Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 45
borgaðir af óteljandi bönkum og stofnunum fyrir
meinta snilld, vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið
þegar drjúgur hluti hins alþjóðlega bankakerfis
hrundi til grunna.
Hundrað þúsund hagfræðingar höfðu hlegið sér til
óbóta yfir þeirri ábendingu Miltons Friedmans að
evran gengi ekki upp sem sameiginleg mynt. Tugir
milljóna manna um alla Evrópu hafa liðið hörmungar
vegna þessarar áunnu blindu leiðtoga sinna og helstu
sérfræðinga.
Allir sáu loksins að Schengen-sáttmáli var hættu-
legur gallagripur, þegar milljónir manna flæddu frá
Mið-Austurlöndum yfir Evrópusambandslöndin svo
enginn fékk neitt við ráðið. Leiðtogar álfunnar og
sambandsins tóku að klóra sér á kollinum yfir þessu
og voru það lengi einu sjáanlegu aðgerðirnar.
En nú er byrjað að grafa með teskeiðum fornleifa-
fræðinnar eftir skýringum sem veifa megi. Frum-
niðurstöðurnar eru þessar:
Jú, þetta skyndilega stórflóð stafar af árásum
þeirra Bush og Blair á Írak árið 2003!
Gefum okkur það til gamans, að þessi kenning sé
rétt og þá hafa menn haft 12 ár til þess að búa sig und-
ir stóra straum. Af hverju kom hann þá öllum í opna
skjöldu. Hvers vegna er seilst svona óskaplega langt
aftur? Jú, vegna þess að tvö helstu stórríki Evrópu
studdu ekki innrásina í Írak á sínum tíma. Sömu ríki
voru á hinn bóginn á kafi í vorhreingerningunum í
Afríku. Og ekkert þeirra gerði athugasemdir þegar
Obama skildi gamlan bandamann, Mubarak forseta
Egyptalands, eftir á flæðiskeri eftir áratuga þjónustu.
Ekki varð betur séð en forsetinn fagnaði uppgangi
Bræðralags múslima og beitti al-Sisi refsiaðgerðum
þegar hann reyndi að bjarga Egyptalandi frá því að
vera kippt aftur til stjórnmálalegrar steinaldar.
Allt í svo fínu lagi
Árið 2011 ákvað Obama forseti að kalla alla banda-
ríska hermenn fá Írak. Hann sagði í ræðum, að
ástandið í landinu væri nú stöðugt og lýðræðisleg
ríkisstjórn í Bagdad hefði fullt vald á því. Óhætt væri
því að hafna eindregnum óskum yfirmanna Banda-
ríkjahers um að 30 þúsund manna viðbúnaðarsveit
yrði áfram til staðar í Írak.
Rúmum tveimur árum síðar byrjuðu liðsmenn svo-
kallaðs Ríkis íslams að láta sinn óhugnað flæða yfir
stóran hluta Sýrlands og Íraks. Fyrstu mánuðina
voru viðbrögð forseta Bandaríkjanna þau að lýsa
þessum öflum sem háværum háskólastúdentum sem
héldu að þeir væru orðnir alvöru hryðjuverkamenn.
En þarna væri engin Alkaída á ferð, enda bin Laden
allur. Nú er komið á daginn að barnaskapurinn lá ann-
ars staðar.
Friðurinn rofinn 2003
Sá margfróði pistlahöfundur Páll Vilhjálmsson hefur
bent á að herfræðingurinn Edward Luttwak þakki
það George W. Bush forseta að stríði súnna og shíta
hafi verið ýtt úr vör, og það ,,muni vara í þúsund ár.
Algjör snilld“. „Bush hóf Íraksstríðið árið 2003. Síðan
er viðvarandi stríðsástand í heimshlutanum.“
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta,
sem oft er hafður í kippunni með Bush, segir að erfitt
sé að verða við óskum manna um að beðist sé afsök-
unar á því, að fjöldamorðingjanum Saddam Hussein
hafi verið velt úr sessi. Ekki færri en eina og hálfa
milljón fallinna manna megi færa beint á hans reikn-
ing og eru þá særðir og kúgaðir ekki taldir með.
En þótt margir verði nú til þess að gagnrýna aðför-
ina að Saddan Hussein og hafa, í ljósi sögunnar,
ýmislegt til síns máls, eru fæstir þó í rauninni að
gagnrýna stríðsákvörðunina út af fyrir sig. Það er þó
auðveldur leikur því fyrir löngu hefur verið upplýst að
færustu leyniþjónustum heims skjátlaðist þegar full-
yrt var að Saddam réði yfir gereyðingarvopnum.
Þessum stofnunum var nokkur vorkunn. Það benti
flest til þess að sú niðurstaða myndi vera rétt. Ekki
síst það að Saddam hafði beitt slíkum vopnum til að
drepa 300.000 Kúrda, konur og börn, manneskjur sem
heyrðu til hans eigin lands, Íraks. Slíkri grimmd fá
orð ekki lýst.
Ofvaxið stríð, vanbúinn friður
En tvennt varð einkum til þess að gagnrýni á Íraks-
stríðið fór fljótt vaxandi. Herstyrkur Saddams og þó
einkum baráttuvilji hans var stórlega ofmetinn. Það
reyndist hafa verið óþarft að beita öllu því afli sem
gert var til að koma hinum vitskerta valdamanni frá.
