Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 57
20.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
í frelsinu á Íslandi, og mér fannst merkilegt
hvernig þær brugðust við ýmsum aðstæðum.
Hvernig þeim tókst að hnoða veröldina til og
verða þannig valdar að sínum litlu bylt-
ingum.“
Litlar byltingar er skáldsaga en persón-
urnar allar byggðar á raunverulegum konum.
„Ég byggi þær mjög augljóslega á manneskj-
um; ég hef oft gert það í mínum skáldskap,
og finnst spennandi, hef nýtt mér fólk og um-
hverfi, sögur og aðstæður. Ég hef til dæmis
oft nýtt mér Garðabæinn, en þaðan er ég. Ég
kalla konurnar í bókinni auðvitað skáldsagna-
persónur af því að ég raða saman gömlum
sögum á minn hátt og kasta litlum verndar-
hjúpi yfir konurnar með nýjum nöfnum og
gef þeim þannig nýtt líf. En þetta eru sögur
sem ég hef heyrt, sumum var bara hvíslað.“
Sannar sögur
Frásögnin er ekki línuleg heldur ferðast
Kristín Helga um öldina og sögurnar gerast
á þremur tímaplönum; þær spanna eitt kvöld,
eitt ár og heila öld.
„Þetta eru sannar sögur. Ein skarast til
dæmis á við mjög fræga sögu af skilnaði í
valdafjölskyldu, sögu sem teygði sig inn í
bæði stjórnmálin og dómskerfið. Ungur óska-
sonur giftist bandarískri konu, hjónabandið
fór út um þúfur og konan, sem komin var
með þrjú börn, þráði ekkert heitar en að
komast heim til Bandaríkjanna. Hún gerði
tvær tilraunir en var stöðvuð í bæði skiptin.
Ég segi ekki þessa sögu enda búið að gera
það í annarri bók. En þrjár konur, sem ég
þekkti, lögðu á ráðin og buðu karlaveldinu
birginn. Þetta voru ungar konur, flugfreyja,
saumakona og skrifstofustelpa, sem ákváðu
að koma þessari vinkonu sinni úr landi með
klækjum og ráðabruggi og tókst það. Þetta
var leyndarmál sem hvíslað var ofan í kaffi-
bolla og ég heyrði sem barn. Þegar ég fór
svo að tala um gamlar sögur minna kvenna
við fólk heyrði ég aðrar og enn aðrar sögur
af sterkum konum.“
Konurnar þrjár þekkti enginn, segir Krist-
ín Helga; „þær bara komu og fóru eins og
hægt er að segja um svo okkur flest, en ég
held að þær eigi ekki síður skilið en margir
aðrir að frá þeim sé sagt og til þeirra er
þessi bók“.Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kristín Helga Gunnars-
dóttir: Þessar konur eiga
ekki síður skilið en margir
aðrir að frá þeim sé sagt.
Mér finnst við verða að þekkja þess-ar sögur; það eru feður okkar ogafar sem standa þarna í eldlín-
unni, og í einstaka tilfellum ömmur, þótt af-
ar fáar konur komi við sögu. Ég geri mér
grein fyrir því að fyrirfram sé það líklega
helst fólk á miðjum aldri sem hefur áhuga á
þessu en vonandi get ég líka vakið áhuga
unga fólksins okkar á þessum sögum, segir
Illugi Jökulsson rithöfundur, sem hefur sent
frá sér bókina Kafbátur í sjónmáli, þá þriðju
í flokknum Háski í hafi.
„Þetta er í grundvallaratriðum upprifjun á
sjávarháskum, sjóslysum, björgunarafrekum
og þess háttar í hafinu við Ísland.“
Frásögnin er í gamalkunnu annálsformi. Í
fyrri bókunum tveimur rifjaði Illugi upp at-
burði í upphafi 20. aldar en stekkur að
þessu sinni fram til síðari heimsstyrjaldar-
innar.
