Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 51
20.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Bækur ársins BÓKAÁRSINS 2015 VERÐUR HELST MINNST FYRIR ÞANN GRÚA AF LJÓÐABÓKUM SEM KOM ÚT OG EINS FYRIR ÞAÐ HVE MIKIL GRÓSKA VAR Í ÚTGÁFU BÓKA FYRIR BÖRN OG UNGMENNI. JÁ, OG FYRIR BÆKUR ÞAR SEM KARLMENN SEM ERU RÉTT AÐ VERÐA EÐA NÝORÐNIR MIÐALDRA RIFJA UPP ÆSKU- ÁRIN Í MIS-SKÁLDUÐUM BÚNINGI. ÁRNI MATTHÍASSON VELUR ÚR BÓKABUNKANUM ÞÆR BÆKUR SEM HONUM ÞÓTTI SKARA FRAMÚR Á ÁRINU. Stóri skjálfti Auðar Jónsdóttur seg- ir frá konu sem rankar við sér eftir flogakast á gangstétt við Miklu- brautina og þriggja ára sonur henn- ar er á bak og burt. Bókin er þó ekki um flogaveiki sem slíka heldur um það hvernig heilinn fer sínar eigin leiðir, man það sem honum sýnist og hentar hverju sinni og það hvernig við erum sífellt að búa til nýjar útgáfur af okkur, meðvitað og ómeðvitað. LESTU LÍKA: Geirmundar sögu heljarskinns eftir Bergsvein Birgisson og Eitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson. SKÁLDSAGA ÁRSINS Stella, söguhetja Mömmu klikk eftir Gunnar Helgason, er tólf ára stelpa sem skammast sín fyrir mömmu sína og ákveður að breyta henni. Hún áttar sig á því að kannski er mamma hennar ekki svo klikkuð eftir allt saman, en það kem- ur líka sitthvað í ljós um Stellu og skýrir líðan hennar eftir því sem líður á bókina. LESTU LÍKA: Þín eigin goðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson og Randalín, Mundi og afturgöngurnar eftir Þórdísi Gísla- dóttur. BARNABÓK ÁRSINS Enginn veit hver Elena Ferrante er en hún hefur þó verið kölluð besti núlifandi rithöf- undur Ítalíu og bækur hennar njóta mikillar hylli víða um heim. Skáldsagan Fram- úrskarandi vin- kona er fyrsta bindið í sögunni af vinkonunum Elenu og Lilu, en þess má geta að fjórða bindið er ofarlega á listum um bestu bækur ársins í enskum fjölmiðlum. LESTU LÍKA: Svo þú villist ekki í hverfinu hérna eftir Patrick Modiano og Spámennina í Botnleysufirði eftir Kim Leine. ÞÝDD SKÁLD- SAGA ÁRSINS Í Koparborginni segir Ragnhildur Hólmgeirsdóttir frá því er Pietro kemst undan við illan leik þegar fiskimannaþorpið er brennt til að losa íbúa nær- liggjandi borgar við pláguna. Hann kemst síðan að því að á borginni hvílir bölvun sem er mun verri en nokkur plága og leggur upp í svaðilför til að sigrast á illum öflum. LESTU LÍKA: Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur og Drauga- Dísu eftir Gunnar Theodór Eggertsson. UNGLINGABÓK ÁRSINS Í Stríðsárunum 1938-1945 rekur Páll Baldvin Baldvinsson sögu stríðsáranna á nýstárlegan hátt – birtir söguna með orðum þeirra sem lifðu hana, enda byggist hún á gríðarlega miklum samtímaheimildum, blöðum, tímaritum og end- urminningum. Magnaðar myndskreytingar gera sitt til að gera bókina framúrskarandi vel heppnaða. Einstakt þrekviki. LESTU LÍKA: Landnám og landsnámsfólk eftir Bjarna F. Ein- arsson og Stórhvalaveiðar við Ísland eftir Smára Geirsson. FRÆÐIRIT ÁRSINS Sigrún Þorsteins- dóttir er þekkt fyrir vefsetur þar sem hún deilir uppskriftum og tilraunum sínum í matargerð og byggir á þeim grunni í mat- reiðslubókinni Café Sigrún – hollustan hefst heima. Skemmst er frá því að segja að bókin er upp full með framúrskarandi uppskriftum og hagnýtum fróðleik, skreytt framúrskarandi ljósmyndum. LESTU LÍKA: Vín – Umhverfis jörðina á 110 flöskum eftir Steingrím Sigurgeirsson og Lista- maður á söguslóðum eftir Johannes Larsen. HANDBÓK ÁRSINS Samtímanum verður tíðrætt um alls konar frelsi en þegar grannt er skoðað vakna spurningar um það hversu frjáls við séum í raun og veru. Það er og viðfangsefni Frelsis, ljóða- bókar Lindu Vil- hjálmsdóttur, þar sem hún skoðar frelsið frá ýmsum hliðum og ekki síst það hve við erum höll undir sjálfsblekkingu. LESTU LÍKA: Gráspörva og ígulker eftir Sjón og Öskraðu gat á myrkrið eftir Bubba Morthens. LJÓÐABÓK ÁRSINS Guðmundur Andri Thorsson rekur sögu föður síns og fjölskyldu frá óvenjulegu sjónarhorni í Og svo tjöllum við okkur í rallið. Í bókinni dregur hann fram gamlar ljósmyndir úr fórum Thors föður síns og segir okkur söguna af hverri fyrir sig á nærfærinn og einlægan hátt. LESTU LÍKA: Nínu S. eftir Hrafnhildi Schram og Stúlku með höfuð eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur. ÆVISAGA ÁRSINS Brúnar, eftir Håkon Øvr- eås, lætur ekki mikið yfir sér, stutt bók og textinn knapp- ur. Hún fjallar þó um býsna merkilega hluti, einelti, vináttu og dauða, á einkar trú- verðugan hátt og sýnir það hvernig börn verða oft út- undan þegar stórviðburðir dynja á fjöl- skyldunni. LESTU LÍKA: Grimmsævintýri í endursögn Philips Pullmans og Grimma tannlækninn eftir David Walliams. ÞÝDD BARNA- BÓK ÁRSINS Í Þýska húsinu fer Arnaldur Ind- riðason aftur í tíma, segir frá morði sem fram- ið er í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjald- arinnar. Í aðal- hlutverkum eru herlögreglumað- urinn Thorson og rannsókn- arlögreglumað- urinn Flóvent, at- burðarásin er snúin og að hætti Arnaldar eru mannlýsingar lifandi og sögusviðið trúverð- ugt. LESTU LÍKA: Gildruna eftir Lilju Sigurðardóttur og Sogið eftir Yrsu Sigurðardóttur. GLÆPASAGA ÁRSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.