Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 59
Ljósbrot liðinna stunda heitir safn gam- ansagna, smásagna, leikþátta, kvæða og kveðlinga eftir Helga Seljan. Í bókinni eru líka þankabrot frá þing- mannsárum, en Helgi sat á Alþingi í sex- tán ár. Einnig er í bókinni erindið Þar mörg stundin var mæt er hann reit við starfs- lok hjá Öryrkjabandalaginu, en Helgi starfaði hjá bandalaginu í þrettán ár. Ljósbrot liðinna stunda Helga 20.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Í skáldsögunni Þegar Gestur fór rekur Helgi Ingólfsson sög- una af því þegar Gestur Pálsson gafst upp á Reykjavíkurlífinu og Jón Borgfirðingur var rekinn úr lögreglunni. Við sögu koma einnig persónur eins og Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Símon Dala- skáld, Hannes Hafstein, Bene- dikt Gröndal, Tobba í Tobbu- koti og fleiri. Sagan er skáldskapur með glæpasögu- legur ívafi og sögusviðið það sama og í verðlaunaskáldsögu Helga Þegar kóngur kom sem hlaut verðlaun Hins íslenska glæpasagnafélags. Þegar Gestur fór gerist 15 árum síðar en Þegar kóngur kom og margar persónur eru þær sömu sem í fyrri bókinni, orðnar eldri og reyndari, en sumar hafa horfið af sjónarsviði og nýjar komið til sögunnar. Óðinsauga gefur út. Þegar Gestur Pálsson fór Í bókinni Öll mín bestu ár birtist úrval úr einstöku myndasafni Kristins Benediktssonar og sýnir skemmt- analíf unga fólksins árin 1966 til 1979. Myndirnar eru af tónleikum, dansleikjum, útihátíðum, fegurðar- samkeppnum, leiksýningum, árshátíðum og tískusýn- ingum, en einnig eru birtar myndir frá því er Kristinn tók auglýsingamyndir fyrir ýmsar hljómsveitir. Stefán Halldórsson sér um útgáfuna, en Kristinn lést fyrir þremur árum. Þeir Kristinn og Stefán unnu saman á Morgunblað- inu um 1970, Stefán sem blaðamaður en Kristinn sem ljósmyndari, og fóru víða saman 1968 til 1971, en Kristinn hélt áfram að taka myndir þó Stefán hafi hætt að skrifa um poppmúsík. Stefán valdi í bókina um þúsund ljósmyndir Kristins og skrifar texta við, nefnir þá sem eru á myndunum og skýrir tilefni myndatökunnar, en Sigrún, dóttir Krist- ins, fór í gegnum filmusafnið með Stefáni. Elstu myndirnar í bókinni eru frá 1966, en um það leyti hóf Kristinn ljósmyndanám, en nokkar myndir eru líka frá Hafnarfirði frá 1967. SKEMMTANALÍFIÐ SKRÁSETT Í SVARTHVÍTU Horft um öxl TÍMAFLAKK EKKI ER BÓKAFLÓÐINU LOKIÐ ÞÓ AÐ VERULEGA HAFI ÞAÐ SJATNAÐ. SKÁLDSÖGURNAR SEM HÉR ER GETIÐ GERAST ALLAR Á LIÐNUM ÁRUM, EN SKYGGNAST ÞÓ MISLANGT AFTUR Í TÍMANN. Skáldsagan Hann kallar á mig eftir Guðrúnu Sæmundsen er samtímasaga sem fjallar um fíkn og ofbeldi, vináttu og svik. Í bókinni eru sagðar tvær ólíkar sögur af Heru og Berglindi. Þær eru jafngamlar og takast báðar á við fíkni- vandann og lífið. Tíminn í sögu Heru spannar tíu mánuði, árin 2010-2011, þegar hún er 28 og 29 ára gömul, en saga Beggu nær allt aftur til níu ára ald- urs. Hann kallar á mig Í upphafi skáldsögunnar Spiritus fossis eftir Bjarka Bjarnason vaknar Gunnar á Hlíðarenda við að hægri umferð hefur verið tekin upp á Ís- andi. Móðir hans er farin til Reykjavíkur að vinna í mjólkurbúð og hans bíða þau skilaboð að sláturhúsbíllinn frá Selfossi sé á leiðinni að sækja kýrnar. Gunnar sníkir sér far í bæinn með mjólkurbílnum og síðan með Ólafi Ketilssyni og fær vinnu á Ullarfossi. Sagan gerist sumarið 1968 þegar ný kynslóð er að láta í sér heyra með ný viðhorf og nýjar róttækar skoðanir. Í bókinni bregður fyrir persónum sem sumar gætu verið þekktar eða kannski tilbúningur. Við sögu koma meðal annars Steppenwolf, Rauða kverið, Janis Joplin, Ullarbíó, Skæringur skerfari, Gunnhildur konungamóðir, Tilrauna- félagið Hrappur, töfradrykkurinn Spiritus fossis og stúlka sem Gunn- ar hrífst af, en hvort heitir hún Gerður eða Hallgerður? Bókaútgáfan Frá hvirfli til ilja gefur bókina út. Spiritus fossis á Ullarfossi SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 09.12.15 - 15.12.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Og svo tjöllum við okkur í rallið Guðmundur Andri Thorsson Þýska húsið Arnaldur Indriðason Þín eigin goðsaga Ævar Þór Benediktsson Sogið Yrsa Sigurðardóttir Stóri skjálfti Auður Jónsdóttir Eitthvað á stærð við alheiminn Jón Kalman Stefánsson Stríðsárin 1938 - 1945 Páll Baldvin Baldvinsson Mamma klikk! Gunnar Helgason Endurkoman Ólafur Jóhann Ólafsson Hundadagar Einar Már Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.