Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 82

Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 82
82 INNINGAR Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður er Eric Guðmundsson. Barna- og ung- lingastarf. AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyj- um | Í dag, laugardag: Guðsþjónusta kl. 12. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Akur- eyri | Í dag, laugardag: Biblíurannsókn kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Barna- starf. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suður- nesjum | Í dag, laugardag: Biblíu- fræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Stefán Rafn Stefáns- son. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður er Birgir Óskarsson. Barna- og unglinga- starf. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnar- firði | Í dag, laugardag: Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður er Lilja Ármanns- dóttir. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu. AKRANESKIRKJA | Jólaball sunnu- dagaskólans kl. 11 í Vinaminni. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. AKUREYRARKIRKJA | Aðventu- hátíð barnanna kl. 11. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller, Sigríður Hulda Arn- ardóttir og Sigrún Magna Þórsteins- dóttir. Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur og strengjasveit frá Tónlistar- skóla Akureyrar leikur. Jólasagan og jólasöngvar. AKURINN kristið samfélag | Sam- koma í Núpalind 1 kl. 14. Biblíu- fræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta og jólaball kl. 11. Prestur Þór Hauksson ásamt Ingunni Björk Jóns- dóttur djákna. Cecilía Rán Rúnarsdótt- ir les frumsamda jólasögu. Helga Hrund Ólafsdóttir kveikir á hirðakert- inu. Undirleikur Kjartan Jósefsson Ognibene. Sameiginlegt jólaball Ár- bæjarkirkju og Fylkis að lokinni guðs- þjónustu í safnaðarheimili kirkjunnar. Jólasveinar líta inn með glaðning fyrir börnin. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. María Ágústsdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni annast sam- verustund sunnudagaskólans ásamt Jarþrúði Árnadóttur guðfræðinema. Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffi eftir messu. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson, sóknarprestur að Hofi í Vopnafirði, prédikar. Sr. Kjartan Jóns- son þjónar fyrir altari. Kór Ástjarnar- kirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Meðhjálpari er Sigurður Þórisson. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jóns- dóttur. BESSASTAÐAKIRKJA | Jóla- og að- ventuhátíð barnanna kl. 11. Settur verður upp helgileikur. Umsjón með stundinni hafa Fjóla, Sigrún Ósk og sr. Hans Guðberg. Hljómsveitin Læri- sveinar Hans leikur undir stjórn Bjarts Loga organista. BORGARPRESTAKALL | Aðventu- hátíð barnanna í Borgarneskirkju kl. 11. Messa í Borgarkirkju kl. 14. Organisti Steinunn Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Gísli Jónasson. Félagar úr kór Breiðholtskirkju leiða safnaðar- söng, organisti er Örn Magnússon. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Steinunnar Leifsdóttur. Kirkjukaffi á eftir. Ensk messa kl. 14. Prestur Toshiki Toma, organisti er Örn Magnússon. BÚSTAÐAKIRKJA | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar í fjölskyldusamveru í Bú- staðakirkju kl. 11. Samvera fyrir alla fjölskylduna, þar sem jólalögin eru sungin. Börn úr Fossvogskóla flytja jólaguðspjallið í helgileik. Þennan sunnudag er ein messa kl. 11. DIGRANESKIRKJA | Jólaball sunnu- dagaskólans hefst kl. 11 með helgi- stund í kirkjunni en síðan verður geng- ið til kapellu þar sem dansað verður í kringum jólatréð. Eftir samveruna verður kakó og smákökur í safnaðar- sal. Tónleikar Söngvina kl. 16 í kirkj- unni. Dómkirkja Krists konungs, Landa- koti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku, kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18 og má., mi. og fö. kl. 8, laug. