Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 Bækur Vera má að Mikael Torfasonrithöfundur sé á lífi vegnaþess að læknir óhlýðnaðist foreldrum hans seint á áttunda ára- tugnum. Því er þó ekki haldið blá- kalt fram í nýrri bók hans, Týnd í Paradís, en hægt er að lesa það á milli línanna. Fyrir Guðmund Bjarnason lækni. Takk fyrir allt, segir höfundurinn fremst í bókinni, þar sem hann fjallar á afar opinskáan hátt um mjög alvarleg veikindi sín á barns- aldri, um foreldra sína og aðra nána ættingja. Þakkirnar verður hver að túlka á sinn hátt. Þegar Mikael veiktist voru for- eldrarnir hans í söfnuði Votta Je- hóva og blátt bann lagt við því að barninu yrði gefið blóð þegar á þurfti að halda í aðgerð. Læknar voru ekki í neinum vafa hvað gera þyrfti til að bjarga Mikael, en skila- boðin frá föður hans voru skýr. Bókin er mjög persónuleg; segja má að Mikael gangi afar nærri sér og sínum. Skyldi ekki verkefnið hafa verið erfitt? „Jú, það var rosalega erfitt, bæði fyrir þau að hverfa aftur til þessa tíma, og líka fyrir mig. Mér fannst það sárt,“ segir hann við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins. „Ég lagðist í mikla og krefjandi rannsóknarvinnu, fór í einhvers konar ferðalag með systkinum mín- um, talaði við lækna og síðast en ekki síst foreldra mína. Það var sér- stakt að setjast svo niður eftir alla þessa rannsóknarvinnu og láta rit- höfundinn taka við.“ Við erum ofstopafólk Hann segir það hafa blundað lengi í sér að segja þessa sögu. „Já, eiginlega allan minn rithöf- undarferil. Ég held ég hafi, djúpt í undirmeðvitundinni, verið að bíða eftir að ég væri í stakk búinn til að gera þetta. Þessi hluti æskunnar er þannig að það er auðvelt að verða reiði, gremju og beiskju að bráð og því var nauðsynlegt að bíða. Það er ekki fyrir barn eða reiðan ungling að dæma. Nú er elsti sonur minn orðinn tvítugur, ég hef marga fjör- una sopið og finnst ég allt í einu hafa miklu meiri skilning á þessu fólki, foreldrum mínum, en áður.“ Óhætt er að segja að Mikael gefi allt í botn í bókinni; setji í fluggír- inn og slái aldrei af. „Ég hef notað þetta persónu- einkenni mitt, sem ég hef örugglega erft frá foreldrum mínum, en ég hef borið gæfu til að velja bardaga sem eru ekki jafn tortímandi og þau völdu sér,“ segir hann. Mikael segir frá því í bókinni að faðir hans sé brjálaður aðdáandi Þórbergs Þórðarsonar. „Ég deili þeirri aðdáun, en Þórbergur var ofstopamaður eins og Jesús Kristur, eins og pabbi og ég og margar mín- ar fyrirmyndir. Ef á að skrifa bók um þannig fólk þá dugar ekkert hálfkák og með- virkni. Þá sögu verður að segja eins og hún var. Ég held ég hafi verið þannig í fyrri verkum mínum, frek- ar hispurslaus. Það yrði í nútímasál- fræði örugglega kallað markaleysi en að einhverju leyti, miðað við sög- una, erum við frekar markalaus fjölskylda. En ég er líka þakklátur foreldrum mínum. Þau eru þannig gerð að þegar ég leitaði til þeirra af því ég ætlaði að skrifa bókina sögðu bæði: Já, já, ekkert mál. Bókin byggist mikið á viðtölum við þau og ég sagðist strax myndu spyrja erf- iðra spurninga og engan afslátt veita. Ekkert mál!“ Mikael fer hörðum orðum um Votta Jehóva og í raun um öll trúarbrögð. „Að einhverju leyti hef- ur fólk fordóma fyrir trúarbrögðum; dæmir án þess að hafa kynnt sér málin, en að einhverju leyti er það upplýst andúð. Auðvitað viljum við að borin sé virðing fyrir ólíkum skoðunum fólks en ég og fjölskylda mín erum stórsköðuð að mörgu leyti af þessum tiltekna söfnuði. Ég bara rétt lifði hann af. Systur minni var kastað út og hún niðurlægð fyr- ir að vera lesbía. Annaðhvort fylgir þú Jesú Kristi og reglunum eða þú ert útskúfaður! Þetta eru ofbeldis- samtök.“ Þvílík vitleysa! Mikael segist mjög sáttur við upp- gjör sitt í bókinni. „Þegar ég gekk í gegnum mestu rannsóknarvinnuna hafði ég látið af mestu reiðinni og pirringnum í garð trúarbragða. Ég lá í Þjóðarbókhlöðunni og las mig í gegnum allt efni sem Vottar Jehóva hafa gefið út. Svo las ég sögu Votta Jehóva; um fataframleið- andann sem fann upp þessi trúar- brögð á 19. öld og manni féllust nánast hendur yfir vitleysunni!