Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 Fjölskyldan Gerður Kristný og Guðni Líndal Benediktsson lesa upp úr nýútkomn-um bókum sínum, Dúkku og Leyndardómi erfingjans, og spjalla við börnin klukkan 13 sunnudaginn 20. desember á Kex hosteli. Upplest- urinn er hluti af dagskrá sem kallast heimilislegir sunnudagar. Dúkka og Leyndardómur erfingjans Sjá útsölustaði Crabtree & Evelyn á www.heggis.is Þ að hefur orðið mikil borð- spilavakning hér á landi síðustu ár. Úrvalið hefur aukist í verslunum og þessi heimur opnast fyr- ir landanum. Hér verða talin upp nokkur spil sem eru skemmtileg fyr- ir alla fjölskylduna. Það er svo margt annað til en matador, þó að það geti alveg staðið fyrir sínu, en það þarf að minnsta kosti enginn að spila lúdó um jólin frekar en hann vill. Borðs- pil eru líka fín jólagjöf eða möndlu- gjöf og geta sameinað systkini og fjölskyldur í ljúfum leik. Það þýðir að minnsta kosti ekki að vera of tapsár. Þessi spil er almennt hægt að spila á innan við klukkutíma sem er mikill kostur. Þannig fara ekki heilu dagarnir í eitt spil og þeir sem tapa fá strax tækifæri til að gera betur í öðrum leik. Fyrir þá sem vilja kynna sér borðspil eru þýsku verðlaunin Spil ársins (Spiel des Jahres) áhrifa- mikil verðlaun og jafnframt gæða- stimpill. Haldin hafa verið Íslandsmeist- aramót í sumum þessum spilum. Hægt er að hafa það í huga ef fjöl- skyldan er orðin þreytt á að spila, þá er gott að leita að fleiri spilavin- um. Catan Þetta er sígilt fjölskylduspil fyrir tíu ára og eldri en það kom út árið 1995 í Þýskalandi. Spilið er marg- verðlaunað og hefur selst í 22 milljónum eintaka og verið þýtt á 30 tungumál, þar á meðal ís- lensku. 2-4 geta spilað það en líka er hægt að kaupa ýmsar viðbætur til að gera spilið fjöl- breytilegra og svo fleiri geti spilað. Spilið snýst um eyjuna Cat- an. Leikmenn nema þar land, leggja vegi, stofna þorp sem þróast yfir í borgir. Keppst er um landsvæði og auðlindir. Það sem er svo skemmtilegt við þetta spil er að upphafsborðið er alltaf ólíkt því sexhyrningar eru lagðir saman í nýtt munstur í hvert sinn. Auðlindir eru takmark- aðar og gefa mismikið af sér og á endanum stendur uppi einn lands- höfðingi en spilinu lýkur þegar ákveðnum stigafjölda er náð og getur oft verið mjótt á mununum. Carcassonne Carcassonne er einfalt og snjallt borðspil, þar sem þátttakendur mæta nýjum áskorunum í hverjum leik. Landslagið umhverfis Car- cassonne er mótað með því að leggja niður reiti og raða þeim saman. Byrjunarborðið sjálft er því ekki eiginlegt borð heldur raðast saman á nýjan hátt í hvert sinn og stækkar í hverri umferð. Kostur er að Car- cassonne hentar sérlega vel fyrir tvo leikmenn og auðvelt er að setja nýja leikmenn inn í spilið og reglur þess. Grunnspilið kom fyrst út árið 2000 en eftir það hafa komið út yf- ir 30 viðbætur. Carcassonne er fyrir 2-5 leik- menn sjö ára og eldri og er mjög gott fjölskylduspil. 