Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 41
20.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 S máhesturinn á í bölvuðu basli með sjálfan sig þessa dagana. Hon- um líður nefnilega akkúrat núna eins og fólki líður yfirleitt annan í jólum. Ástandið er svona eins og þegar fólk er búið að ofstöffa sig af allt of góðum mat og langar varla til að lifa lengur vegna of- gnóttar. Það verður að játast hér með að það er ekki alveg eðlilegt að vera kom- inn á þennan stað fimm dögum fyrir jól. Eins og staðan er núna þyrfti helst að keyra með smáhestinn upp í Víðidal og láta lóga honum eða finna nýja leið til að víra saman á honum kjaftinn þannig að ekkert kæmist inn fyrir hans varir nema alveg tær vökvi (eins og til dæmis vatn). Eftir að smáhesturinn fór að lyfta lóðum og iðka sykurleysi af mikilli hjartans lyst hefur þolið fyrir óhollustu aukist svo hryllilega mikið að þetta jaðrar við að vera vandamál. Í hvert skipti sem hann „brýtur“ eigin reglur og stöffar sig með sæta- brauði og súkkulaði verður lík- amleg og andleg líðan svo slæm að hún jaðrar við hættumörk. Smáhesturinn er reyndar ekki ennþá kominn í jólaölið en hann tók svo hraustlega á því með söruáti í vikunni að hann var að hugsa um að reyna að fá innlögn á einhverja stofnun. Þegar smáhesturinn druslað- ist á leikfimisæfingar í vikunni fannst honum hann ekki geta neitt og allt varð eitthvað ómögulegt. Sjálfstraustið alveg í kjallaranum og allt það. Og þegar smáhesturinn þurfti í alvörunni að hugsa sig um áður en hann staðfesti komu sína í teiti þá hugsaði hann með sér að eitthvað væri að. Þá áttaði hann sig á því að átið væri að leika hann svo grátt að hann væri að missa lífsviljann. Að vilja frekar vera heima uppi í sófa að horfa á sjónvarpið en að hitta vini sína er ekki alveg nógu gott og í raun alveg úr karakter. Það er að segja ef smáhesturinn hefur einhvern karakter yfir- höfuð. Smáhesturinn er því kominn í „létta sultun“ fyrir jólin svo það þurfi ekki að keyra hann upp í Víðidal. Það skiptir nefnilega máli að geta tekið á móti nýju ári með bros á vör og með hjartað fullt af þakklæti. Og þó vandamálin flokkist öll sem fyrsta heims vandamál þá verður samt að tala um þau – og þið sem kannist við þetta vitið núna að þið eruð ekki ein. Jai Baguan. martamaria@mbl.is Vantar far upp í Víðidal? * Þegar smáhest-urinn druslaðistá leikfimisæfingar í vikunni fannst hon- um hann ekki geta neitt og allt varð eitt- hvað ómögulegt. Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND Árvakur leitar að duglegum einstaklingum í 50% hlutastarf. Um er að ræða dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinnutíminn er 3-4 tímar í senn, sex daga vikunnar og að mestu í næturvinnu. Góðir tekjumöguleikar og fín hreyfing fyrir duglegt fólk. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára og hafa bíl til umráða. Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal tiltaka dreifingu þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 2. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við dreifingarstjóra Árvakurs, Örn Þórisson í síma 569-1356 eða á ornthor@mbl.is Aukavinna fyrir orkubolta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.