Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 48
Dúkkuheimili í Borgarleikhúsinu bbbbn Eftir Henrik Ibsen í leikstjórn Hörpu Arnardóttur. „Uppfærslan stendur og fellur með Unni Ösp Stefánsdóttur í hlutverki Nóru, sem er á sviðinu nær allan tímann. Unnur Ösp náði af einstakri leikni að sýna áhorfendum margbrotna Nóru í því flókna tilfinningaferðalagi sem persónan fer í gegnum. Henni tókst frábærlega að miðla sársauka og örvæntingu konu, sem á sífellt erfiðara með að leika það hlutverk sem eiginmaður og samfélag krefst af henni.“ Í LEIT AÐ SJÁLFRI SÉR 4:48 Psychosis – Edda Productions og Aldrei óstelandi í Þjóðleikhússinu bbbbm Eftir Söruh Kane í leikstjórn Friðriks Friðrikssonar. „Öllu skiptir síðan á endanum stórkostleg frammistaða Eddu Bjargar [Eyjólfsdóttur]. Bæði frá sjónarhóli túlkunarinnlifunar og tækni, en þar munar mest um yfirburðafærni í textameðferð. Hér ríkir fullkomið jafnvægi milli þess valds sem listamaður verður að hafa yfir túlkun sinni, og tilfinningarinnar fyrir óút- reiknanlegu hömluleysinu sem verkið krefst. Það er langt síðan ég hef orðið vitni að jafn ótvíræðum leiksigri og þessum.“ Í LEIT AÐ LJÓSI Menning 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 Billy Elliot í Borgarleikhúsinu bbbbb Eftir Lee Hall í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. „Bergur Þór vinnur, í samstarfi við listræna stjórnendur sína og samstarfsfólk, sannkallað þrekvirki í uppsetningunni á Billy Elliot. Hér smellur allt saman og skilar sér í stórkostlegri sýn- ingu. Snilldin liggur ekki síst í því hvað allt virðist áreynslulaust, hvort heldur snýr að leiknum, söngnum, dansinum eða um- gjörðinni.“ ÞAR SEM HLÚÐ ER AÐ HÆFILEIKUM Endatafl – Svipir í Tjarnarbíói á Listahátíð í Reykjavík bbbbn Eftir Samuel Beckett í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. „Þessi uppfærsla Endatafls er vel heppnuð. Þar fer allt saman: sviðsmynd, leikur, tónlist og öll umgjörð. […] Leikararnir eru allir góðir. Þór Tulinius glansar í hlutverki Clov. […] Í heildina er þetta skemmtileg sýning á merki- legu leikhúsverki. Enginn leikhúsáhugamaður ætti því að láta þessa sýningu framhjá sér fara.“ STÓRGÓÐ UPPFÆRSLA Á SÍGILDU VERKI Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn: Geimþrá Sýn.stj.: Klara Þórhallsdóttir og Heiðar Kári Rannversson. „Unnið er markvisst með lýsingu á þessari sýningu og þá sem merkingarbæran þátt í heildarumgjörð hennar og sýningar- hugmynd sem gengur út á að draga fram sköpunarneistann, „geimþrána“ í verkum fjögurra úrvalslistamanna – og sýning- argestur er hrifinn með í fantasíukenndan könnunarleiðangur.“ FANTASÍUKENNDUR KÖNNUNARLEIÐANGUR Hafnarborg: Hekla Dögg Jónsdóttir – Framköllun bbbbn „Áherslan er á tæknilegt gagnsæi og sýnileika hins listræna ferlis sem byggist á samvinnu og þátttöku hlutaðeigandi í merkingarsköpuninni, þ.á m. áhorf- andans. Hekla Dögg hefur fengið til liðs við sig öfl- ugan hóp listamanna sem hver um sig eða nokkrir saman gera stutta, þögla og svarthvíta kvikmynd.