“ Hann segir að ýmislegt fallegt megi sjá í kristinni trú: „Það er fal- legt þegar kveikt er á kerti, brúð- kaup eru falleg og þegar barn er skírt. En um leið og maður fer að skoða söguna og sér alla fyrirlitn- inguna, hatrið og útskúfunina fallast manni líka hendur.“ Hann spyr: „Hvernig tókst okkur að gera trúarbrögð að svona merki- legum hluta af okkar lífi? Hvernig tókst okkur að byggja allar þessar kirkjur þegar ekki er hægt að reka Landspítalann almennilega? Hvern er verið að hugga? Hvern er verið að dýrka? Þegar maður setur hlut- ina í þetta samhengi finnst mér þetta algjörlega klikkað. Ég hef hef innsýn í dökkar hliðar trúarbragða, þau hafa stórskaðað mitt fólk en svo kemst maður yfir þetta og heldur áfram. Á síðustu ár- um hefur mótstaðan við hatrið og mannréttindabrotin í trúarbrögð- unum aukist, hvort sem það er þjóðkirkjan eða litlir söfnuðir. Við umberum ekki ruglið lengur.“ Mikael finnst nærtækast að heim- færa skoðanir sínar upp á trúar- brögð almennt. „Þau eru svo uppfull af þversögnum. Það eru alltaf ein- hverjir leiðtogar sem túlka fyrir okkur og leiða okkur í ógöngur. Mér finnst það alveg ótrúlega klikk- að. Ég á enn fullt af frændfólki í Vottum Jehóva, ég veit ekki hvernig þau brygðust við ef þau lentu í því sama og foreldrar mínir en vona bara að þau séu veikari í trúnni.“ Hann segist þrátt fyrir allt að mörgu leyti skilja foreldra sína og þeirra kynslóð. „Þetta var ungt fólk sem hafnað var af menntastofnun- um og fleiri stofnunum samfélags- ins. Fæst okkar eru af höfðingjum komin, flest af venjulegu vinnandi fólki og það er magnað hvernig sumt fólk af ’68-kynslóðinni átti ekki séns; þá var fólk enn sett í tossabekk í skóla eftir heimilis- föngum. Menn trúa þessu ekki í dag.“ Nauðsynlegt að ræða málin Frjálslynt fólk heldur því stundum fram, segir Mikael, að ekki séu til vond trúarbrögð, heldur sé fólkið annaðhvort vont eða gott. „Það held ég að sé ofboðsleg ein- földun. Það er líka einföldun að allir sem aðhyllast trú Votta Jehóva séu tilbúnir að drepa börnin sín eða að allir sem séu íslamstrúar séu til- búnir að drepa fólk í stórum stíl. Þetta er miklu grárra svæði.“ Mikael leggur áherslu á að sam- félaginu sé nauðsynlegt að ýmis erf- ið mál séu rædd. „Það hefur ekki alltaf verið gert. Þegar ég byrjaði í blaðamennsku mátti ekki segja frá kynferðisofbeldi nema í undirmáls- grein að einhver X hefði verið dæmdur fyrir eitthvað. Umræðan var engin og fólki, sem hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi, fannst það ekki hafa neina rödd í samfélaginu.“ Hann heldur áfram: „Við myndum aldrei leyfa Knatt- spyrnufélaginu Val það sem Vottar Jehóva komast upp með vegna þess að það er miðað út frá Biblíunni. Og ef formaður Vals myndi tala gegn samkynhneigðum eins og Karl Sig- urbjörnsson biskup gerði; hann sagði á sínum tíma að ef samkyn- hneigðum yrði leyft að giftast væri það eins og að kasta hjónabandinu á haugana. Samfélaginu fannst lítið athugavert við það af því að það eru trúarbrögð. Það þótti heldur ekki athugavert árið 1994 þegar Vottar dreifðu blaðinu Vaknið inn á hvert heimili og montuðu sig af því þar að hafa í raun drepið börn eins og mig. Af því að það hafði grunn í kristni mót- mæltum við sem samfélag því ekki, sem er ótrúlegt.“ Mikael Torfason og hundurinn Sesar: Ef á að skrifa bók um ofstopafólk þá dugar ekkert hálfkák og meðvirkni. Morgunblaðið/Styrmir Kári TÝND Í PARADÍS Umberum ekki ruglið lengur MIKAEL TORFASON RITHÖF- UNDUR ER HUGSANLEGA Á LÍFI VEGNA ÞESS AÐ LÆKNIR ÓHLÝÐNAÐIST FORELDRUM HANS SEINT Á ÁTTUNDA ÁRATUGNUM Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * Þessi hluti æskunnar er þannig aðþað er auðvelt að verða reiði, gremjuog beiskju að bráð. Þess vegna var nauð- synlegt að bíða með að skrifa söguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.