Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 90

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 90
90 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Ragnar Ingi Sigurðsson endurheimti Íslandsmeistaratitilinnsinn í skylmingum fyrir mánuði eftir að hafa tekið sér hlé fráÍslandsmótinu í fimm ár. Alls hefur hann unnið titilinn 14 sinnum. „Það blundaði alltaf í mér að byrja aftur og þetta er svo rosa- lega skemmtilegt að ég hugsa að ég hætti aldrei í þessu. Á næsta ári get ég líka farið að keppa í öldungaflokki.“ Ragnar Ingi hefur orðið Norðurlandameistari átta sinnum. „Ég ætla að setja stefnuna á að verða Norðurlandameistari bæði í opnum flokki og öldungaflokki á næsta ári. Það hefur, held ég, aldrei gerst áður. Svo ætla ég líka að keppa á Evrópumótinu í öldungaflokki.“ Ragnar Ingi hefur verið yfirþjálfari hjá skylmingadeild FH síðan 2003 en FH hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppni í tíu ár í röð auk þess að hafa orðið Norðurlandameistari í liðakeppni. „Ég byrjaði í skylmingum 1992 þegar eldri systir mín ákvað að prófa þær og við tvíburasystir mín fórum með henni. Þær voru í viku en ég hef verið hér síðan. Ég fór líka snemma að þjálfa, byrjaði að að- stoða Nikolay Mateev hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur árið 1995. Ég lærði mikið af Nikolay; hann byggði upp íþróttina hér á landi en hann er frá Búlgaríu. Svo hef ég tekið ýmis námskeið.“ Ragnar Ingi er íþróttakennari í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og segir fátt annað en íþróttir komast að hjá sér. Börn Ragnars Inga eru Viktoría Huld 13 ára og Jörundur Ingi 10 ára. Tvíburasystir hans heitir Helga Rut og eldri systirin er Erla Björg. Svo á hann eina yngri systur sem heitir Hrefna. „Það verður fjölskylduhittingur í kvöld, þakkargjörðarstemning því það verður kalkúnn í matinn með öllu tilheyrandi.“ Morgunblaðið/Golli Skylmingameistarinn Ragnar Ingi hefur fjórtán sinnum orðið Íslandsmeistari og átta sinnum Norðurlandameistari. Endurheimti titilinn Ragnar Ingi Sigurðsson er 39 ára í dag G ísli fæddist í Súðavík 12.12. 1945 og ólst þar upp fyrstu árin en flutti á Akranes 1951. Gísli lauk gagnfræða- skólaprófi á Akranesi 1962, vélvirkja- prófi frá Iðnskóla Akraness 1968, stundaði nám í sementsvélaviðhaldi hjá Ålborg Portland í Danmörku 1976-77, lauk vélstjóraprófi frá FV 1982 og öðlaðist skipstjórnarréttindi fyrir 30 tonna báta 1989. Hann tók steypustjóraréttindi hjá Ístaki 2011. Gísli fór háseti á síldarbát er hann var 13 ára og var á síld fyrir Norður- landi í fjögur sumur: „Ég náði í skott- ið á síldarstemningunni á Siglufirði, var t.d. á táragasballinu fræga 1959, þegar lögreglan varð að nota gas til að skakka leikinn. Ég var of ungur til að smakka vín en var „flöskupassari“ fyrir skipsfélaga mína meðan þeir stigu dans og slógust.“ Gísli var verkamaður hjá Sements- verksmiðju ríkisins frá 1963, vél- Gísli S. Einarsson, fyrrv. bæjarstjóri og alþingismaður – 70 ára Í vinahópi Gísli á fundi Alþjóðaþingmannasamtaka með Magnúsi Stefánssyni, Einar K. Guðfinnssyni og Geir Haarde. Fyrrverandi bæjarstjóri er nú alsæll við beitningu Glæsileg brúðhjón Brúðkaupsmynd af Gísla og Ólöfu Eddu fyrir 51 ári. Sunnudaginn 13. des. nk. verður frú Kristín Erla Guð- mundsdóttir kaupmaður, Sunnubraut 8, Garði, 70 ára. Eiginmaður Krist- ínar er Sigurður Ingvarsson raf- verktaki. Í tilefni afmælisins ætla Kristín Erla og fjölskylda hennar að taka á móti gest- um í Miðgarði, Gerðaskóla, þann sama dag frá kl. 15.00-17.00. Gjafir eru afþakkaðar, en söfnunar- baukur verður á staðnum og allur ágóði mun renna til NES, íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum. Árnað heilla 70 ára Reykjavík Katla Sif Ketilsdóttir fæddist 16. september 2015 kl. 4.17. Hún vó 3.456 g og var 48 cm löng. For- eldrar hennar eru Birna Sif Sigurðardóttir og Ketill V. Björnsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Kringlunni - 103 Reykjavík - Sími 578 8989 - www.myrinstore.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.