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars organista. Barna- starf á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Norsk messa kl. 14, séra Þorvaldur Víðisson þjónar, organisti er Kári Þormar og Dómkórinn syngur. FELLA- og Hólakirkja | Jólahátíð sunnudagaskólans kl. 11. Dansað kringum jólatré, jólalög sungin og jóla- sveinn mætir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11.Aðventukvöldvaka kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudaga- skólanum lýkur með hátíðarstund kl. 11. Biblíufræðsla og brúðuleikrit í kirkjusalnum, síðan dansað í kringum jólatré og sungið í kaffisalnum. Síðan hressing og föndur. Almenn samkoma kl. 13 þar sem Pétur Erlendsson pré- dikar og tónlistarhópur kirkjunnar leið- ir lofgjörð. Gæsla fyrir börn, kaffi og samvera í lokin og verslun kirkjunnar verður opin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Jólastund barnanna hefst kl. 14 með stuttri helgistund. Aðventukvöld kl. 20. Fjöl- breytt tónlist. Ræðu flytur Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Séra Hjörtur Magni stýrir stundinni. Fram koma Guðrún Gunnarsóttir söngkona, Sönghópurinn við Tjörnina, Gunnar Hrafnsson kontrabassi, Snorri Sigurð- arson, trompet, Matthías Hemstock, slagverk, og Gunnar Gunnarsson, píanó. FÆREYSKA sjómannaheimilið | Leygardagin kl. 14 verður familjumøti við Kristiannu og Torleif Johannesen av Nesi. Sunnudagin kl. 16 verður møti við Torleif Johannesen, sjómans- trúboðara. Eftir møtini er drekkamuður at fáa. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sameiginlegt upphaf í barnastarfi. Prestur Jón Ómar Gunnarsson. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Val- mars Väljaots. Tónleikar kórs Glerár- kirkju kl. 16. GRAFARVOGSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Jólasveinar og jólaball. Séra Guðrún Karls Helgudótt- ir og Þóra Björg Sigurðardóttir sjá um stundina. Undirleikari er Stefán Birki- sson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Sig- urður Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi syngur. Organisti: Hilmar Örn Agnarsson. Sameiginlegur sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11 með jólasveinum og jólaballi. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barna- starf kl. 11, í umsjá Silvíu, Ástu Lóu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Sam- skot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Kór frá Domus vox syngur, skólastjóri Margrét J. Pálmadóttir. Organisti Ásta Haralds- dóttir. Prestur Ólafur Jóhannsson. Kaffi eftir messu. Hversdagsmessa á fimmtudag kl. 18.10-18.50. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist. GRUND dvalar- og hjúkrunarheim- ili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrr- um þjónandi presta í hátíðasal Grund- ar kl. 14. Séra Sigfús J. Árnason þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur Sigurjón Árni Eyjólfsson, org- anisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríð- arkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Ás- bjargar Jónsdóttur og Valbjörns S. Lilliendahl. Meðhjálpari Kristbjörn Árnason. Kirkjuvörður Lovísa Guð- mundsdóttir. Kaffi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Jóla- ball kl. 11. Gengið í kringum jólatréð, Sveinki lítur inn. Jólavaka við kertaljós kl. 20. Ólöf Nordal innanríkisráðherra flytur ræðu. Barbörukórinn og ung- lingakór kirkjunnar syngja. Hljóðfæra- leikur. Í lok stundarinnar er kirkjan myrkvuð og kveikt verður á kertum við- staddra. Kakó og piparkökur í safnað- arheimilinu á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt sr. Leonard F. Ashford, hópi messuþjóna og fermingarungmenn- um. Kvennakór Háskóla Íslands syng- ur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Organisti er Björn Steinar Sólbergs- son. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Rósa Árnadóttir og Sólveig Anna Aradóttir. Bænastund mánud. kl. 12.15, fyrirbænaguðsþjón- usta þriðjud. kl. 10.30, kyrrðarstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11 á 50 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Bisk- up Íslands, frú Agnes M. Sigurðardótt- ir, prédikar. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti Kári Allansson. