Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Side 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Side 48
Dúkkuheimili í Borgarleikhúsinu bbbbn Eftir Henrik Ibsen í leikstjórn Hörpu Arnardóttur. „Uppfærslan stendur og fellur með Unni Ösp Stefánsdóttur í hlutverki Nóru, sem er á sviðinu nær allan tímann. Unnur Ösp náði af einstakri leikni að sýna áhorfendum margbrotna Nóru í því flókna tilfinningaferðalagi sem persónan fer í gegnum. Henni tókst frábærlega að miðla sársauka og örvæntingu konu, sem á sífellt erfiðara með að leika það hlutverk sem eiginmaður og samfélag krefst af henni.“ Í LEIT AÐ SJÁLFRI SÉR 4:48 Psychosis – Edda Productions og Aldrei óstelandi í Þjóðleikhússinu bbbbm Eftir Söruh Kane í leikstjórn Friðriks Friðrikssonar. „Öllu skiptir síðan á endanum stórkostleg frammistaða Eddu Bjargar [Eyjólfsdóttur]. Bæði frá sjónarhóli túlkunarinnlifunar og tækni, en þar munar mest um yfirburðafærni í textameðferð. Hér ríkir fullkomið jafnvægi milli þess valds sem listamaður verður að hafa yfir túlkun sinni, og tilfinningarinnar fyrir óút- reiknanlegu hömluleysinu sem verkið krefst. Það er langt síðan ég hef orðið vitni að jafn ótvíræðum leiksigri og þessum.“ Í LEIT AÐ LJÓSI Menning 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 Billy Elliot í Borgarleikhúsinu bbbbb Eftir Lee Hall í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. „Bergur Þór vinnur, í samstarfi við listræna stjórnendur sína og samstarfsfólk, sannkallað þrekvirki í uppsetningunni á Billy Elliot. Hér smellur allt saman og skilar sér í stórkostlegri sýn- ingu. Snilldin liggur ekki síst í því hvað allt virðist áreynslulaust, hvort heldur snýr að leiknum, söngnum, dansinum eða um- gjörðinni.“ ÞAR SEM HLÚÐ ER AÐ HÆFILEIKUM Endatafl – Svipir í Tjarnarbíói á Listahátíð í Reykjavík bbbbn Eftir Samuel Beckett í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. „Þessi uppfærsla Endatafls er vel heppnuð. Þar fer allt saman: sviðsmynd, leikur, tónlist og öll umgjörð. […] Leikararnir eru allir góðir. Þór Tulinius glansar í hlutverki Clov. […] Í heildina er þetta skemmtileg sýning á merki- legu leikhúsverki. Enginn leikhúsáhugamaður ætti því að láta þessa sýningu framhjá sér fara.“ STÓRGÓÐ UPPFÆRSLA Á SÍGILDU VERKI Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn: Geimþrá Sýn.stj.: Klara Þórhallsdóttir og Heiðar Kári Rannversson. „Unnið er markvisst með lýsingu á þessari sýningu og þá sem merkingarbæran þátt í heildarumgjörð hennar og sýningar- hugmynd sem gengur út á að draga fram sköpunarneistann, „geimþrána“ í verkum fjögurra úrvalslistamanna – og sýning- argestur er hrifinn með í fantasíukenndan könnunarleiðangur.“ FANTASÍUKENNDUR KÖNNUNARLEIÐANGUR Hafnarborg: Hekla Dögg Jónsdóttir – Framköllun bbbbn „Áherslan er á tæknilegt gagnsæi og sýnileika hins listræna ferlis sem byggist á samvinnu og þátttöku hlutaðeigandi í merkingarsköpuninni, þ.á m. áhorf- andans. Hekla Dögg hefur fengið til liðs við sig öfl- ugan hóp listamanna sem hver um sig eða nokkrir saman gera stutta, þögla og svarthvíta kvikmynd.