Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 25
Upplýst Parísarhjól setur svip sinn á markaðsstemninguna í Lubeck.
Jólamarkaðurinn í Strassborg í Frakklandi er einn sá elsti og stærsti þar í landi.
Í tengslum við jólamarkaðinn í Berlín hefur parísarhjól verið lýst upp.
Lokað er fyrir bílaumferð í miðborg Strassborgar meðan jólamarkaðurinn er.
Franska þjóðin hefur snúið bökum saman sem aldrei fyrr eftir
hryðjuverkaárásirnar í síðasta mánuði og fánalitirnir, rauður, blár
og hvítur, verið táknmynd samstöðunnar. Að sjálfsögðu er hægt
að fá jólatré í þeim litum þetta árið, eins og þessi maður í Rungis,
úthverfi Parísar, komst að raun um á markaði á dögunum.
Hugmyndaflugi manna eru engin takmörk sett þeg-
ar jólin eru annars vegar. Það sést vel á þessari
mynd sem tekin var á Via del Pelligrino í miðborg
Rómar en þar nota menn rauðar og hvítar regn-
hlífar sem jólaskraut.
Hvers vegna að nota hreindýrasleða þegar búið er að
finna upp mótorhjólið? Þessi jólasveinn í New York hefur
alltént tekið tæknina í sína þjónustu enda þarf hann að
komast hratt yfir; þau eru ófá börnin sem þarf að sinna.
Það koma alltaf jól
JÓLIN ERU INNAN SEILINGAR OG UM
HEIM ALLAN ER FÓLK Í ÓÐAÖNN AÐ
LEGGJA LOKAHÖND Á UNDIRBÚNINGINN
FYRIR ÞESSA HÁTÍÐ LJÓSS OG FRIÐAR.
HJARTAÐ SLÆR HRAÐAR Í SUMUM EN
ÖÐRUM, EINS OG GENGUR, EN HÖFUM
HUGFAST AÐ ÞAÐ KOMA ALLTAF JÓL.
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera jólasveinn.
Ekki síst í stórborgum eins og Berlín, þar sem háhýsin eru
mörg hver óárennileg eins og Kollhoff-turninn. Þá kemur
sér vel að búa að langri reynslu.
AFP
Snæfinnur snjókarl gerir víðreist fyrir þessi jólin en á dög-
unum var kappinn staddur í Hong Kong með sinn snjáða
pípuhatt. Tók þar þátt í mikilli skrúðgöngu sem haldin er
árlega til að fagna komu jólanna. Vel lá á Snæfinni enda í
góðum félagsskap þar eystra.
20.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is
BSÍ - Umferðarmiðstöðin
Reykjavík
Keflavíkurflugvöllur
Kauptu miða núna á www.flugrutan.is
*Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr.
2.000 kr.*
FYRIR AÐEINS
Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum
Ferðatími u.þ.b.
45 mínútur
Umhverfisvænt
VIÐ
SKUTLUM
ÞÉR!
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í
tengslum við allar komur & brottfarir
flugvéla um Keflavíkurflugvöll.