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Eiríkur Jó- hannsson þjóna fyrir altari. Aðventu- söngvar við kertaljós kl. 20. Minnst 50 ára vígsluafmælis kirkjunnar. Tómas Sveinsson, fv. sóknarprestur, flytur há- tíðarræðu. Fermingarbörn lesa ritning- arlestra. Karlakórinn Esja syngur. Org- anisti Kári Allansson. Veitingar í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjáns- son þjónar. Organisti Guðný Einars- dóttir. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng og messusvör. Sunnudagaskóli kl. 11 á neðri hæð. Jólaball að sunnu- dagaskóla loknum. hjallakirkja.is HJÚKRUNARHEIMILIÐ EIR | Aðven- tuguðsþjónusta kl. 15.30. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Þorvaldur Halldórsson spilar og syngur frá kl. 15. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma kl. 13. Edda M. Swan prédikar. Barnastarf á sama tíma. UNIK verður með basar. Samvera og kaffi eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Jólaball kl. 11 í Keflavíkurkirkju. Félagar úr kirkju- kórnum halda uppi stemningu á árlegu jólaballi Keflavíkurkirkju. Nokkrir sveinar koma með hollt góðgæti. Sunnudagskvöld kl. 20. Aðventukvöld - Kór Keflavíkurkirkju syngur jólalög ásamt börnum í skapandi söng- og leiklistarstarfi kirkjunnar. Stundin er í umsjón Arnórs organista, sr. Erlu og sr. Evu Bjarkar. Kirkjulundur fimmtu- daginn 17.12. Kl. 9-12 verður úthlut- un á jólaaðstoð til umsækjenda. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Börn frá leikskólanum Kópasteini flytja helgi- leik. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni, sem er leidd af sr. Sigurði Arnarsyni og Þóru Marteinsdóttur. Lenka Mátéová annast undirleik. LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og prédikar. Kór Vogaskóla undir stjórn Jóhönnu Hall- dórsdóttur syngur fyrir kirkjugesti. Birna Kristín Ásbjörnsdóttir spilar und- ir. Ingbjörg Hrönn Jónsdóttir tekur á móti börnum í sunnudagaskólanum. Messuþjónar og fermingarbörn að- stoða við messuhald. Kaffi, djús og piparkökur eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA | Jólaball kl. 11. Stutt helgistund í upphafi og síðan dansað í kringum jólatré. Jólasveinar mæta. Styrktartónleikar Kvenfélags Laugarneskirkju kl. 17. Allur ágóði fer til bágstaddra í hverfinu. LÁGAFELLSKIRKJA | Jólastund barnastarfsins verður í Lágafellskirkju kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir, sr. Arndís Linn og Hreiðar Örn leiða stundina. Organisti er Keith Reed. Jólasveinn heimsækir kirkjuna í lok athafnar. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Aðventuhátíð kl. 20. Kór Lindakirkju, stjórnandi Óskar Ein- arsson, við undirleik hljómsveitar skip- aðrar Friðriki Karlssyni, Jóhanni Ás- mundssyni og Sigfúsi Óttarssyni. Unglingagospelkór Lindakirkju, stjórn- andi Áslaug Helga Hálfdánardóttir. Gestasöngvarar eru Eyþór Ingi, Hera Björk og Regína Ósk auk Hálfdáns Helga og söngtríósins Harmony. Að- gangur er ókeypis. Húsið opnað kl. 18.30. NESKIRKJA | Ljósamessa og barna- starf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Fermingarbörn lesa, leiða bænagjörð og tendra ljós. Félagar úr Kór Nes- kirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngur og sögur í barna- starfinu. Umsjón Sigurvin, Andrea, Katrín, Oddur og Ari. Seld verða kerti fyrir Hjálparstarf kirkjunnar eftir messu. Samfélag og kaffi á Torginu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarð- vík | Sunnudagaskóli kl. 11 í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Umsjón hafa María og Heiðar. Reykhólakirkja | Aðventukvöld kl. 20. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Að- ventuguðsþjónusta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir organisti leiðir al- mennan safnaðarsöng. Í lokin verður talað sérstaklega við börnin og sung- ið. Prestur Kristinn Ágúst Friðfinns- son. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Hvernig notum við tímann? Ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. Túlk- að á ensku. Barnastarf. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Biblíusaga og jólasöngvar. