Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 92

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 92
92 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Alltaf feti framar gómsætur feti í salatið ogmeðmatnum Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það verður ekki gott að sjá hverjum er treystandi næstu sólarhringana, svo þú skalt undirbúa þig vel. Ekki bera þig saman við aðra. 20. apríl - 20. maí  Naut Það reynir á trúnaðinn og ákveðnina, þegar taka þarf ákvarðanir í viðkvæmum málum. Vertu andlit þolinmæði, samúðar og ástar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Leit þín að lífssannindum kann að leiða þig á skrítnar brautir. Taktu þér tíma til þess að íhuga stöðu þína í tilverunni. Fáðu fólk með þér í heilsuátak þitt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver utanaðkomandi öfl eru að rugla með skipulag þitt. Taktu hugmyndum vinar opnum huga því þær gætu verið hið eina rétta svar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt það á hættu að dragast inn í valdabaráttu á vinnustað þínum. Fyrsta skrefið í átt að heimsfriði er að skapa frið innra með þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að eyða eins miklum tíma til útivistar og þú mögulega getur. Reyndu að veita vini stuðning, því samúð og skilningur hjálpar í amstri dagsins. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur enginn beðið um meira en að þú gerir þitt besta. Það er engum blöð- um um það að fletta að þú átt aðdáanda. Sá vægir sem vitið hefur meira segir mál- tækið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eitthvað óvænt og ánægjulegt gæti komið í þinn hlut á leiðinni í vinnuna í dag. Sendu þakkarbréf, hringdu eða hugs- aðu til fólks með þakklæti í hjarta. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú verður að skipuleggja starf þitt betur ef þú átt að koma einhverju í verk. Þú brýtur heilann um kjaftasögur sem ganga um vin þinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú ert í vafa um hvaða leið þú eigir að velja þá skaltu staldra við og velta hlutunum betur fyrir þér. Láttu aðra vita af því sem þú hyggst gera á nýju ári. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú verður ekki lengur undan því vikist að ganga frá þeim leiðindamálum, sem þú hefur verið að humma fram af þér. Að hika er sama og tapa. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt rödd hjartans eigi enginn að hunsa getur verið gott að láta höfuðið ráða endrum og sinnum. Ekki gefa höggstað á þér. Síðasta laugardagsgáta var eftirGuðmund Arnfinnsson og „gerð í fljótheitum“: Nafnið margur maður ber. Mun á orfi vera. Skelfilegur skröggur er. Í skilvindu í hringi fer. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Margur halur heitir Karl. Hæll á orfi nefnist karl. Gerist maður gamall karl. Geysist hringina skilkarl. Árni Blöndal leysir gátuna þannig: Margan Karl – ég kenni hér Karl á orfi – neðri hæll. Skröggur – Grýlu sonur er. Skilkarl – rjóma gefur mér. Helgi Seljan svarar: Karlsheitið okkur kunnugt er, karlinn á orfi mínu fann. Skröggurinn gamall skrönglast hér, skilvindu mun knýja hann. Og bætir síðan við: „Svo var séra Hjálmar hjá okkur eldri borgurum á aðventustund og fór auðvitað á kostum:“ Með höfuðstöfum hérna skálmar, honum lúta orðsins pálmar. Andríkinu ekkert tálmar, er yrkingunum sinnir Hjálmar. „Vonandi dugar þetta svar,“ segir Helgi R. Einarsson. Þó mig skorti dáð og dug og drífandi því teljist varla, datt mér einna helst í hug að hérna væri átt við karla. Síðan bætir hann við: „Nú gnauð- ar hressilega á glugga, en inni ríkir bjartsýnin: Ég ei á mínu liði ligg er laufabrauð er skorið. Súrmetið á þorra þigg, því næst kemur vorið.“ Svar Guðmundar er: Nafnið Karl hér algengt er. Á orfi karl þú finnur víst Karl afgamall kveðja fer. Karl í skilvindunni snýst. Síðan er limra: Limruna listfengi meður á labbi þá gott er veður kerlingar til að taka í spil – Laugavegskarlinn kveður. Og enn sem fyrr sendir Guð- mundur þættinum gátu: Milli fjalla finna má hann. Flötum lófa ýmsir slá hann. Margir vilja í veskið fá hann. Vafra í skógi oft má sjá hann. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Saman fer karl og kýll Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ÁKVAÐ AÐ MÆTA Í DAG. BILLJARDSTOFAN ER FULL.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... betri en rafmagns- teppi. KÆRA „SPYRJUM HUND“… „HVER ER GÓÐUR LÍTILL HUNDUR?! ESSASÚ?! HA?! HA?!“ ÉG GET EKKI LESIÐ MEIRA AF ÞESSU HELGA, ÞAÐ ER EKKI AÐ ÉG NJÓTI EKKI SAM- VERUSTUNDA OKKAR EN… USSS! EKKI LÁTA ORÐ STANDA Í VEGINUM! SÉRSTAKLEGA ÞEGAR ÉG ER AÐ REYNA AÐ EINBEITA MÉR! MEGRUNAR- MIÐSTÖÐ Í hádegis- mat, kem aftur eftir 150 kaloríur Það eru engin takmörk fyrir þvíhvað hægt er að framleiða af dóti, og þá sérstaklega af barna- leikföngum. Kynstrin öll af hinum ýmsu leikföngum troðfylla dótabúð- irnar hvar sem drepið er niður fæti í heiminum. x x x Víkverji brá undir sig betri fæt-inum og ferðaðist til útlanda fyrir skemmstu. Eins og margra foreldra er siður þá lögðu þeir sig í líma um að kaupa eitthvað til að gleðja barnið við heimkomuna. Það var ekki síst gert í þeim tilgangi til að friða sína eigin samvisku yfir því að hafa yfirgefið barnið sem var að sjálfsögðu í vellyst- ingum hjá ömmu og afa og kippti sér ekki mikið upp við fjarveru þeirra. x x x Áður en haldið var af landi brottfékk Víkverji og betri helmingur hans skýr fyrirmæli frá barninu um það sem það óskaði sér helst af öllu. Póníhestadúkka var það, heillin. Ekki póníhestur eins og litli ormurinn á talsvert af. Ekki póníhestabangsi eins og litla krúttið á einnig. Heldur póní- hestadúkka. Já, og það er til. Þrátt fyrir að það stríði gegn öllum lög- málum því hestur er hestur og er með fjóra fætur þá gengur þessi svokall- aða póníhestadúkka á tveimur upp- réttum og minnir ekki vitund á póní- hest, ekki nema þá helst eyrum sem eru eins og á hesti. Annað er það ekki. x x x Í fyrstu hélt Víkverji að barnið væriað bulla og efaðist um að þetta væri til. Hann ætlaði í fyrstu að kaupa bara venjulegan póníhest. Þegar betur var að gáð í hillur dóta- búðarinnar þá sá hann glitta í nokkr- ar gerðir af þessum skrautlegu dúkk- um. x x x Barnið var glatt og ánægt. Þá ermarkmiðinu náð. Þó Víkverja finnist hann vera ofurseldur mark- aðsbrellum leikfangaframleiðenda þá lætur hann þetta eftir barninu. Hversu langt ganga foreldrar ekki í að uppfylla óskir barna sinna, þó það þýði skrítið dót á óskalistanum. víkverji@mbl.is Víkverji Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh 3:16)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.