Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 98
98 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Hagnýtar jólagjafir
Öflugur tjakkur 2.25 T
lyftihæð 52 cm
19.995
Viðgerðarkollur
hækkanlegur
7.995 Vönduð
útskurðarjárn í
trékassa 12 stk.
Multi Socket 9-21 mm,
komið aftur
19.995
Mössunarvél 1200W
16.895
3.995
Vinnuljós LED,
hleðslu
Útvarps-
heyrnahlífar
Fjölsög Höfftech
7.995
3.895
8.495
Viðgerðarbretti
Verkfærasett 82 stk.
4.995
Gaman að láta hræða sig
Grimmi tannlæknirinn
bbbbn
Texti: David Walliams.
Myndskreytingar: Tony Ross.
Íslensk þýðing: Guðni Kolbeinsson.
Bókafélagið, 2015. 443 bls.
Grimmi tannlæknirinn eftir David Walliams
er besta bók höfundar sem undirrituð hefur
lesið. Walliams daðraði við ákveðna viður-
styggð í skáldsögu sinni Rottuborgari en í
tannlæknabókinni dembir hann sér af fullum
krafti út í hryllinginn
með afar skemmtilegum
hætti. Til að lesendur
velkist ekki í neinum vafa
um við hverju megi búast
er áberandi viðvörum
með hástöfum fremst í
bókinni – og ekki vanþörf
á. En hver vill ekki láta
hræða sig smávegis?
Sagan hverfist um
hinn 12 ára Álf sem býr
hjá einstæðum og heilsu-
veilum föður sínum sem hann elskar út af líf-
inu. Álfur er sjúklega hræddur við tannlækna
og bera tennur hans þess merkis. Dag einn
fara undirlegir atburðir að gerast í bænum
þeirra. Börn sem leggja barnatennur sínar
undir koddann í von um glaðning frá tannálf-
inum finna þess í staðinn ógeðslega hluti á
borð við dauða snigla, kattaskít og iðandi
leðurblökuvængi. Um leið og tannlæknir bæj-
arins deyr með voveiflegum hætti birtist frök-
en Rót og er tilbúin að taka við keflinu. Hún
er hins vegar ekki öll þar sem hún er séð. Álf-
ur og Gabríella vinkona hans gruna fröken
Rót um græsku og reynast hafa rétt fyrir sér.
Við tekur æsispennandi atburðarás þar sem
allar tennurnar eru dregnar úr barni og önnur
lykilpersóna lætur lífið.
Walliams er afar flinkur penni og kann að
byggja upp spennandi fléttu. Stíllinn og per-
sónur bókarinnar eru ýkt, en virka vel í öllum
hryllingnum. Teikningar Tonys Ross eru sér-
deilis vel heppnaðar sem og ýmsar þær letur-
breytingar sem notaðar eru til að undirstrika
bæði hljóð og óhljóð. Gaman er að sjá sjoppu-
eigandanum Bótólfi bregða fyrir, en hann hef-
ur verið aukapersóna í öllum fyrri skáldsögum
Walliams, en fær aukið vægi í Grimma tann-
lækninum.
Kunnuglegt stef
Gummi og huldufólkið
bbbnn
Texti: Dagbjört Ásgeirsdóttir.
Myndir: Karl Jóhann Jónsson.
Óðinsauga, 2015. 32 bls.
Gummi og huldufólkið er fimmta bókin í
bókaröð Dagbjartar Ásgeirsdóttur um
Gumma og Rebba sem út kemur frá árinu
2012. Sem fyrr er Gummi staddur í sveitinni
hjá ömmu sinni og afa og lendir þar í ógöng-
um. Að þessu sinni álpast Gummi inn í álfa-
klett við litla hrifningu álfakóngsins Tístrams
sem lætur hneppa hann í varðhald með hót-
unum um að hann sleppi aldrei út aftur. Þar
kynnist hann velviljuðum húsálfi sem sendur
er af Eyðfríði álfa-
drottningu sem
hyggst hjálpa honum
út. Honum til hjálpar
kemur einnig Sól-
birta, móðir Tístrams,
sem stendur í þakkar-
skuld við fjölskyldu
Gumma og vill launa
góðvildina. Athygli
vekur hversu ólík við-
brögð kynjanna eru í
álfheimum. Karlarnir
eru, að húsálfinum einum undanskildum,
refsiglaðir og reiðir meðan konurnar eru
skilningsríkar og góðar.