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts spilar. Nýr límmiði og mandarínur í lok- in. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel, Kór Selja- kirkju syngur. Kaffi að guðsþjónustu lokinni. Tónleikar Karlakórsins Fóst- bræðra kl. 17. Auður Gunnarsdóttir syngur einsöng, stjórnandi er Árni Harðarson. Enginn aðgangseyrir. SELTJARNARNESKIRKJA | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Pálína Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi ásamt leiðtogum. Sóknarprestur þjónar. Org- anisti kirkjunnar leikur á orgelið. Jóla- sveinninn færir börnunum gjafir. Kaffi- veitingar. Flóamarkaður á neðri hæð kirkjunnar. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Að- ventukvöld kl. 18. Kór Seyðisfjarðar- kirkju syngur og leiðir almennan safn- aðarsöng. Kórstjóri er Sigurbjörg Kristínardóttir, organisti er Sigurður Jónsson og flautuleikari Berglind Hall- dórsdóttir. Ljósaþáttur í flutningi ferm- ingarbarna. Börn úr TTT-starfi flytja helgileik. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir hefur umsjón með stundinni og með- hjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Egill Hallgrímsson. Org- anisti Jón Bjarnason. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður er Jóhanna Magnús- dótir, prestur á Sólheimum. Skálholts- kórinn syngur. Unglingar úr Bláskóga- skóla flytja tónlist undir stjórn Karls Hallgrímssonar. Fermingarbörn sjá um ljósastund. Kristján Valur Ingólfsson Skálholtsbiskup og Egill Hallgrímsson sóknarprestur flytja ávörp, ritningar- orð, bænir og blessunarorð. Organisti og kórstjóri er Jón Bjarnason. VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli og jólaball kl. 11. Englarnir Ketill og Kanna segja jólaguðspjallið og Heiðar Örn Kristjánsson stýrir söng ásamt Helgu Björk Jónsdóttur. Síðan er jóla- ball í safnaðarheimili. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjölskylduhátíð kl. 11. Börn sýna helgi- leik í umsjá Bryndísar Svavarsdóttur. Organisti er Helga Þórdís Svavarsdótt- ir. Prestur er Bragi J. Ingibergsson. Kaffi, djús og kex eftir guðsþjónustu. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Aðventu- samkoma kl. 17. Voces Masculorum syngur. Börn frá Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar leika á hljóðfæri og kór kirkj- unnar leiðir almennan söng. Sunnu- dagaskóli kl. 11 í umsjá Maríu og Heiðars. Stefán organisti leikur undir söng. Kaffi, djús og kökur að skóla loknum. ÞORLÁKSKIRKJA | Orgelstund kl. 20 þriðjudag 15. desember. Látinna minnst. Bægisárkirkja Orðsending Jóhannesar. (Matt. 11) ✝ Ólöf (Ollý)Finns Stanleys- dóttir Svendsen fæddist í Vestmannaeyjum 8. maí 1936. Hún lést 1. desember 2015 á hjúkrunar- heimili í Klæbu í Noregi. Hún var dóttir hjónanna Stanleys Alexanders Guðmundssonar, f. 1901, d. 1940, og Sigrúnar Finnsdóttur, f. 1894, d. 1973. Systkini hennar eru Ingibjörg, f. 1924, Greta Ís- fold, f. 1927, Perla Finnborg, f. 1929, Sigurður Heiðar, f. 1931, d. 2010, Guðrún Ída, f. 1934. Ólöf tók ljósmæðrapróf 1961 og vann á Fæðingarheimili Reykjavíkur, Fyl- kessykehuset í Molde og fæðing- ardeild í Þránd- heimi. Hún giftist Gunnari Emil Svendsen frá Þrándheimi, f. 11.11. 1931, d. 2014. Dætur þeirra eru: 1) Linda Sigrún, f. 1967, börn hennar eru Adelen, Mar- ielle, Andeas og Emilie. Dóttir Marielle er Martine. 2) Angelica, f. 1970, maður hennar er Kjeld Inge Iversen. Börn þeirra eru tvíburarnir Alexander og Ing- rid, f. 2004. Útför Ólafar fór fram frá kirkjunni í Klæbu fyrir sunnan Þrándheim 10. desember 2015. Þegar ég var tveggja ára fæddist litla systir mín heima í Vestmannaeyjum. Þegar ljós- móðirin kom heim skildist mér að nú ætti að afhafast eitthvað með nýfædda barnið. Ljósmóð- irin og mamma fóru fram í eld- hús til að hita vatn. Mér þótti þær vera of lengi svo ég fór rakleiðis að vöggunni, tók upp litlu systur mína og bar hana fram til þeirra. Þegar þær sáu mig koma með ungbarnið þorðu þær varla að draga and- ann af ótta við það að ég myndi missa Ollý litlu og stórslasa hana. Þessu man ég að