Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 17
verið við lýði og hvernig haga mætti kennslu á námsefni öðru- vísi, þannig að meiri árangur hlytist af. Þjálfun skilar ekki endilega skilningi Upphaflega bjó Ólafur til forrit með hjálp þýsks vinar í PC en að áeggjan Margrétar Pálu Ólafs- dóttur, höfundar Hjallastefnunnar, ákvað hann að gera forrit fyrir bæði far- og spjaldtölvur, og seinna meir snjallsíma. Í dag vinna sex manns að app- inu og um 700 nemendur í átta skólum hafa aðgang að því. Og fer fjölgandi. „Fólk gerir sér ef vill ekki grein fyrir því hvað þetta tekur mikinn tíma. En við höfum held- ur ekki viljað fara of hratt. Við viljum geta tekið beygjur á skút- unni ef þarf til að geta brugðist við hugmyndum kennara og nem- enda þegar þær koma upp. Ef við erum í kapphlaupi við tímann verður niðurstaðan held ég ekki jafngóð. Í haust komst þetta á ákveðið skrið og við höfum fengið góðar móttökur í öllum þeim skólum sem við höfum heimsótt, bæði hjá kennurum og nem- endum og ég er mjög bjartsýnn á að þetta sé á réttri leið,“ segir Ólafur en að verkefninu hafa meðal annars komið ráðgjafar úr tölvunargeiranum og sálfræði- og uppeldisgeiranum. Grunntilgangur KeyWe er að skapa tæki sem þjálfar börn og unglinga í að öðlast hæfileikann til að hugsa hratt, muna og blanda hugvísindaþekkingu skóla- ára sinna inn í ákvarðanatöku sína. „Fókus í námsskrá grunnskóla er að færast mun meira á ákveð- in persónueinkenni og gildi, sam- anber lykilhæfni aðalnámskrár, og mikilvægi þeirra en ekki bara hefðbundinn lestur og próftöku. Að krakkar þroski með sér hug- rekki, þrautseigju, félagsfærni, forvitni og slíka eiginleika er mun vænlegra upp á það að þeim gangi vel í lífinu. Án til að mynda félagsfærni færðu fólk ekki með þér í að gera hug- myndir að veruleika. Og sanna félagsfærni öðlast maður einungis þegar maður hættir að sjá aðrar manneskjur sem hagnýt tæki fyr- ir eigin frama- eða valdapots og sér þær eins og bókmenntirnar og heimspekin sýna þær; sem flóknar og yndislegar verur, ger- andi alltaf sitt besta úr þeim að- stæðum sem heimurinn hefur lát- ið þeim í té.“ Ólafur er sú gerð af náms- manni sem sér hlutina mjög myndrænt fyrir sér. Þótt forritið sé hugsað til þess að gagnast öll- um kemur það þeim sér afar vel sem gengur illa að nýta sér hefð- bundinn texta og þurfa að sjá hlutina myndrænt fyrir sér eða hlusta á efnið. „Tölvuleikirnir sem hægt er að spila úr námsefninu eru bæði spurningaleikir og svo leikir sem innihalda þrautir og verkefni eins og krakkar þekkja úr leikjum eins og Mario Bros, Flappy Bird og fleirum. Í stað þess að gull- peningurinn, sprengjan eða fugl- inn hafi enga merkingu byrjum við að tengja þessar verur og hluti við verkefni í skólanum eða jafnvel minningu – eitthvað sem þau hafa lesið á netinu og langar að muna eða eitthvað sem þau hafa gert.“ Er þörf á því að krakkar fái þjálfun sem þessa? „Já. Hver er tilgangur bók- menntakennslu annar en sá að gefa nemandanum sýn inn í flók- setningar eða sögur úr bókmennt- unum og leiklistinni nái að hafa áhrif á ákvarðanir og viðbrögð ungs fólks. Skólinn þjálfar vinnusemi og samanburð sem er í lagi ef það er ekki á kostnað upplifunar, glaðlyndis, sálkönnunar, hjálpsemi, samkenndar og sköpunar. Í tölvuleiknum viljum við kafa ofan í hugvísindasviðið, vinna með óhlutbundin hugtök, hjálpa krökk- unum að tengjast undirmeðvitund sinni, skerpa innsýn þeirra. Þann- ig öðlast þau meiri færni til að skynja hið stutta bil milli þess áreitis sem þau verða fyrir og viðbragða við aðstæðunum. Það er mikil þjálfun að fara inn í þennan innsta kjarna; ákvarðan- atöku okkar.“ Kjarninn í öllu er að hitta annað fólk Íslendingasögurnar, skáldsögurnar Blái hnötturinn og Benjamín dúfa ásamt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er meðal þess efnis sem nemendur hafa nýtt sér í vinnunni með KeyWe. Í Íslend- „Núvitund er besti leiðarvísir að lífinu sem ég hef fundið. Sá leið- arvísir opnar fyrir umræðuna um tálsýn tímans og mögulega vitund handan hugsunar. Ég hef kannski hugsað allt of mikið um ævina,“ segir Ólafur Stefánsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg ið hugarspil og aðstæður mann- eskjunnar. Ef hægt er að skapa tæki þannig að þessi viska renni stöðugt í æðum og hjarta mann- eskjunnar eykur það líkurnar á því að þessi sama viska veiti henni kraft til að taka réttar ákvarðanir þegar þungi óttans, valdsins og yfirgangsins knýr á um annað. Einungis þannig getur heimurinn byrjað að snúast í átt til sannrar gleði, mannvirðingu og innri friðar,“ segir Ólafur og seg- ist geta tekið dæmi úr handbolt- anum. „Ungur íþróttamaður getur ver- ið duglegur á æfingum, æft 10 sinnum í viku í 10 ár, en samt staðið uppi tvítugur og ekki haft neinn skilning á eðli leiksins. Sama á hugsanlega við um krakka sem fara í gegnum grunn- og menntaskólanám. Þau hafa sankað að sér alls kyns þekkingu en þó án færninnar til að geta notfært sér hana í lífinu. Í hröðum heimi þegar lítill tími er til viðbragða og óttinn í ofan- álag gerir allt enn óskýrara þá er lítil von til þess að kjarnyrtar 20.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Æ G I S G A R Ð I 2 , 1 0 1 R E Y K J A V Í K , S Í M I 5 1 2 8 1 8 1 VERIÐ VELKOMIN Á CASA GRANDE Í RAUÐA HÚSINU VIÐ GÖMLU HÖFNINA Í REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.