Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 „Ég hef verið hér í rúmlega þrjú ár. Þrjú ár og einn mánuð,“ segir Shama og sléttir úr pilsinu sínu er hún sest við hlið mér í tjaldi á barn- vænu svæði UNICEF í Bekaa-dalnum í Líb- anon. Hún segir mér frá lífinu í Sýrlandi eins og það var áður en hún og eiginmaðurinn lögðu á flótta ásamt tveimur börnum sínum. Frið- sæld ríkti. Eiginmaðurinn hafði góða vinnu. Þau voru hamingjusöm. „Okkur vegnaði vel, börnin okkar voru bæði í skóla. En svo kom stríðið.“ Þetta stríð, sem nú hefur staðið í tæplega fimm ár, hefur orðið til þess að um 4,4 milljónir Sýrlendinga hafa flúið land og um 7 milljónir eru á flótta innan heimalandsins. Um 1,1 millj- ón hefur farið til Líbanons, rétt eins og Shama og hennar fjölskylda. Þetta litla nágrannaríki Sýrlands hefur því tekið hlutfallslega við flest- um sýrlenskum flóttamönnum allra ríkja. 1.125 dagar í tjaldi Þessar endalausu tölur sem dynja á okkur í fréttum af stríðinu í Sýrlandi og áhrifum þess er erfitt, næstum ómögulegt að skilja. Þær eru svo háar að við áttum okkur varla á hvað þær fela í sér. Milljón hér. Þúsundir þar. Með tím- anum gleymum við svo jafnvel að á bak við þær er raunverulegt fólk af holdi og blóði. Shama man upp á hár hvenær hún flúði frá landinu sínu, Sýrlandi. Hún hefur nú verið í Líbanon í 1.125 daga. Hún hefur sofnað í tjaldi allar þessar nætur, ekki húsi líku því sem hún átti í heimalandinu. Nú veit hún ekki einu sinni hvort það stendur enn, því miklar líkur eru á því að það hafi verið sprengt í loft upp. Ef ekki er eins líklegt að uppreisnarmenn eða sýr- lenskir hermenn hafi hreiðrað þar um sig. Noti leirtauið hennar, sofi í rúmum barnanna, noti garðinn hennar, sem eitt sinn var blómlegur, til að telja skotfærin og hlaða byssurnar. Shama hefur engar spurnir haft af mörgum ættingjum og vinum. Mögulega eru þeir á meðal þeirra um 220 þúsund manna sem stað- fest er að hafi farist í átökum síðustu fimm ár. Töluverðar líkur eru á að þeir hafi verið skotn- ir til bana, jafnvel í fjöldaárás. Dæmi eru um að börn hafi verið skotin af stuttu færi, beint í höfuðið. Þá eru ákveðnar líkur á því að vinir og ættingjar Shamu hafi dáið í eldflaugaárásum, loftárásum eða sjálfsvígssprengjuárásum. Um fjórðungur þeirra sem fallið hafa í slíkum árás- um er börn. Það er ennfremur möguleiki að fólkinu hennar Shamu hafi verið rænt og það pyntað til dauða. Vitað er að um 9.000 Sýrlendingar hafi látist með þeim hætti. Það er heldur ekki útilokað að frændur hennar og frænkur hafi orðið fórnarlömb efnavopnaárása. Kannski lét svo einhver vinur hennar lífið í einni af þeim rúmlega 300 árásum sem gerðar hafa verið á sjúkrahús í landinu. Að hætta sér út Hætturnar í Sýrlandi voru og eru alls staðar. Eftir að stríðið hófst og Shama bjó enn í Sýr- landi gat hver hversdagsleg ákvörðun leitt til dauða hennar og barnanna. Átti hún að fara út í búð? Eða heimsækja nágranna sinn? Konur og börn í Sýrlandi eru nefnilega í meiri hættu en karlar á að verða fórnarlömb sjálfsvígs- og loftárása. Að búa við svona stöðuga hættu verður óumflýjanlega til þess að það kemur að því að fólk gefst upp, það þráir að losna við ótt- ann sem rífur í hverja taug. „Ástandið var orðið mjög slæmt í Sýrlandi. Börnin voru í miklu áfalli,“ segir hún. „Við fluttum stöðugt á milli staða í leit að öryggi. Við vildum ekki að börnin okkar væru hrædd.“ Loks kom að því að þau neyddust til að flýja. Hún segir að fyrstu mánuðirnir í Líbanon hafi verið mjög erfiðir. „Við vorum mjög hrædd. En svo fórum við smám saman að aðlagast.“ Þau hafa aðlagast því að búa í tjaldi, eiga lít- ið sem ekkert, vera atvinnulaus og reiða sig nær alfarið á hjálp annarra. Þau hafa aðlagast því að eiga hvergi heima. Að bíða. Og vona. 80 þúsund flóttamenn á Íslandi? Líbanska þjóðin sem var 4,4 milljónir fyrir stríð tók flóttafólkinu nokkuð vel alveg frá upphafi. En nú er svo komið að 1/5 hluti mann- fjöldans er flóttamenn. Það jafngildir því að um 80.000 flóttamenn kæmu til Íslands á innan við fimm árum. Og ólíkt Íslandi er ekki mikið landrými í Líbanon. Líbanon er litlu stærra en Vatnajökull. Landið er aðeins 10.400 ferkíló- metrar að stærð eða um 10% af stærð Íslands. Í ár hefur yfir 1 milljón manna flúið til Evr- ópu. Það eru jafnmargir og þeir Sýrlendingar sem flúið hafa til Líbanons síðustu misseri. Munurinn er hins vegar t.d. sá að íbúar Evr- „EN SVO KOM STRÍÐIГ Nauðsyn hefur knúið milljón manns til að flýja í faðm Evr- ópu í ár. Um helmingur þeirra er frá Sýrlandi. Í stað þess að loka öllu með gaddavír og múrsteinsveggjum, eða stinga höfðinu í sandinn og láta sem líf þeirra komi okkur ekki við, þurfum við að bretta upp ermarnar og hjálpa. SUNNA ÓSK LOGADÓTTIR er fréttastjóri mbl.is. Hún kynnti sér aðstæður sýr- lensks flóttafólks í Líbanon í vetur. UM 12 MILLJÓNIR SÝRLENDINGA ERU Á FLÓTTA ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 | Shama er tveggja barna móðir og eiginkona. Hún flúði undan stríðinu í Sýrlandi og býr nú í tjaldi í Bekaa-dalnum í Líbanon. Morgunblaðið/Dal Al Mussawir Hálf milljón sýrlenskra barna flúði stríðið og til Líbanons. Börnin fá skjól á barnvænum svæðum UNICEF en lífsbaráttan er erfið. Þau búa í tjöldum, bílskúrum eða skemmum og þurfa sum að vinna þar sem flóttafólkið er skuldum vafið eftir mörg ár á flótta. Morgunblaðið/Dal Al Mussawir Hiba Shaaban frá UNICEF (t.v.) og greinarhöfundur ræða við Walid, átta ára, í Bekaa-dalnum. Morgunblaðið/Dal Al Mussawir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.