“ FRUMLEG INNSETNING Hystory – Sokkabandið í Borgarleikhúsinu bbbbb Eftir Kristínu Eiríksdóttur í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. „Með Hystory sýnir Kristín svo um munar að hún hefur meistaralega góð tök á leikritunarforminu. […] Það er ekki á hverjum degi sem nýtt íslenskt leikrit er frumsýnt sem er svo vel skrifað og hugvitssamlega sviðsett að maður vonar eiginlega að sýningin taki aldrei enda – eða byrji hreinlega strax upp á nýtt þurfi henni endilega að ljúka.“ Listasafn Íslands: Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp Sýningarstjórar: Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson. „Það var einfaldlega löngu kom- inn tími á vandaða yfirlitssýningu – og nýja útgáfu – á verkum þessa merka listamanns, burtséð frá 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna sem hefur annars stuðlað að sýni- leika margra frambærilegra lista- manna sem annars sjást of sjaldan í sýningarsölum hér á landi.“ LÖNGU TÍMABÆR YFIRLITSSÝNING „Uppfærslan stendur og fellur með Billy. Sölvi Viggósson Dýrfjörð, sem lék Billy á frumsýningunni, er líkt og fæddur inn í hlutverkið. Hann hefur mikla útgeislun á sviði, söng afar vel og dansaði eins og engill.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Leiksýningar ársins BESTU SÝNINGAR ÁRSINS SPANNA ALLT FRÁ DANSANDI VONARSTJÖRNU TIL SVARTASTA ÞUNGLYNDIS MEÐ VIÐKOMU Í VONLAUSU HJÓNABANDI. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON, SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR OG ÞORGEIR TRYGGVASON VÖLDU ÚR ÞEIM SÝNINGUM SEM ÞAU SÁU Í BORGARLEIKHÚSINU, ÞJÓÐLEIKHÚSINU OG TJARNARBÍÓI Á ÁRINU. Myndlistarsýningar ársins EINS OG UNDANFARIN ÁR VORU SETTAR UPP FJÖLBREYTILEGAR SÝNINGAR OG INNSETNINGAR Í SÖFNUM OG SÝNINGARSÖLUM VÍÐA UM LAND. ANNA JÓA, MYNDLISTARRÝNIR MORGUNBLAÐSINS, SKRIFAÐI UM ÚRVAL ÞESSARA SÝNINGA OG HEFUR VALIÐ ÞAÐ BESTA. MEÐ FORTÍÐINA Í FARTESKINU Listasafn Árnesinga: Ákall bbbbn Sýningarstjóri: Ásthildur Björg Jónsdóttir. „[Á sýningunni var] tekið kröftuglega undir ákallið um vit- undarvakningu, íhugun og samræðu um mikilvæg málefni er varða okkur öll, ekki síst komandi kynslóðir […] og saman […] sitjum við í súpunni ef mannskepnan fer ekki að ranka við sér.“ ÁKALL UM VITUNDARVAKNINGU Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús: Katrín Sigurðardóttir – Horft inn í hvítan kassa – skúlptúrar og módel „Vel unnin sýning sem gefur listunn- endum góða innsýn í hugmyndir og aðferð- ir samtímalistamanns sem starfar að mestu leyti erlendis og hefur m.a. sýnt fyrir Ís- lands hönd á Feneyjatvíæringnum.“ GÓÐ INNSÝN Í AÐFERÐIR SAMTÍMALISTAMANNS Almar í kassanum: Þetta nemandaverk átti sér stað innan vébanda Listaháskóla Ís- lands en teygði sig út í samfélagsrýmið í gegn- um netheima. Sýnileiki myndlistar í íslenskum fjölmiðlum er líklega í sögulegu lágmarki um þessar mundir en þarna náði óþekktur list- nemi athygli svo um munaði – langt umfram tvær umdeildar stórsýningar á árinu; framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins og yfirlitssýn- ingu á verkum Bjarkar Guðmundsdóttur í MoMA í New York. Gjörningur hans afhjúp- aði vaxandi vægi rafrænna samfélagsmiðla í veruleikaskynjun einstaklinga, í fjölmiðlaum- fjöllun og samfélagsumræðu hér á landi. HUGLEIÐING AÐ LOKUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.