Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 Bækur Ég hlakka til að koma heim Búinn að komast að því hvernig ég get kálað kettinum án þess að vekja grun eiginkonu minnar sem elskar dýrið miklu meira en mig gælir oftar við það, gefur því betri mat og það sem mér þykir verst af öllu kyssir blauta snoppuna áður en hún kyssir mig Þessar pælingar fara gegnum hugann á farþega í sæti 27 B í flugi Poesian Airlines, SF-237, til ferða- loka en af því ágæta flugi hermir Sindri Freysson í nýrri ljóðabók sinni, Góðir farþegar. Fjölskrúðugur hópur fólks er kominn saman í þröngu rými í tíu kílómetra hæð á sexhundruð kíló- metra hraða á klukkustund. Úti fyrir er helkuldi. Markmið og ástæður ferða þeirra eru ólík og forsögur þeirra fjölbreyttar, skrýtnar, skemmtilegar og litaðar gleði, sorg, ljósi og skuggum. Og um borð er einhver sem hefur illt í hyggju. Dapur skipstjóri Sindri segir nokkrar kveikjur liggja að verkinu. „Ein af fyrstu kveikj- unum var sigling sem ég fór í á er- lendri ferju, þar sem skipstjórinn sendi reglulega tilkynningar til far- þeganna í gömlu og brakandi kall- kerfi. Hann var svo þunglyndis- legur og dapur að það var eins og hann ætlaði að fá okkur öll til að samþykkja að sigla í djúpin með sér. Þá fór ég að velta fyrir mér til- finningu og líðan skipstjóra sem fer sömu leiðin aftur og aftur og er einskonar fangi í sinni endurtekn- ingu. Þetta getur vitaskuld átt við um flugstjóra líka.“ Í öðru lagi nefnir Sindri öll þau hræðilegu flugslys sem orðið hafa á seinni árum, ekki síst hvarf malas- ísku farþegaflugvélarinnar og flug Germanwings, þar sem flugmað- urinn læsti flugstjórann úti og grandaði vélinni í frönsku ölpunum. „Hvarf malasísku flugvélarinnar er án efa dularfyllsta hvarf flugsög- unnar, ef ekki hreinlega mannkyns- sögunnar. Þarna gufar upp risastór Boeing-vél með hátt í 250 manns innanborðs. Það er upphafið að um- fangsmestu leit að flugvél í sög- unni; leit sem hefur í raun og veru ekki enn skilað árangri, þrátt fyrir vísbendingar. Germanwings-flugið sýnir okkur að flugmenn, eins og aðrir, geta verið þjakaðir af alls- kyns vandamálum og eru ef til vill ekki alltaf í stakk búnir að bera ábyrgð á farþegum. Það er til bók eftir Peter Handke sem kallast Ótti markmannsins við víti, og það mætti hæglega skrifa bókina Ótti flugmannsins við háloftin.“ Spurður um formið viðurkennir Sindri að vel hefði verið hægt að skrifa skáldsögu um efnið en hon- um fannst það hafa meira aðdrátt- arafl að búa til skyndimyndir af farþegunum. Að fljúga milli sæta og hugskota og búa til persónur af öllum stærðum og gerðum. „Mig langaði að búa til víða mynd af al- þjóðlegri farþegaþotu enda er slíkt afmarkað rými í raun bara þver- skurður af mannkyninu. Mann- skepnan breytist aldrei í meg- inatriðum; við erum þetta óútreiknanlega kerfi sem hefur mik- ilfenglega aðlög- unarhæfni og oft og tíðum smánarlega lífshvöt. Galdurinn er að finna nýja sjón- vinkla á þessa skepnu og það gerist ekki síst í krafti skáldskaparins. Í þessu tilviki fannst mér ljóðið virka best. Ég hef líka bent á í hálfkæringi að trúlega eru Góðir farþegar fyrsta íslenska skáldverkið sem á sér stað í heild sinni uppi í háloftunum.“ Líður betur á jörðinni Meðan á skrifunum velti hann fyrir sér gömlu allegóríunni frá dögum Platóns um dárafley eða fíflaskip, þar sem hópur fólks, sem veit ekki sitt rjúkandi ráð, er settur saman á fley undir stjórn manns sem er annað hvort jafnruglaður eða rugl- aðri en farþegarnir. „Þessi allegóría hefur gjarnan verið notuð sem gagnrýni á þá sem sitja við stjórn- völinn á hverjum tíma. Val okkar skilgreinir okkur og það á líka við um valdhafana sem við veljum.“ Sindri hlær við þegar hann er spurður hvort hann sé sjálfur flug- hræddur. „Ég er ekki flughræddur en viðurkenni þó að mér líður betur á jörðu niðri en í loftunum, eins og líklega mörgum. Auðvitað hefur maður sett sig í spor farþega sem týnt hafa lífi í flugslysum. Air France-vélin sem hvarf á sínum tíma á leið frá Brasilíu var til dæm- is í frjálsu falli í tvær mínútur. Allt í einu verður sá tími gríðarlega langur og það er óhjákvæmilegt að velta fyrir sér hvað fer í gegnum hugann þegar maður veit að enda- lokin bíða manns innan skamms.“ Hann bætir við að ein af sínum fyrstu æskuminningum sé flugferð frá Reykjavík til Vestmannaeyja. „Þegar við nálguðumst Eyjar virtist vélin vera að fljúga á kletta og ég ímynda mér að hafa hugsað: Lífið að verða búið svo að segja áður en það hefst! Á síðustu stundu lyftist vélin mjúklega upp og lenti á vellinum. Samt var þetta nóg til að búa til „trauma“ um þennan atburð. Þetta er lík- lega fyrsta rótin að áhuga mínum á flugi og flugslysum og um leið að þessari bók. Og skáldskapurinn getur oftar en ekki veitt svarið við flóknustu spurningunum.“ Fagnar gróskunni Sindri fagnar grósku í útgáfu ljóða- bóka á þessu ári og vísar til kenn- ingar, sem varpað hefur verið fram, þess efnis að það stafi af vaxandi notkun samskiptamiðla. Knappur texti verði alltaf ríkari hluti af lestrarreynslu fólks. „Kenningin er góð en breytir samt ekki því að ljóðið hefur alltaf hentað nútíma- manninum ákaflega vel, hvort sem hann hefur gert sér grein fyrir því á hverjum tíma eða ekki. Ljóð eru aðgengilegar myndir og pælingar – brot af heiminum. Allir þurfa á skáldskap að halda á degi hverjum, eins og andlegu vítamíni, og ljóðið er hóflegri skammtur en til dæmis skáldsaga. Og bragðast alls ekki illa. Þetta eru góðir tímar fyrir ljóðið.“ SKYGGNST INN Í HUGSKOT FLUGFARÞEGA Ljóðið bragðast alls ekki illa „Allir þurfa á skáldskap að halda á degi hverjum, eins og andlegu vítamíni, og ljóðið er hóflegri skammtur en til dæmis skáldsaga,“ segir Sindri Freysson. Morgunblaðið/Styrmir Kári SINDRI FREYSSON FER Á FLUG, Í BÓKSTAFLEGRI MERKINGU, Í NÝRRI LJÓÐA- BÓK, GÓÐIR FARÞEGAR. HANN SEGIR LJÓÐIÐ ALLTAF HAFA HENTAÐ NÚTÍMAMANNINUM VEL. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is * Ég er ekkiflughrædd-ur en viður- kenni þó að mér líður betur á jörðu niðri en í loftunum. Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 9 -18, – www.rafkaup.is FOLD veggljós frá Hönnuður er Arik Levy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.