Morgunblaðið - 12.12.2015, Síða 102

Morgunblaðið - 12.12.2015, Síða 102
102 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 tilvalið til steikingar á laufabrauði Palmin Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Sinatra hóf vegferð sína í sviðsljós- inu ungur að árum, upplifði sigra jafnt sem sára öldudali á ferli sínum sem spannaði um 60 ár. Það er við hæfi að staldra við og minnast þessa merka söngvara, leikara, flagara, vel- gjörðarmanns og lífskúnstners, svo fáeinir hattar Sinatra séu upp taldir. „Mjór er mikils vísir“ er máltæki sem á vel við þegar hann er annars vegar. Þegar Francis Albert Sinatra kom í heiminn, þann 12. desember 1915 – í fábrotnu húsi þeirra Anton- ino Martino Sinatra og Natalinu Ga- ravante við Monroe-stræti 425 í Hoboken-hverfi í New Jersey – heyrðist ekki múkk í honum. Svo líf- vana var hann við fæðingu að við- staddir héldu hann andvana. En amma hans, hörkutól af gamla skól- anum, var ekki á því að gefa litla kút- inn upp á bátinn heldur tók hann upp á löppunum, gekk með hann að vaski einum þar í eldhúsinu og skrúfaði frá kalda vatninu. Innan fáeinna sek- úndna var sá stutti farinn að orga há- stöfum undir bununni og var það fyr- irboði um það sem koma skyldi. Raddböndin í unga manninum voru alltént í lagi og rúmlega það. „Röddin“ Sinatra ákvað ungur að árum að gerast söngvari og reri að því öllum árum. Of langt mál er að fara í smáat- riðum yfir söguna fram að því að hann sló í gegn, en það gerði hann er honum bauðst að ganga til liðs við stórsveit Tommy Dorsey, sem var þá ein sú vinsælasta í gervöllum Banda- ríkjunum. Sinatra var þá tæplega 25 ára gamall. Söngvarar voru í þá daga í hálfgerðu aukahlutverki í slíkum sveiflu-danssveitum enda heyrist það glöggt á lögum frá þessum tíma; hljómsveitin ásamt stjórnanda henn- ar fá fyrst í stað að láta ljós sitt skína og hún leikur jafnan í mínútu til tvær áður en söngvarinn fær að láta að sér kveða. En kastljósið beindist æ meira að „horaða guttanum með stóru eyr- un“ því áhorfendur féllu undantekn- ingalaust í forundran er hinn pervisni söngvari hóf upp raust sína. Danssal- urinn fylltist skyndilega af rödd svo magnaðri að konur bitu í neðri vörina en karlmenn setti hljóða. Stjórnand- inn og básúnuleikarinn Dorsey var ekki allskostar sáttur við þessa þróun mála enda var hann vanur því að vera númer eitt, en vinsældir Sinatra urðu fljótt slíkar að innkoman linaði þraut- ir hljómsveitarstjórans og þrá eftir sviðsljósinu sér til handa. Þar að kom að Sinatra vildi enn meira og hugðist róa á einsöngsmiðin. Dorsey hugnað- ist það skiljanlega engan veginn og vísaði til rígbindandi samnings sem þeir Sinatra höfðu gert í upphafi. Eina leiðin fyrir Sinatra að sleppa undan honum var að samþykkja að 43% tekna sinna myndu renna til Dorsey til æviloka. Hélst svo uns Dorsey ákvað fyrirvaralaust að rifta hinu nýja samkomulagi, bransanum til furðu. Fljótt komust sögusagnir á kreik um að vafasamur náungi með undirheimatengsl hefði heimsótt Dorsey síðla nætur og beðið hann kurteislega, með aðstoð brugðinnar skammbyssu, að rifta samningnum. Dorsey þvertók ávallt fyrir allt slíkt en þessi kafli – sannur eða loginn – hefur orðið hluti af goðsögninni um Frank Sinatra. Það var heldur ekki í síðasta sinn sem mafíutengsl voru honum borin á brýn. En Sinatra hellti sér út í sólófer- ilinn og fyrr en varði varð fjandinn laus. Þegar stráksi hélt tónleika dugði um tíma ekki minna til en átta sýningar á dag til að anna eftirspurn- inni og fáheyrðar biðraðir eftir mið- um teygðu sig gatna á milli á Broad- way. Allir vildu sjá ungstirnið sem kallað var „The Voice.