar varðveiti þig og gefi þér hamingjuríka vist á himni sem þú átt svo skilið. Þín stóra systir , Berglind og fjölskylda. Elsku mamma mín, nú þegar ég kveð þig er efst í huga mér þakklæti. Fyrst og fremst fyrir að eiga vináttu þína, það er ekki sjálfgefið að mæðgur nái svo vel saman að þær njóti sam- vistanna. Þér var einkar lagið að umgangast fólk og varst ekki ein- ungis vinur minn heldur allra af- komenda þinna. Við áttum sameig- inlega áhuga á sveitinni, rækt- uninni og dýrunum sem ég á. Þú og Guðrún deilduð svo sameiginlega áhuga á menningu og listum en þar var ég úti á túni. Svona náðir þú til hvers og eins á þinn hátt. Hvar sem ég fer hitti ég fólk sem dásamar vináttu þína. Þú hafðir áhuga á að rækta líkama og sál, þar kom sterkt inn sund, jóga, bókmennta- klúbbur, félagsvist og krossgátur. Nú síðari ár fórstu oft í bingó í Hæðargarðinum og komst ósjald- an með vinninga þaðan sem og úr félagsvistinni. Handavinna hvers Sigrún Guðmundsdóttir ✝ Sigrún Guð-mundsdóttir fæddist 12. nóv- ember 1931. Hún lést 20. nóvember 2015. Útför Sigrúnar fór fram 4. desem- ber 2015. kyns, en þó aðallega prjónaskapur, var þér að skapi og hafðir þú nýlokið við að prjóna eina sokka og varst búin að kaupa í aðra. Heimili ykkar pabba var alltaf opið fyrir fjölskylduna og þið alltaf boðin og bú- in að hjálpa. Það er ekki gleymt hvað þið voruð alltaf tilbúin að passa dætur mínar og alltaf kom- um við of snemma að sækja þær að ykkar sögn. Þið voruð bæði tvö mjög dugleg og sjálfbjarga, eitt- hvað sem ég vil reyna að tileinka mér. Alla tíð komstu ekki svo í heimsókn að þú tækir ekki þátt í heimilishaldinu, braust saman þvott, gekkst frá í eldhúsinu eða hvað það var sem þurfti að gera. Þú varst aldrei gestur sem þurfti að stjana við sama hvað ég bað þig um að slaka á, ég væri fullfær um þetta. Það reyndi á þig að búa ein eftir að pabbi dó en samt vildir þú hvergi annars staðar búa en í Gaut- landinu. Við fjölskyldan gerðum okkar besta til að hlúa að þér en að öllum ólöstuðum verðum við að þakka Valdísi, vinkonu þinni, ómælda umhyggju og aðstoð. Þín dóttir, Hallfríður (Fríða). Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is Elskuleg móðir mín, HALLFRÍÐUR KRISTÍN FREYSTEINSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum 22. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Við þökkum auðsýndan hlýhug og samúð. Fyrir hönd aðstandenda, . Guðbjörg Kristín Arnardóttir. SKÚLI GUÐJÓNSSON, Dælengi 1, Selfossi, lést mánudaginn 30. nóvember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 16. desember klukkan 14. . Magnús Skúlason, Sigríður Sigurjónsdóttir, Kolbrún Skúladóttir, Sigurbergur Brynjólfsson, Aðalbjörg Skúladóttir, Bárður Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, SIGURÐAR G. SIGURÐSSONAR, sem lést 19. nóvember. . Oddhildur Guðbjörnsdóttir, Dýrfinna Hrönn Sigurðardóttir, Guðrún Birna Sigurðardóttir, Ingibjörg Erla Sigurðardóttir. Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR EYJÓLFSSONAR, Árbakka 9, Seyðisfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSA fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót á erfiðum stundum. . Sigríður Þ. Sigurðardóttir, Smári Magnússon, Guðjón Sigurðsson, Þrúður Guðmannsdóttir, Eydís Dögg Sigurðardóttir, Óli Már Eggertsson og barnabörn. Við þökkum innilega hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ÞÓRS HEIMIS VILHJÁLMSSONAR. . Ragnhildur Helgadóttir, Þórunn Þórsdóttir, Kristín Þórsdóttir, Þórir Óskarsson, Inga Þórsdóttir, Stefán Einarsson, Helgi Þórsson, Guðrún Eyjólfsdóttir. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.