Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 Þ egar handboltakappinn Ólafur Stefánsson snéri heim til Íslands eftir um tveggja ára- tuga atvinnumennsku í handbolta og lagði skóna á hill- una var hann viss í sinni sök hvert hann vildi beina orku sinni næst. Það kom sumum á óvart hvert sá vegur átti að liggja, ein- hverjir spurðu hann hvort hann ætlaði ekki bara að fara að dytta að sumarbústaðnum, nú eða auð- vitað að þjálfa. Ólafur stefndi hins vegar að því að skapa forrit sem hjálpar til við að halda bet- ur utan um þá miklu vinnu sem nemendur og kennara leggja á sig öll grunn- og framhaldsskóla- árin. Forrit að nafni KeyWe er það sem Ólafur hafði lengi gengið með í maganum. Eftir að Ólafur kom heim var því komið í farveg og framkvæmd og er nú farið á siglingu með meðal annars 14 milljóna króna styrk frá Rannís. KeyWe, þar sem „Key“ stendur fyrir lykil og We einfaldlega fyrir „við“ er forrit sem heldur utan um það efni sem nemendur vinna með frá degi til dags; námsefni, áhugamál og hugmyndir. Forritið umbreytir því í tölvuleiki sem þjálfa nemendur til að muna efn- ið og kalla það hratt fram þegar notandinn þarf að tengja á milli ólíkra efnisþátta. „Það er svo mikið af upplýs- ingum sem við fáum um ævina og á námsferli okkar sem gufar svo bara upp. Með því fer mikill tími og upplýsingar til spillis. Þetta er ekki ólíkt matarsóun – helmingurinn af því sem við kaupum fer beint í ruslið. Við er- um alltaf að týna upplýsingum eða einhverju sem okkur hefði langað að muna. Og um leið er- um við líka oft, vegna hefðar eða skyldurækni, að reyna að muna upplýsingar sem heilinn hefur kannski engan áhuga á. Forritið hjálpar til við að sigta út það sem skiptir mann persónulega máli og hvað ekki.“ Ólafur hefur einlægan áhuga á því að krakkar noti tíma sinn betur. „Það er svo mikilvægt að við notum tæknina til að styrkja sjálfstæða hugsun hjá krökkum í stað þess að tæknin steli allri sjálfstæðri hugsun frá þeim. Allir þeir skemmtilegu tölvuleikir sem eru til í dag spila stóra tímarullu hjá börnum og unglingum. Sumir eru flottir eins og Mincecraft og QuizUp en flestir hafa litla merk- ingu nema það að auka við- bragðs- og hreyfifærni í heimum sem hafa litla merkingu í sjálfu sér.“ Tilraunin með KeyWe miðar að því að lauma merkingu inn í þennan mikla leiktíma barna og unglinga. Ólafur segir að þegar hann fór að velta fyrir sér hvernig þær upplýsingar sem fást í námi geta farið forgörðum horfði hann líka til þeirrar visku sem einstakl- ingar sanka að sér í öðrum kim- um lífsins. „Í gegnum lífið al- mennt er maður alltaf að læra eitthvað; jafnvel bara í kaffibolla hjá afa eða ömmu, af einhverju sem þau segja, eða fær ein- hverjar hugljómanir. Manni tekst vel upp, gerir mistök og síðar meir er maður búinn að gleyma því hvað gerði það að verkum að manni tókst vel eða illa upp. Eitthvað sem maður hefði viljað geyma með sér en hafði engin tæki og tól til þess. Mig langaði að gera krökkum kleift að festa með sér það sem þau vilja virkilega muna. Þetta snýst því líka um einstaklings- bundið val, að þau geti alltaf, hvar sem þau eru og hvað sem þau eru að gera; tekið þar eitt- hvað sem þeim þykir merkilegt og tengt það við forritið. Þetta er leikjastílabók 21. aldarinnar þar sem nemendurnir ásamt kennurum eru þannig alltaf að móta námsefni á rauntíma í gegnum og inn í tölvurnar. Kenn- arar og kennslufræðingar fá þannig kærkomið tækifæri til að sjá hvernig námsefni birtist á ólíkan hátt í huga hvers og eins nemanda.“ Upphafið að þessu öllu er að Ólafur tók í fjarnámi heimspeki, bókmenntir og sálfræði meðfram handboltaferlinum. NLP, neuro- linguistic programming, sú hug- myndafræði að öll hegðun hafi ákveðið mynstur og mynstrið sé hægt að tileinka sér, læra og breyta ásamt hugkortapælingum, fæðing Instagram og Evernote, í bland við hugmyndafræðinga á borð við Giles Deleuze fékk hann til að endurskoða þær hefð- bundnu námsaðferðir sem hafa ÓLAFUR STEFÁNSSON HANDBOLTAKEMPA SEGIST TRÚA ÞVÍ AÐ MEÐ ÞVÍ AÐ VELTA SÉR EKKI UPP ÚR FORTÍÐ EÐA FRAMTÍÐ NÁIST VELLÍÐAN OG ÁRANGUR. FYRIR HONUM ER ÞAÐ ÁSTRÍÐUEFNI AÐ FARA INN Í GRUNNSKÓLA LANDSINS OG HJÁLPA KRÖKKUM VIÐ AÐ NÝTA SÉR TÆKNINA Í ÞÁGU NÁMSINS. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is * Það er svo mikilvægt að við notumtæknina til að styrkja sjálfstæðahugsun hjá krökkum í stað þess að tæknin steli allri sjálfstæðri hugsun frá þeim. Þarf nýja hugsun til að gera heiminn að betri stað * Þetta var togstreita sem ég upplifði – aðvera klofinn milli verkefna; annars veg-ar að sinna þjálfun og svo KeyWe. Ég valdi óvissuleiðina með því að velja KeyWe Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.