“ Þegar ung- meyjar eru einhvers staðar á mörg- um öngvits og örvæntingar af nánast vitskertri hrifningu er stundum talað um að þær láti eins og þær hafi snert af Bítlaæði, því slíka hegðun fram- kallaði nærvera fjórmenninganna frá Liverpool oftar en ekki. En þetta er þó ekki réttnefni, satt að segja, því röskum 20 árum áður en John, Paul, George og Ringo lögðu heiminn að fótum sér höguðu dömurnar sér með sama hætti hvenær sem Frank Si- natra gat að líta. Hugtakið „Sinat- ramania“ varð til löngu á undan „Beatlemania.“ Hin fallvalta frægð Svo leið fimmti áratugur 20. aldar, og Sinatra var nánast sleitulaust á toppnum. Meðfram músíkinni tók hann að hasla sér völl í kvikmyndum. Lífið lék við hann – hvað gat farið úr- skeiðis? Nánast allt, eins og kom á daginn. Dægurmúsík er hverful og gæfan fallvölt á þeim vettvangi, svo ekki sé meira sagt. Þegar Sinatra nálgaðist 35 ára aldurinn dvínuðu vinsældir hans sem ástmögur ungmeyjanna og ný gerð listapopps lét að sér kveða, svokallað rokk og ról. Sinatra þoldi þá músík aldrei, fannst hún plebbaleg, tilviljanakennd og kaótísk. Frankie Laine og Billy Eckstine skutu honum ref fyrir rass á vinsældalistunum, plötusala og tónleikaaðsókn hríðféll og í ofanálag fékk hann blæðandi slæmsku í raddböndin. Um þetta leyti náði Sinatra botninum. En rétt eins og vinsældir í skemmtanabrans- anum eru hverfular getur gæfan snú- ist mönnum í vil fyrirvaralaust. Hann skildi við æskuástina, Nancy Barbato, og við tók þokkagyðjan Ava Gardner og helstormasamt hjóna- band sem entist í tvö ár. Skilnaðurinn gekk nærri af honum dauðum; aura- laus, heillum horfinn á vinsældalist- unum og örvinglaður af ástarsorg reyndi hann ítrekað að taka eigið líf en þegar hann frétti að til stæði að kvikmynda fræga skáldsögu James Jones, From Here To Eternity, beit hann það í sig að fengi hann tiltekið hlutverk í myndinni næði hann toppnum á ný. Svo fór að leikstjórinn Fred Zinnemann réð Sinatra. Skemmst er frá því að segja að hann fer á miklum kostum í hlutverki lít- ilmagnans Maggio, ítalsks hermanns í flotastöð Bandaríkjahers á Hawaii, sem sífellt er upp á kant við yfirboð- ara sína. Hann hreppti Ósk- arsverðlaunin sem Besti leikari í aukahlutverki og merkilegt nokk, gæfan tók að snúast honum í vil á ný. Hann fékk útgáfusamning við Capitol Records og gaf næstu árin út sínar bestu plötur, sem iðulega eru kennd- ar við „Capitol árin.“ 18 karata geðhvarfasjúklingur Plöturnar sem Sinatra gaf út það sem eftir lifði sjötta áratugarins eru nærfellt allar flokkaðar sem tímalaus klassík. Enn bugaður af ástarsorg í kjölfar skilnaðarins við Gardner söng hann inn á plötu sem braut blað í út- gáfusögu vestanhafs; platan, In The Wee Small Hours frá 1955, er eins- konar konseptplata þar sem öll lögin hverfast um einmanaleika, missi, ást- arsorg, vonleysi. Hún sló í gegn og Si- natra átti eftir að syngja inn á fleiri slíkar, sem allar teljast meistaraverk. Þeirra á meðal eru Where Are You? (1957), No One Cares (1959) og sú sem margir telja þá bestu sem Si- natra gaf út fyrr og síðar, Frank Si- natra Sings For Only The Lonely (1958). Hinar tregafullu ballöður þóttu svo átakanlegar á sínum tíma að framangreindar plötur voru sam- an kallaðar The Suicide Albums eða Sjálfsmorðsplöturnar. Þær gerði hann til skiptis við leikandi léttar sveifluplötur, á borð við Swing Easy (1954), Songs For Swingin’ Lovers (1956), A Swingin’ Affair (1957), Come Dance With Me! (1959), ásamt