Sem fyrr eru myndir Karls Jóhanns Jóns-
sonar afar tjáningarríkar, líflegar og litskrúð-
ugar. Dagbjört skrifar lipran texta og leitast
við að nota blæbrigðaríkt tungumál. Fram-
vindan er hins vegar aðeins of kunnugleg í
nýjustu bókinni, en þetta er þriðja bókin í röð
um Gumma þar sem hann lokast inni og þarf
að láta bjarga sér, og jafnframt þriðja bókin
þar sem góðhjörtuð kona kemur til hjálpar.
Vel heppnuð léttlestrarbók
Skúli skelfir og múmían
bbbnn
Texti: Francesca Simon.
Myndir: Tony Ross.
Íslensk þýðing: Guðni Kolbeinsson.
JPV útgáfa, 2015. 76 bls.
Skúli skelfir og múmían eftir Francescu
Simon er með betur heppnuðum bókum um
hrekkjalóminn skelfilega sem greinarhöf-
undur hefur lesið. Bókin geymir aðeins eina
langa sögu í stað fjögurra styttri eins og venj-
an hefur verið hingað til og er það til bóta.
Að þessu sinni langar Skúla til að leika sér
með ónotað leikfang sem Finnur litli bróðir
hans á. Um er að ræða plastlíkama til að gera
múmíu úr og bók með galdraþulum. Skúli
stelst í dótið og þegar Finnur stendur hann að
verki grípur Skúli til
þess óyndisráðs að
ljúga sig út úr klípunni.
En auðvitað fær Skúli
makleg málagjöld að
lokum eins og vera ber.
Bókin er ætluð byrj-
endum í lestri og vel
heppnuð sem slík.
Letrið er stórt, setn-
ingar stuttar, ekki of
mikill texti á hverri
síðu og nóg af mynd-
um. Teikningar Tonys
Ross njóta sín óvenjuvel í þessari bók, en það
gerir mikið fyrir þær að vera birtar í lit. Þýð-
ing Guðna Kolbeinssonar er að vanda vönduð.
Metnaðarfullt verkefni
Björt í sumarhúsi
bbbbm
Texti: Þórarinn Eldjárn.
Tónlist: Elín Gunnlaugsdóttir.
Myndir: Sigrún Eldjárn.
Töfrahurð, 2015, 50 bls. bók og 37 mínútna
hljómdiskur.
Snemma árs var barnasöngleikurinn Björt í
sumarhúsi sem tónskáldið Elín Gunnlaugs-
dóttir samdi við texta Þórarins Eldjárn frum-
sýndur við góðar viðtökur, en leikstjóri sýn-
ingarinnar var Ágústa Skúladóttir.
Söngtextanir voru allir fengnir úr ljóðabók
Þórarins Gælur, fælur og þvælur, en hann
raðaði ljóðunum saman þannig að þau segja
heilsteypta sögu auk þess sem hann skrifaði
samtölin á milli laganna. Hér er sögð sagan af
því hvernig afi og amma reyna að létta Björt
lundina, en henni líst ekkert á að þurfa að
dvelja í sumarbústað með þeim.
Í bókinni er textinn settur upp sem handrit
að leikriti þannig að hann kallist algjörlega á
við innihald hljómdisksins sem fylgir með.
Þetta er óvenjuleg uppsetning á barnabók, en
gæti stuðlað að því að lesendur venjist því að
lesa leikhandrit. Bókin er ríkulega mynd-
skreytt með nýjum
litmyndum eftir
Sigrúnu Eldjárn.