“ FRUMLEG INNSETNING Hystory – Sokkabandið í Borgarleikhúsinu bbbbb Eftir Kristínu Eiríksdóttur í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. „Með Hystory sýnir Kristín svo um munar að hún hefur meistaralega góð tök á leikritunarforminu. […] Það er ekki á hverjum degi sem nýtt íslenskt leikrit er frumsýnt sem er svo vel skrifað og hugvitssamlega sviðsett að maður vonar eiginlega að sýningin taki aldrei enda – eða byrji hreinlega strax upp á nýtt þurfi henni endilega að ljúka.“ Listasafn Íslands: Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp Sýningarstjórar: Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson. „Það var einfaldlega löngu kom- inn tími á vandaða yfirlitssýningu – og nýja útgáfu – á verkum þessa merka listamanns, burtséð frá 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna sem hefur annars stuðlað að sýni- leika margra frambærilegra lista- manna sem annars sjást of sjaldan í sýningarsölum hér á landi.“ LÖNGU TÍMABÆR YFIRLITSSÝNING „Uppfærslan stendur og fellur með Billy. Sölvi Viggósson Dýrfjörð, sem lék Billy á frumsýningunni, er líkt og fæddur inn í hlutverkið. Hann hefur mikla útgeislun á sviði, söng afar vel og dansaði eins og engill.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Leiksýningar ársins BESTU SÝNINGAR ÁRSINS SPANNA ALLT FRÁ DANSANDI VONARSTJÖRNU TIL SVARTASTA ÞUNGLYNDIS MEÐ VIÐKOMU Í VONLAUSU HJÓNABANDI. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON, SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR OG ÞORGEIR TRYGGVASON VÖLDU ÚR ÞEIM SÝNINGUM SEM ÞAU SÁU Í BORGARLEIKHÚSINU, ÞJÓÐLEIKHÚSINU OG TJARNARBÍÓI Á ÁRINU. Myndlistarsýningar ársins EINS OG UNDANFARIN ÁR VORU SETTAR UPP FJÖLBREYTILEGAR SÝNINGAR OG INNSETNINGAR Í SÖFNUM OG SÝNINGARSÖLUM VÍÐA UM LAND. ANNA JÓA, MYNDLISTARRÝNIR MORGUNBLAÐSINS, SKRIFAÐI UM ÚRVAL ÞESSARA SÝNINGA OG HEFUR VALIÐ ÞAÐ BESTA. MEÐ FORTÍÐINA Í FARTESKINU Listasafn Árnesinga: Ákall bbbbn Sýningarstjóri: Ásthildur Björg Jónsdóttir. „[Á sýningunni var] tekið kröftuglega undir ákallið um vit- undarvakningu, íhugun og samræðu um mikilvæg málefni er varða okkur öll, ekki síst komandi kynslóðir […] og saman […] sitjum við í súpunni ef mannskepnan fer ekki að ranka við sér.“ ÁKALL UM VITUNDARVAKNINGU Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús: Katrín Sigurðardóttir – Horft inn í hvítan kassa – skúlptúrar og módel „Vel unnin sýning sem gefur listunn- endum góða innsýn í hugmyndir og aðferð- ir samtímalistamanns sem starfar að mestu leyti erlendis og hefur m.a. sýnt fyrir Ís- lands hönd á Feneyjatvíæringnum.“ GÓÐ INNSÝN Í AÐFERÐIR SAMTÍMALISTAMANNS Almar í kassanum: Þetta nemandaverk átti sér stað innan vébanda Listaháskóla Ís- lands en teygði sig út í samfélagsrýmið í gegn- um netheima. Sýnileiki myndlistar í íslenskum fjölmiðlum er líklega í sögulegu lágmarki um þessar mundir en þarna náði óþekktur list- nemi athygli svo um munaði – langt umfram tvær umdeildar stórsýningar á árinu; framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins og yfirlitssýn- ingu á verkum Bjarkar Guðmundsdóttur í MoMA í New York. Gjörningur hans afhjúp- aði vaxandi vægi rafrænna samfélagsmiðla í veruleikaskynjun einstaklinga, í fjölmiðlaum- fjöllun og samfélagsumræðu hér á landi. HUGLEIÐING AÐ LOKUM

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.