„Í þessari bók tek ég fyrir fyrri hluta
stríðsáranna, 1939 til ’41. Því miður er frá
svo hryggilega mörgu að segja að ég kom
ekki lengra tímabili fyrir í einni bók. Þetta
voru örlagatímar, bæði urðu venjulegir
sjóskaðar við landið og svo bættist stríðið
ofan á sem olli gríðarlegu manntjóni hjá ís-
lenskum sjómönnum. Ég tók reyndar þann
pól í hæðina að segja söguna ekki bara frá
sjónarhóli íslenskra sjómanna heldur líka
þýskra kafbátamanna sem voru á sveimi hér
nálægt og gerðu alls kyns hervirki. Í stað
þess að þeir komi fram sem andlitslausir
draugar sem birtast út úr myrkrinu reyni
ég að segja frá þeim.“
Illugi hefur lengi haft mikinn áhuga á
þessu tímabili sögunnar. „Já, ég verð að við-
urkenna það. Strax 14 ára fékk ég af dular-
fullum ástæðum mikinn áhuga á sjóhernaði
og sérstaklega sjóhernaði í seinni heims-
styrjöld og aðgerðum þýska flotans ekki
síst. Fyrir mig er þetta því eins og að ganga
í barndóm eða fá útrás fyrir gamalt áhuga-
mál. Ég var óskaplegur spesíalisti á þessu
sviði og pantaði mér 15 ára gamall marga
hillumetra af þessu efni. Lá í því í nokkur
ár en fór svo að sinna öðru.“
Illugi segir að eftir að netið kom til sög-
unnar sé mun auðveldara að afla heimilda
en áður. Hann hafi nýtt sér fjölmargar er-
lendar vefsíður, „en vil þó vekja sérstaka at-
hygli á kafbátavef Guðmundar Helgasonar í
Hafnarfirði [www.uboat.net]; hann heldur úti
alþjóðlegum vef um þýsku kafbátana, vef
sem er frábær. Ég fæ ekki nógsamlega
þakkað fyrir þann vef.“ skapti@mbl.is
HÁSKI Í HAFI - KAFBÁTUR Í SJÓNMÁLI
Ekki má
gleyma
ILLUGI JÖKULSSON SENDIR FRÁ SÉR
ÞRIÐJU BÓKINA UM HÁSKA Í HAFI.
FJALLAR NÚ UM FYRRI HLUTA
HEIMSSTYRJALDARINNAR SÍÐARI.
„Strax 14 ára fékk ég af dularfullum ástæðum mikinn áhuga á sjóhernaði,“ segir Illugi Jökulsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BÓKSALA 07. 12.-13. 12.
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 SogiðYrsa Sigurðardóttir
2 Þýska húsiðArnaldur Indriðason
3 Mamma klikkGunnar Helgason
4 Útkall í hamfarasjóÓttar Sveinsson
5 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson
6 Stóri skjálftiAuður Jónsdóttir
7 Stríðsárin 1938 - 1945Páll Baldvin Baldvinsson
8 Café SigrúnSigrún Þorsteinsdóttir
9 Vísindabók Villa: geimurinn oggeimferðir
Vilhelm Anton Jónsson og Sævar
Helgi Bragason
10 Eitthvað á stærð við alheiminnJón Kalman Stefánsson
1 SogiðYrsa Sigurðardóttir
2 Þýska húsiðArnaldur Indriðason
3 Stóri skjálftiAuður Jónsdóttir
4 Eitthvað á stærð við alheiminnJón Kalman Stefánsson
5 NautiðStefán Máni
6 HundadagarEinar Már Guðmundsson
7 EndurkomanÓlafur Jóhann Ólafsson
8 DimmaRagnar Jónasson
9 ÚtlaginnJón Gnarr
10 Sjóveikur í MünchenHallgrímur Helgason
1 Mamma klikkGunnar Helgason
2 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson
3 Jólasyrpa 2015Walt Disney
4 Ég elska mávaÞorgrímur Þráinsson
5 Grimmi tannlæknirinnDavid Walliams
6 Skósveinarnir - leitið og finnið
7 DúkkaGerður Kristný
8 Kvöldsögur fyrir krakka
9 Kafteinn ofurbrók og endurkomaTúrbó 2000 klósettsins
Dav Pilkey
10 FjársjóðskistanÝmsir
Íslensk skáldverk
Barnabækur