Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Side 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Side 47
H eimur leikhússins er sveipaður dulúð og töfrum. Þegar tjaldið er dregið upp sér áhorfandinn afrakstur þrotlausrar vinnu leikara, dansara, leikstjóra, búningahönnuða, sviðs- myndahönnuða, tæknimanna, handritshöfunda og margra annarra. En á bak við tjöldin er falinn heimur sem áhorf- andinn fær ekki að sjá. Ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að vera fluga á vegg á þessum litríka og óvenjulega vinnustað sem Borgarleikhúsið er. Nú eru í gangi stífar æfingar fyrir Njálu, jólasýninguna í ár. Baksviðs var nóg um að vera. Þar gekk fólk um með hárkollur á höfði og svartar tennur, það handfjatlaði handrit og þuldi línurnar sínar. Dansarar liðu um gólf í undarlegum korselettum og stigu trylltan dans. Það var ys og þys og leikstjórinn, Þorleifur Örn Arnarsson, stökk á sviðið til að ræða málin við dansarana. Njáll sjálfur, leikinn af Brynhildi Guðjónsdóttur, stóð á sviðinu í eigin heimi, niðursokkinn í handritið. Greinilegt er að uppfærslan verður óhefðbundin og ögrandi og miðað við búninga, förðun og dansinn sem dun- aði þegar ljósmyndara bar að garði verður sýningin veisla fyrir augað. Njála í nýjum búningi BRENNU-NJÁLSSAGA ER VIÐFANGSEFNI JÓLASÝNINGAR BORGARLEIKHÚSSINS Í ÁR EN FRUMSÝNT VERÐUR 30. DESEMBER. ÞAÐ VAR Í NÓGU AÐ SNÚAST Á BAK VIÐ TJÖLDIN Í VIKUNNI ENDA STYTTIST Í FRUMSÝNINGU. ÁHORFENDUR MEGA BÚAST VIÐ ÖGRANDI OG FORVITNILEGRI UPPFÆRSLU Á SÍGILDU BÓKMENNTAVERKI OKKAR. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirdóttir asdis@mbl.is Brynhildur Guðjónsdóttir leikur Njál í jólasýningu Borgarleikhússins. Þorleifur Örn Arnarsson stendur á sviði með dönsurum og leikurum. Vala Kristín Eiríksdóttir hlustar með athygli á orð leikstjórans. 20.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.