hinni stórskemmtilegu Come Fly With Me (1958) þar sem Sinatra fer með hlustendur í hljóðræna hnatt- reisu og kemur víða við. Seinna lýsti Sinatra því að þarna hefði hann ein- faldlega fengið útrás fyrir eigið skap og eigin tilfinningar því hann væri með réttu „eighteen carat manic de- pressive“ eins og hann komst sjálfur að orði. Stuðið í sveiflunni er ómeng- að og spennandi, og þegar hann syng- ur bugaður af trega um fyrnda ást og glötuð tækifæri, þá trúir maður hverju orði. Það er sannur sársauki í ballöðunum, um það er engum blöð- um að fletta. Allt um það, velgengni Sinatra óx á ný með hverri plötu sem út kom og um fertugt var hann kominn á enn hærri stall en hann var sem ungstirni. Stjórnarformaðurinn Um 1960 var Frank Sinatra líklega á hátindi ferils síns, hvað vinsældir og áhrif varðar. Hann var nánast orðinn að stofnun í amerísku skemmtanalífi og allir sem vildu teljast maður með mönnum, hvar sem bar niður í þjóð- félaginu, sóttust eftir félagsskap hans. Útgáfa hans eftir árið 1960, kennd við hans eigið útgáfufyrirtæki, Reprise, er upp og ofan. En vert er þó að benda sérstaklega á hina frábæru The September of My Years frá 1965, þar sem kempan stendur á fimmtugu og lítur yfir farinn veg, og ekki síður hina dásamlegu Francis Albert Si- natra & Antonio Carlos Jobim sem kom út 1967 þar sem þessir stór- meistarar leiða saman hesta sína með ógleymanlegum hætti. Sinatra var maður þversagna og andstæðna, heillandi, gjafmildur og hláturmildur mannvinur sem jós stórfé í hvers konar góðgerðarmál- efni frá því hann fyrst komst í álnir, greiddi götu hins þeldökka Sammy Davis Jr. í skemmtanabransanum þegar fáheyrt var að svartir deildu sviði með hvítum, enda eldharður an- stæðingur hvers konar rasisma, og baráttumaður fyrir betri kjörum þeirra sem minna máttu sín í hví- vetna. En um leið var hann með ein- dæmum sjálfhverfur og metnaður hans slíkur að við stórmennskubrjál- æði lá. Hann var barnalega langræk- inn og hefnigjarn í garð þeirra sem honum þótti gera á sinn hlut, drakk alla tíð ótæpilega (þótt viðbjóð hefði hann á eiturlyfjum) og með of miklu víni var hann að sögn nákominna hrein skepna. Þá er óumdeilt að hann átti vingott við verulega vonda menn úr röðum glæpamanna og hafði milli- göngu um að mafían sneri upp á verkalýðsfélög svo meðlimir kysu John F. Kennedy til forseta árið 1960, og komst Sinatra fyrir bragðið í náðina í Hvíta húsinu um sinn. En eftir Sinatra liggja ókjör af óviðjafnanlegri tónlist, töluvert af frá- bærum bíómyndum. Sjáið til að mynda áðurnefnda From Here To Eternity, einnig The Man With The Golden Arm (1955) hvar hann fer með hlutverk heróínfíkils sem neyddur er til fjárhættuspila, og svo ekki síst hina hrollvekjandi kaldastríðsádeilu The Manchurian Candidate (1962). Frank Sinatra kvaddi þennan heim þann 14. maí 1998 og svo reisa hans að veiðilendunum eilífu yrði honum sem skaplegust var hann vitaskuld jarðsettur með flösku af Jack Dani- el’s, pakka af filterslausum Camel og Zippo kveikjara. Á legsteini hans stendur svo meitl- að: The Best Is Yet To Come. Hundrað ára vegsemd  Í dag er heil öld liðin frá fæðingu Franks Sinatra, sem réttilega má nefna mesta skemmtikraft 20. aldarinnar Bláskjár Frank Sinatra í hljóðveri Capitol Records, eflaust við upptökur á einu af meistaraverkum sínum sem hann söng þar á árunum 1954 til 1961. Klassík Þrjár af bestu plötum Sinatra frá Capitol-árunum; Franks Sinatra Sings For Only The Lonely, Come Fly With Me og Swing Easy.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.