Morgunblaðið - 12.12.2015, Síða 108

Morgunblaðið - 12.12.2015, Síða 108
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 346. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 838 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. „Þú segir mér stórfréttir“ 2. Kynlífsfíknin var flóttaleið 3. Ríkasti maður Kína horfinn 4. Sigmundur Davíð: Toppari þráir…  Dömukórinn Graduale Nobili held- ur sína árlegu jólatónleika í Lang- holtskirkju annað kvöld kl. 20 og verður á efnisskránni verkið Cere- mony of carols eftir Benjamin Britten auk annarra klassískra jólalaga. Stjórnandi tónleikanna í ár er Árni Harðarson en hann hleypur í skarðið fyrir Jón Stefánsson vegna veikinda. Graduale Nobili held- ur jólatónleika  Þjóðleikhúsið og Héðinn Unn- steinsson, höf- undur bókarinnar Vertu úlfur – war- gus esto, hafa gert með sér samning um kaup á rétti til að gera leikgerð af verk- inu með það að markmiði að hún verði tekin til sýninga í leikhúsinu veturinn 2017-18. Þjóðleikhúsið kaupir réttinn að Vertu úlfur  Bubbi Morthens mun flytja nokkur valinkunn lög í Bréfamaraþoni Ís- landsdeildar Amnesty International í dag kl. 15 í Þingholtsstræti 27. Í bréfamaraþoni samtakanna í ár er hægt bregðast við vegna 12 áríðandi mála og verður Búrkína Fasó m.a. í brenni- depli þar sem þús- undir ungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband þar á hverju ári. Bréfa- maraþonið stendur frá kl. 13 til 17. Bubbi kemur fram í þágu mannréttinda FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg átt og víða léttskýjað, en él eða dálítil snjókoma við suður- og vesturströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á sunnudag Suðvestan 3-10 m/s og dálítil él vestanlands, en annars hægviðri og létt- skýjað. Frost 2 til 12 stig. Á mánudag Sunnan 8-13 m/s með slyddu eða rigningu á vestanverðu landinu og hita 0 til 5 stig. Hægara og úkomulítið austantil og minnkandi frost. „Almennt er ég hlynntur því að tækn- in sé notuð í afreksíþróttum til að skera úr um vafaatriði. Í fótboltanum hafa sár frá 1966 ekki enn gróið auk þess sem hagsmunirnir eru orðnir svo gríðarlegir í stærstu íþrótta- greinunum. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr,“ skrifar Kristján Jóns- son meðal annars í pistlinum Viðhorf á laugardegi. »4 Valddreifing í dóm- gæslu í hópíþróttum Síðdegis í dag, eða upp úr kl. 17, ræðst hverjir verða andstæðingar íslenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu þegar það keppir á sínu fyrsta stórmóti. Hol- lendingurinn Ruud Gullit og Frakkinn Bixente Lizarazu stýra drættinum og hafa sér til fulltingis fleiri goð- sagnir úr knattspyrnunni. Örlög íslenska liðsins eru í þeirra höndum. »2-3 Dregið í riðla fyrir EM í Frakklandi „Stephen er haldinn þráhyggju gagn- vart markvörslu. Segja má að hann hafi handboltamarkvörslu-ein- hverfu,“ sagði Kári Kristján Krist- jánsson, línumaður ÍBV og íslenska lands- liðsins, þegar hann var beðinn um að varpa ljósi á sam- herja sinn, danska mark- vörðinn Stephen Nielsen sem er leik- maður umferð- innar í Olís-deild karla í Morgunblaðinu. »4 „Er haldinn þráhyggju gagnvart markvörslu“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jóhannes Már Gunnarsson, mat- reiðslumeistari og yfirmatreiðslu- meistari mötuneytis Grunnskóla Seltjarnarness, fær mikið lof í nýrri úttekt Berthu Maríu Ársælsdóttur, matvæla- og næringarfræðings, á mötuneyti grunn- og leikskóla Sel- tjarnarness. „Þessar jákvæðu niðurstöður skipta mjög miklu máli fyrir mötu- neytið enda staðfesta þær að hér sé hollur og góður matur í boði fyrir börnin á öllum skólastigum,“ segir Jóhannes. „Við leggjum áherslu á að vera með venjulegan mat.