7 Wonders Þetta spil kom út árið 2010 og er margverðlaunað. Það trónir einnig á toppi lista Boardgamegeek yfir bestu fjölskylduspilin. Þetta er spil fyrir tíu ára og eldri og geta 2-7 spilað það. Allir gera í einu þannig að þegar allir kunna spilið þá tekur spilið bara hálftíma í spilun sama hve margir spila. Þetta er uppbyggingarspil þar sem spilari reynir að vera með magnaðasta veldið í lok þriggja alda. Hægt er að einbeita sér að byggingum, vísindum eða hernaði auk þess sem leikmennt geta byggt eitt undur veraldar, annað hvort að fullu eða hluta til. Sá sem hefur síðan staðið sig best í uppbygging- unni ber svo sigur úr býtum. Ticket to Ride Spilið gengur út á að finna lest- arleið á milli borga. Leikmenn fá úthlutað lestarleiðum og reyna að eigna sér leiðir smám saman frá einni borg og í aðra. Lituð spil eru notuð til að eigna sér leiðir og litlir lestarvagnar settir á teinana til að sýna eignarhlut viðkomandi leikmanns. Sá vinn- ur sem fær flest stig. Sumar leiðir eru lengri en aðrar og gefa þá fleiri stig en ekki er gott að ná ekki að ljúka leið. Spilið er fyrir 2-5 leikmenn átta ára og eldri. Það er til fyrir lestarkerfi mis- munandi landa og svæða, til dæmis Bandaríkjanna, Bretlands, Norður- landa og Evrópu. Bohnanza Þetta er skemmtilegt spilastokka- spil þar sem þátttakendur setja niður baunir í 2-3 akra og reyna að selja þær með eins miklum hagnaði og þeir geta. Þegar baunir eru seldar fást fleiri gullpeningar fyrir margar baunir af sömu tegund. Markmið spilsins er að vinna sér inn flesta gullpeninga með því að setja niður, taka upp og selja baunir. Ef leikmenn eru ekki fyrir- hyggjusamir geta þeir neyðst til að þurfa að taka upp og selja baunirnar áður en þær þrosk- ast og á lægra verði en þeir höfðu gert sér vonir um. Stundum fæst jafnvel ekkert gull fyrir uppskeruna. Þetta þykir skemmtilegt og fjörugt spil, sem býður upp á mikil samskipti milli leikmanna. Bohnanza er fyrir 2-7 leikmenn, tíu ára og eldri. Dominion Það var valið spil ársins árið 2009. Það snýst um að byggja upp sitt litla konungdæmi með því að kaupa og bæta alls kyns spilum við veldi sitt. Kænskan felst í því að byggja upp spilastokk með mismunandi spilum sem gera spilaranum kleift að skemma fyrir hinum eða bæta ríkidæmi sitt. Spilið er fyrir 2-4 leikmenn 13 ára og eldri. Pandemic Pandemic kom nýlega út í ís- lenskri þýðingu. Það þykir skemmtilegt samvinnuspil þar sem leikmenn koma saman til þess að reyna að sigrast á fjórum sjúkdómum áður en þeir tortíma mannkyninu. Það er fyrir 2-4 leikmenn átta ára og eldri og reynir á samstarfshæfni og útsjónarsemi. Leikmannahóp- urinn setur sig í hlutverk sóttvarn- arteymis, ferðast um heiminn og meðhöndlar og kemur í veg fyrir útbreiðslu hættulegra farsótta og faraldra. Nauðsynlegt er að vinna saman til að takast ætlunarverkið. Samvinnuspil þýðir að leikmenn sigra eða tapa saman. Það getur verið gott til að treysta fjöl- skylduböndin. Heimildir: Boardgamegeek.com, bordspil.is, spilavinir.is og nor- dicgames.is en þar er líka að finna upplýsingar um fjölmörg borðspil til viðbótar. LEIÐARVÍSIR UM BORÐSPIL Spennandi og fjölbreytileg ÞAÐ ER FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR FJÖLSKYLDUR AÐ SPILA SAMAN. JÓLAFRÍIÐ ER KJÖRINN TÍMI TIL AÐ SETJAST SAMAN VIÐ BORÐIÐ OG HAFA ÞAÐ NOTALEGT YFIR ÁHUGAVERÐU SPILI. EN HVAÐA BORÐSPIL ERU SKEMMTILEG? SUNNUDAGSBLAÐIÐ MÆLIR HÉR MEÐ NOKKRUM GÓÐUM FYRIR ÝMSA ALDURSHÓPA. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Catan er margverðlaunað borðspil, sem hefur selst í 22 milljónum eintaka og verið þýtt á 30 tungumál, m.a. íslensku. Ljósmynd/Wikipedia
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.