Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 2
Segðu aðeins frá hlutverki þínu í Ófærð. Hinrika er lögreglukona í litlum bæ úti á landi. Hún hefur mikið jafnaðargeð og sterka réttlætiskennd enda ber hún virðingu fyrir starfi sínu og er metnaðarfull í því án þess þó að vilja endilega klífa upp metorðastigann. Hún býr með manni sem er töluvert eldri en hún og er allt önnur týpa en þau eru sátt hvort við annað og fallegur fínlegur þráður á milli þeirra. Þau hafa ekki eignast börn og ekki víst að þau geri það enda hefur maður það á tilfinningunni að Hinriku finnist nóg um þau vandamál sem þegar blasa við heiminum þó að hún fari ekki að leggja sitt af mörkum til að bæta á þau. Þættirnir eru m.a. teknir upp á Siglufirði og Seyðisfirði. Lentirðu einhvern tímann í ófærð á leið þinni á tökustað? Ég lenti ekki í ófærð á leið á tökustað enda var ég meira og minna alltaf á staðnum. Ég lenti hins vegar stundum í því að komast ekki í bæinn þau fáu skipti sem ég átti frí. Ertu nokkuð komin með ógeð á snjó og myrkri eftir tökurnar? Nei alls ekki, ég elska snjóinn og elska hvernig hægist á öllu þeg- ar það er allt á kafi. Ég hugsa að Hinrika sé sammála mér. Íslenskir rithöfundar hafa stimplað sig inn í norr- æna sakamálasöguheiminn en er Ófærð þátturinn sem á eftir að gera það sama fyrir Íslendinga í „nordic noir“-sjónvarpsheiminum? Við skulum bara vona það, það væri auðvitað frábært ef þessi sería yrði til þess að við stimpluðum okkur inn í þennan norræna sakamálaseríuheim sem er auðvitað mikið „trend“ núna, enda allir orðnir leiðir á þessari amerísku sakamáladellu sem miðar að því einu að ganga fram af manni með ógeði. Nú ertu komin í nýtt hlutverk í borgarpólitíkinni; hvernig fer það saman að vera leikari og stjórnmála- maður? Það gengur bara mjög vel, auðvitað er minni tími til að leika en þessi störf byggjast bæði á því að hafa áhuga á fólki og brenna af ástríðu fyrir ein- hverju. Svo er eins gott að hafa gaman af þessu öllu, annars er þetta nú lítils virði. Morgunblaðið/Styrmir Kári ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Elskar snjóinn Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 Þetta er erfitt. Ekkert sem stendur upp úr eftir öll þessi ár. Jú, kærastinn minn gaf mér einu sinni tölvu, það var mjög góð gjöf. Þórdís Vala Þórðardóttir Skautar þegar ég var tólf ára. María Viðarsdóttir Ég er bara ánægður með allt. Það er eftir- minnilegt að um fermingu fengum við bræð- ur skíði. Það var fín og góð gjöf. Almar Danelíusson Matchbox-bíll sem ég fékk þegar ég var sex ára. Af því að allt hitt voru mjúkir pakkar. Davíð Jónsson Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR HVAÐ ER BESTA JÓLAGJÖF SEM ÞÚ HEFUR FENGIÐ? Njála er jólasýning Borgarleikhússins og styttist í frumsýningu. Lof- að er litríkri og forvitnilegri leikhúsveislu en Brynhild- ur Guðjónsdóttir leikur Njál. Æfingar standa yfir og fékk ljósmyndari að skyggnast á bak við tjöldin þar sem leikhúsfólk var á þönum. Baksviðs 46 ÚR BLAÐINU Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Sunnudagsblaðið mælir með nokkrum spenn- andi borðspilum frá síðustu árum sem eru tilvalin fyrir fjölskylduna til að spila saman. Jólafríið er kjörinn tími fyrir spilamennskuna. Fjölskyldan 36 Í nýjustu bók sinni Litlar byltingar – draumar um betri daga segir Kristín Helga Gunnarsdóttir sögur tíu íslenskra alþýðukvenna. Hún skrifar nú fyrir fullorðna en hefur fram til þessa einkum skrifað bækur fyrir börn og unglinga. Bækur 56 Sporvagninn Girnd verð- ur jólasýning Þjóð- leikhússins í ár. Stefán Baldursson leikstýrir verkinu af alkunnri fag- mennsku. Stefán snýr aft- ur í Þjóðleikhúsið eftir áratug í óperuheimum. Menning 52 Ilmur Kristjánsdóttir leikur í spennuþáttunum Ófærð sem frumsýndir verða á RÚV 27. desember. Hún er jafnframt formaður velferðarráðs Reykjavíkur- borgar og varaborgarfulltrúi Bjartrar framtíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.