Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 47
H eimur leikhússins er sveipaður dulúð og töfrum. Þegar tjaldið er dregið upp sér áhorfandinn afrakstur þrotlausrar vinnu leikara, dansara, leikstjóra, búningahönnuða, sviðs- myndahönnuða, tæknimanna, handritshöfunda og margra annarra. En á bak við tjöldin er falinn heimur sem áhorf- andinn fær ekki að sjá. Ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að vera fluga á vegg á þessum litríka og óvenjulega vinnustað sem Borgarleikhúsið er. Nú eru í gangi stífar æfingar fyrir Njálu, jólasýninguna í ár. Baksviðs var nóg um að vera. Þar gekk fólk um með hárkollur á höfði og svartar tennur, það handfjatlaði handrit og þuldi línurnar sínar. Dansarar liðu um gólf í undarlegum korselettum og stigu trylltan dans. Það var ys og þys og leikstjórinn, Þorleifur Örn Arnarsson, stökk á sviðið til að ræða málin við dansarana. Njáll sjálfur, leikinn af Brynhildi Guðjónsdóttur, stóð á sviðinu í eigin heimi, niðursokkinn í handritið. Greinilegt er að uppfærslan verður óhefðbundin og ögrandi og miðað við búninga, förðun og dansinn sem dun- aði þegar ljósmyndara bar að garði verður sýningin veisla fyrir augað. Njála í nýjum búningi BRENNU-NJÁLSSAGA ER VIÐFANGSEFNI JÓLASÝNINGAR BORGARLEIKHÚSSINS Í ÁR EN FRUMSÝNT VERÐUR 30. DESEMBER. ÞAÐ VAR Í NÓGU AÐ SNÚAST Á BAK VIÐ TJÖLDIN Í VIKUNNI ENDA STYTTIST Í FRUMSÝNINGU. ÁHORFENDUR MEGA BÚAST VIÐ ÖGRANDI OG FORVITNILEGRI UPPFÆRSLU Á SÍGILDU BÓKMENNTAVERKI OKKAR. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirdóttir asdis@mbl.is Brynhildur Guðjónsdóttir leikur Njál í jólasýningu Borgarleikhússins. Þorleifur Örn Arnarsson stendur á sviði með dönsurum og leikurum. Vala Kristín Eiríksdóttir hlustar með athygli á orð leikstjórans. 20.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.