Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 34
Þ að var árið 1995 sem ég bauð fyrst nokkrum vinkonum í jólaboð í litlu kjallaraíbúðina sem ég leigði í Grjótaþorpinu. Þá vorum við aðeins yngri en nú, áttum enn eftir nokkur ár í þrí- tugt og boðið mjög lífleg. Á þessum árum var iðulega endað á rölti um bari bæjarins langt fram eftir nóttu. Nú, tuttugu árum síð- ar, er boðið ekki síður skemmtilegt þótt með breyttu sniði sé og lítið um barrölt lengur. Borðstofusett nágrannans fengið að láni Í upphafi voru aðeins sex til átta dömur í boðinu en eftir því sem árin líða fjölgar sí- fellt í vinkvennahópnum og þá einnig í jóla- boðinu fræga. Síðasta sunnudag var slegið met í fjölda, en tuttugu og fimm konur mættu svangar og prúðbúnar klukkan eitt í húsið mitt í Garðabæ. Undirbúningur hafði staðið yfir allan laugardaginn þar sem ég skemmti mér í eldhúsinu við eldamennsku á meðan jólalögin ómuðu í útvarpinu. Á laug- ardagskvöldinu stóð ég og klóraði mér í höfðinu yfir því hvernig í ósköpunum ég ætti að koma 25 konum fyrir í sitjandi borðhald því þótt borðstofuborðið mitt sé frekar stórt rúmar það í mesta lagi fjórtán. Nú voru góð ráð dýr og sendi ég skilaboð á nágrannann til að spyrja hvort hún ætti stóla að lána mér. Það var auðfengið og ég ákvað að færa mig upp á skaftið og spyrja hvort hún ætti kannski borð líka. Hún hélt nú það. Út var arkað með borðstofusett þeirra hjóna í heilu lagi og málinu bjargað. Sveik loforð um þrettán nakta jólasveina Að venju var á boðstólum fjöldinn allur af jólalegum smáréttum; síld, lax, kæfa, skinka, hangikjöt og ýmislegt fleira góðgæti. Mat- urinn heppnaðist óvenjuvel þetta árið og vel fór um hópinn við þessi tvö borðstofuborð. Ég hafði lofað þrettán nöktum jólasveinum en varð að svíkja það loforð en gat glatt þær með „óvæntri“ heimsókn frá Árna Sæberg ljósmyndara sem mætti með sitt gráa skegg og myndavél í hendi. Honum var ákaft fagn- að, enda ekki vanalegt að sjá karlmann í þessum kvennafansi. Æsilegur pakkaleikur alltaf vinsæll Við höfum haldið í þá hefð að mæta allar með pakka sem settur er laumulega í stóran svartan plastpoka við komuna. Eftir matinn er borðið rýmt og pökkunum raðað á borðið. Af stað fer æsilegur teningaleikur þar sem sú sem fær tvo eins á teninga, sem ganga hringinn, fær að velja sér pakka. Þar sem mörg pör af teningum eru í umferð gengur leikurinn hratt fyrir sig en hann er látinn ganga í nokkrar mínútur og eru þá sumar komnar með pakkahrúgu fyrir framan sig, ægilega glaðar, en aðrar sitja eftir tómhent- ar. Allt fer þó vel að lokum því í anda jóla- nnna og jafnaðarstefnunnar fara allar heim með einn pakka, saddar og sælar. Glæsilegur vinkvennahópur rúmaðist vel á borðstofuborðunum tveimur. Fremst á mynd má sjá Emilíu Björgu Björnsdóttur og gestgjafann Ásdísi Ásgeirsdóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg JÓLAKVENNABOÐ Í TVO ÁRATUGI Ómissandi vinkvennaboð á aðventunni Solveig Sveinbjörnsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Margrét Ásgeirs- dóttir, Helga Sverrisdóttir, Guð- finna Kristófersdóttir, Sjöfn Björns- dóttir, Þorgerður Hafsteinsdóttir, Aldís Arnardóttir, Linda Hilm- arsdóttir og Elín Þorgeirsdóttir. SEM SJÁLFSKIPAÐUR MATGÆÐ- INGUR MORGUNBLAÐSINS ER MÉR LJÚFT OG SKYLT AÐ DEILA MEÐ LESENDUM MÍNU ÁRLEGA JÓLAKVENNABOÐI MEÐ TILHEYR- ANDI UPPSKRIFTUM. AÐVENTAN VERÐUR FULLKOMIN Í SKEMMTILEGUM VINKVENNAHÓPI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Aldís Arnardóttir, Dassa Hauksdóttir, Hafdís Harðardóttir, Ásdís Ósk Erlingsdóttir, Unnur Gunnarsdóttir, Guðný Ingadóttir, Linda Arilíusdóttir, Ása Gunnsteinsdóttir, Anna María Sigtryggsdóttir og Hulda Sigurjónsdóttir. * Á laugardagskvöld-inu stóð ég og klóraðimér í höfðinu yfir því hvernig í ósköpunum ég ætti að koma 25 konum fyrir í sitjandi borðhald. Systurnar Ásdís og Margrét Ásgeirsdætur spjalla í eldhús- inu við Helgu Sverrisdóttur og Guðfinnu Kristófersdóttur. 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 Matur og drykkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.