Þeir sem sáu sýn-
inguna á sínum
tíma ættu að kann-
ast við leikendur
og leikmyndina í
myndum Sigrúnar,
því henni tekst af-
bragðsvel að fanga
útlit sýningarinnar
og andlitsdrætti. Gaman er að sjá að lítil mús
hefur fengið að lauma sér inn í bókina og tek-
ur virkan þátt í sögunni, eins og þegar hún
gluggar í bók meðan allir lesa.
Eins og vera ber í söngleik er tónlistin í fyr-
irrúmi. Raunar má segja að bókin og hljóm-
diskurinn myndi órjúfanlega heild. Lög Elínar
eru sérlega skemmtileg og útsetningar flottar.
Hvert lag hefur sinn stíl sem kallast ein-
staklega vel á við það sem sungið er um
hverju sinni. Upptakan er mjög vel heppnuð,
en upptökustjóri var Þorkell Máni Þorkels-
son. Sem fyrr glansa Valgerður Guðnadóttir
og Jón Svavar Jósefsson í hlutverkum sínum
sem amman og afinn. Bragi Bergþórsson
bregður sér léttilega bæði í hlutverk hlaupa-
gikks og ókindar. Una Ragnarsdóttir syngur
Björt eins og engill. Bókaútgáfan Töfrahurð á
hrós skilið fyrir að ráðast í jafn metnaðarfullt
verkefni og uppsetning og útgáfa Bjartar í
sumarhúsi er.
Hryllingur og pína
Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar og
þýddar barnabækur
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Flótti Álfur á flótta undan félagsráðgjafa sín-
um sem ætlar að koma honum til tannlæknis.
Kommóða Björt í sumarhúsi kynnist komm-
óðu sem amma hennar kallar Jóhönnu.
Úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2 voru kynnt í
þættinum Popplandi í gær og var sigurlagið
„Morgunn í desember“, samið af Emil
Hreiðari Björnssyni við texta Guðmundar
Karls Brynjarssonar. Lagið flutti Íris Lind
Verudóttir. Í öðru sæti varð „Það er jólalegt
að vera leiður“ eftir Pál Ivan frá Eiðum sem
samdi lagið, textann og flutti það. Í þriðja
sæti varð „Gömlu jólin“ eftir Hilmar Karlsson
og Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur, í flutningi
Guðrúnar og Arnars Jónssonar. Tæplega 50
frumsamin jólalög bárust í Jólalagakeppni
Rásar 2 í ár og tíu komust í úrslit. Kosning um besta lagið fór fram á vef
RÚV.
Jólalagakeppni Rásar 2 hefur nú verið haldin 13 sinnum og hefur hún
vaxið og dafnað ár frá ári og er orðin fastur liður í jólaundirbúningi Rásar
2, að því er segir á vef RÚV.
„Morgunn í desember“ besta jólalagið
Emil Hreiðar Björnsson
Í fordyri Hallgrímskirkju gefur nú að líta
sýningu á verkum Erlu Þórarinsdóttur
myndlistarkonu og kallar hún sýninguna
„Kvenleikar / Genetrix“. Á sýningunni eru
málverk lögð blaðsilfri.
Á morgun, sunnudag klukkan 12.15, mun
Erla leiða gesti um sýninguna og segja frá
verkunum. Ásamt Erlu ræða við gesti þau
Ólafur Gíslason listfræðingur, séra Sigurður
Árni Þórðarson og Rósa Gísladóttir mynd-
listarkona.
Í verkunum í Hallgrímskirkju vinnur Erla
með kvenleg form og veltir fyrir sér tengslum gyðja allt frá steinöld,
þegar guðsmyndin var kvenkyns, til forn-Egyptalands og loks til Maríu
meyjar.
Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur að sýningunni og býður til leið-
sagnarinnar. Sýning Erlu stendur fram á föstu.
Erla Þórarinsdóttir ræðir við gesti á
sýningu sinni í fordyri Hallgrímskirkju
Erla Þórarinsdóttir