sjálf- sögðu ekki eftir sjálf, en mamma sagði mér frá því þegar ég komst til vits og ára. Allt frá þessari stundu héldum við Ollý saman gegnum bernskuna í Eyj- um. Við vorum yngstar af systk- inahópnum og skildum hvor aðra svo vel. Eftir að ég giftist Smára og flutti með honum í Kópavoginn kom hún oft til okk- ar, þar sem við áttum góðan tíma saman. En það kom svo að því að hún kynntist ástinni í lífi sínu, honum Gunnari og flutti til hans til Noregs. Um það leyti fæddist yngsta dóttir okkar Smára og tók hann ekki annað í mál en að hún fengi nafnið hennar frænku sinnar. Svo við fengum litla Ollý í staðinn og héldum nafninu hennar hjá okk- ur. Eftir að ég missti Smára 1995 fór ég næstum árlega til Þránd- heims í heimsókn þau 11 ár sem ég var ekkja. Þá gátum við ferðast saman. Alltaf var stutt í gleðina og hláturinn. Stundum náðum við varla andanum, við hlógum svo mikið. Þetta var al- veg eins og þegar við vorum með mömmu í gamla daga. Það var greinilegt að við fengum hláturgenin frá henni. Ollý var mjög trúuð kona og gat alltaf séð björtu hliðarnar í bland við alvöru lífsins. Hún var mikill sáttasemjari og vildi lifa lífinu í sátt og samlyndi við Guð og menn. Ég er svo fegin að við Ollý yngri gátum farið í heimsókn til litlu systur minnar í lok sept- ember síðastliðins. Við gátum bæði hlegið og grátið saman. Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta yrði í síðasta skipti sem við myndum hittast hér á jörð. Við vorum báðar svo heppnar að hafa þá fullvissu að við myndum fá að sjást og vera saman aftur þegar Jesús kemur að sækja okkur heim til sín. Þá verður örugglega hlegið mikið og haft gaman. Lífið mitt hefur verið dýr- mætara vegna þess að ég átti þessa ástríku systur. Ég þakka henni fyrir allt og allt. Megi góð- ur Guð styrkja og styðja litlu fjölskylduna hennar í Noregi Ída systir. Frá sumarmóti á Klausturhól- um í Grímsnesi varðveitist enn í huganum 70 ára gömul mynd af móður með barni sínu. Móðirin hét Sigrún Finnsdóttir frá Vest- mannaeyjum sem í sumarsólinni greiddi síða lokka átta ára dótt- ur sinnar, hennar Ollýjar. Móð- urástin og umhyggjan lýsti úr andliti hennar, og það var aug- ljóst af svip stúlkunnar að henni þótti mjög vænt um mömmu sína. Mér var sagt að Sigrún hefði misst mann sinn frá sex börn- um. Þegar komið var kvöld og góðu dagsverki var lokið tók við kvöld- og næturvinnan hjá henni til að ná endum saman. Hún saumaði vandaðan fatnað á eyj- arskeggja. Börnin hennar nutu þess líka að hún var fær með nálina og þá saumavél sem kaupmaðurinn lét hana hafa gegn borgun þegar hún gat látið hann hafa eitthvað af því sem hún fékk fyrir saumaskapinn. Þarna var fögur íslensk móðir til fyrirmyndar. Á sumarmótum sem þessum hlupu börnin hvert innan um annað í leikjum og sú kynning okkar entist ævilangt. Mörgum árum síðar varð ég ekkjumaður og stuttu eftir það hringdi Ollý í mig. Með hlýjum rómi veitti hún mér alla sína samúð. Samtalið barst að Ídu, eldri systur henn- ar, sem hafði þá verið ekkja í 11 ár. Henni fannst að ég ætti að hafa samband við hana. Þess vegna stend ég í þakkarskuld við Ollý fyrir skilning hennar og samúð. Nú hefur stóra systir hennar verið styrkur minn og hughreyst mig síðastliðin 10 ár. Guð blessi minningu Ollýjar. Jóhann Þorvaldsson. Með ást og virðingu sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur og þökkum fyrir þær ánægjustundir í gegnum árin sem elskuleg Ollý okkar hefur veitt okkur. Minningin góða um litlu systur hennar mömmu mun lifa áfram í hjörtum okkar. Okk- ur þykir leitt að geta ekki fylgt henni síðasta spölinn, en kveikj- um á kertum og hugsum til elskulegu litlu fjölskyldunnar hennar í Noregi. Angelica, Kjell Inge, Ingrid, Alexander, Linda, Börge, Adelen, Marielle, Thom- as, Andreas, Emilie og litla Martine. Guð styrki ykkur og styðji á erfiðri sorgarstundu. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson) Írsk bæn Perla, Lilja, Birna, Heiðar, Ollý og Birgir, Smára og Ídu börn á Íslandi. Ólöf (Ollý) Finns Stanleysdóttir Svendsen
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.