Gjöreyðilegging á innra kerfi Íraks, vegum, brúm,
vatnsveitum, rafveitum og öllu því helsta sem gerir
þjóðfélag sjálfbjarga, var hernaðarlega ónauðsynleg.
Þótt mikill meirihluti Íraka fagnaði falli harðstjór-
ans þá stóð sá fögnuður stutt, þegar eyðileggingin
skar í augu.
Hin ástæðan var svo sú, að á daginn kom að sigur-
vegararnir höfðu enga heilsteypta áætlun um fram-
haldið. Yfirgengileg og hernaðarlega óþörf eyðilegg-
ing, ásamt því, að allir þeir sem kunnu til verka í
stjórnkerfinu voru hraktir burt í kjölfar falls hús-
bóndans, færði nær allt landið á byrjunarreit. Það
voru herfileg mistök, sem ýttu undir heift og sundr-
ungu. Hitt er annað mál, að tölur sýna að nú, 12 árum
síðar, eru almenn lífskjör fólks í Írak miklum mun
betri en þau voru í tíð Saddams. Jafnrétti, mennt-
unarkostir, réttaröryggi og margt annað sem hér
vestra er horft á sem sjálfsagða hluti, hefur stór-
batnað.
En á meðan hryðjuverkasveitir Ríkis íslams hafa
ekki verið brotnar á bak aftur yfirskyggir það böl allt
annað.
Hvenær hófst sagan?
En hitt er firring, að lýsa stríðinu gegn Saddam Huss-
ein sem upphafi stríðsátaka í þessum heimshluta.
Leikrænir tilburðir fremur en annað. Auðvitað geta
menn í ritgerðum hafið nýtt tímatal og skrifað söguna
út úr þessum heimshluta sé það hentugt.
Rússar stóðu í stórstyrjöld í Afganistan í tíð
Brésnefs. Pakistan hefur búið við herforingjastjórnir
og hálflamað lýðræði á víxl og þar hefur verið haldið
skildi yfir forystumönnum hryðjuverkasamtaka.
Osama bin Laden bjó í einbýlishúsi í eins konar Arn-
arnesi í Pakistan í 10 ár og Talíbanaforinginn Mullah
Omar er sagður hafa látist af veikindum sínum í opin-
beru sjúkrahúsi, á meðan látið var eins og hann hímdi
í helli þar sem vonlaust væri að finna hann.
Carter forseti sýndi sömu takta í Íran og Obama
síðar í Egyptalandi. Klerkar steyptu keisaranum, sem
var ekki gallalaus, en þó hátíð hjá klerkaóhugnaðinum
sem tók við og er þar enn með öll völd.
Styrjöld á milli klerkaveldis Írans og Saddams
Hussein var ein af blóðugustu orrustum á afmörkuðu
svæði sem sagan kann að segja frá. Meira en milljón
manna lá í valnum og fjöldinn eyðilagður fyrir lífstíð
eftir eiturefnaárásir.
Írak lagði Kuwait undir sig, og þeir atburðir enduðu
með stórárás vestrænna ríkja á Írak.
Þar á undan var hver stórstyrjöldin af annarri um
tilveru Ísraels og stóð stundum tæpt. Nefna má sem
dæmi 6 daga stríðið 1967 og Yom Kippur stríðið 1973
og óteljandi skærur og „smástríð“ á milli Ísraela og
Palestínumanna. Og alllöngu þar á undan gerðu Bret-
ar og Frakkar tilraun til að hertaka Suez-svæðið og
skurðinn fræga. Við þetta bætast nokkur innrásar-
stríð í Líbanon og þannig mætti endalaust telja.
Norska nóbelsnefndin hefur ekki haft undan að
veita mönnum friðarverðlaun í tilefni af öllum þessum
átökum. Og haldi einhver að mesta árás sem nokkru
sinni hefur verið gerð á meginland Bandaríkjanna
hafi orðið eftir árið 2003 þurfa þeir að skoða sig betur
um í sögunni. Hún varð tæpum tveimur árum fyrr.
Hvað næst?
Óhugnanlegasta hættan um þessar mundir er þó sú,
að Íran er komið á beinu brautina í átt að kjarnorku-
sprengjunni. Innan áratugar getur þetta land sem
hengir fólkið sitt opinberlega með byggingakrönum
fyrir smygl og samkynhneigð verið komið með löglega
fengið kjarnorkuvopnabúr. Þar með er öll línan frá
austri til vesturs búin kjarnorkuvopnum, Norður-
Kórea, Kína, Indland, Pakistan og Íran.
Engum dettur í hug að sú lína verði ekki dregin
lengra í vestur. Eitt fátækasta ríki heims, Norður-
Kórea, ræður sem sagt yfir kjarnorkuvopnum.
Hverjum dettur í hug að eitt ríkasta land heims,
Sádi-Arabía, uni því að erkióvinurinn, klerkarnir í
Íran, sé með kjarnorkuvopn en konungsríkið ekki?
Ekki mér.
Morgunblaðið/Eggert
* Árið 2011 ákvað Obamaforseti að kalla alla banda-ríska hermenn fá Írak. Hann
sagði í ræðum, að ástandið í
landinu væri nú stöðugt og lýð-
ræðisleg ríkisstjórn í Bagdad
hefði fullt vald á því.
20.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45