“ Jóhannes segir að börnin séu skemmtileg og frjáls og heiðarleg. „Þau láta mig vita hvort þeim finnst eitthvað gott eða vont,“ segir hann og bætir við að þátttaka þeirra í matseðlinum hafi mælst vel fyrir. Hafragrautur daglega Hver bekkjardeild í 4., 5. og 6. bekk fær að velja matinn tvisvar fyr- ir áramót og tvisvar eftir áramót og er kosið á milli rétta. „Þau kynnast lýðræði með þessu fyrirkomulagi og þau finna fyrir því að þau skipta máli, því þau hafa eitthvað að gera með mötuneytið sitt,“ segir Jóhann- es. Í þessu sambandi má nefna að nemendur í Valhúsaskóla kusu að sleppa nammidegi, þar sem boðið var upp á snúða og kökur, og fá í staðinn salatbar, sem er í boði dag- lega. Boðið er upp á hafragraut alla morgna og hefur það mælst vel fyrir hjá börnum og starfsfólki. Jóhannes segir að foreldrum nemenda í Mýr- arhúsaskóla sé velkomið að koma og borða hafragraut með börnum sín- um og margir geri það. Jóhannes segir að eftir því sem börnin verði eldri sé erfiðara að fá þau til þess að borða soðinn fisk. „Andinn er þannig,“ segir hann og bætir við að þá bregðist hann til dæmis við með því að baka fiskinn í ofni. Grænmetisréttir hafi áður oft endað í ruslinu og því hafi hann farið þá leið að búa til grænmetissúpu með maukuðu grænmeti. „Ég gef þeim gróft brauð með og þetta flýg- ur ofan í þau.“ Eins segir hann að gott sé að bera fram aðskilið græn- meti og ávexti í skálum, því börnin narti í það á meðan þau spjalli. „Þau velja sjálf hvað þau vilja og það fer dágóður slatti af ávöxtum og græn- meti hjá okkur.“ Jóhannes segir skýrsluna mikil- vægt aðhald. „Það skiptir miklu máli að sofna ekki á verðinum auk þess sem það er mikill akkur fyrir for- eldrana að fá upplýsingar um hvað börnin fá að borða.“ Áhersla á hollan og góðan mat  Matreiðslu- meistarinn lofaður í nýrri skýrslu Skólamatur Jóhannes Már Gunnarsson gætir þess að framreiða hollan og góðan mat fyrir börnin. Í skýrslunni segir að Jóhannes Már Gunnarsson sé áhugasamur í starfi og metnaðarfullur í eldamennsk- unni. Nánast alltaf sé farið eftir op- inberum ráðleggingum varðandi hráefnisval og matreiðslu og mat- seðillinn, sem sé í stöðugri þróun, sé mjög vel samsettur með tilliti til leiðbeininga Embættis landlæknis. „Niðurstaðan er því sú að það hljóti að vera vandfundinn betri skóla- matur og þótt smekkur manna geti að sjálfsögðu verið misjafn þá eru gæði matarins til fyrirmyndar.“ Jóhannes eldar fyrir börn, kenn- ara og aðra starfsmenn bæjarins, um 700 manns. Aðaleldhúsið er í Mýrarhúsaskóla og þaðan er matur sendur í Valhúsaskóla og leik- skóladeildina Holt. Jóhann Rún- arsson matsveinn eldar í leikskól- anum Mánabrekku fyrir börn og starfsmenn Mánabrekku og Sól- brekku undir stjórn Jóhannesar, en samtals vinna 12 manns í mötu- neytinu. Vandfundinn betri skólamatur MÖTUNEYTI GRUNN- OG LEIKSKÓLA SELTJARNARNESS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.