Morgunblaðið - 02.01.2016, Síða 9
Sýrlensku börnin í Líbanon hafa mörg hver ekki gengið í skóla. Í vetur hafa um 200 þúsund þeirra fengið aðgang að almenningsskólum í landinu.
Morgunblaðið/Sunna Ósk
ópu eru um 740 milljónir talsins og íbúar innan
Evrópusambandsins um 508 milljónir. Innviðir
flestra landanna eru líka mun sterkari en Líb-
anons. Í Líbanon er opinbera heilbrigðiskerfið
í molum. Stærstur hluti þess er einkarekinn. Á
slíkri þjónustu hefur flóttafólk ekki efni. Þar
koma samtök á borð við UNICEF og Rauða
krossinn sterk inn. En neyðin er engu að síður
mikil.
Shama er ein af þeim sem eru enn ákveðin í
því að bíða af sér stríðið í nágrenni Sýrlands.
Hún vill ekki fara til Evrópu, frekar kýs hún
Líbanon þar sem allt er kunnuglegt. En napur
veruleikinn blasir þó við. „Ef stríðinu í Sýr-
landi lýkur ekki fljótlega verður þetta land
ekki lengur til eins og við þekkjum það,“ segir
António Guterres, yfirmaður Flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Shama gæti því hreinlega neyðst til að fara
alla leið til Evrópu, þar sem heimalandið er
hreinlega að þurrkast út.
Fátæktin stigmagnast
En fleira kemur til. Níu af hverjum tíu sýr-
lenskum flóttamönnum sem eru í Líbanon eru
undir fátæktarmörkum, þ.e. þeir hafa hvorki í
sig né á. Þeir hafa klárað allt sitt sparifé, fá
ekki atvinnuleyfi og geta engan veginn lifað af
styrkjum frá hjálparsamtökum og stofnunum.
Og þar sem stríðið hefur staðið svo lengi og
ekki er útlit fyrir að því ljúki í bráð hafa marg-
ir flóttamenn gripið til þess örþrifaráðs að
flýja til Evrópu í leit að betra lífi. Flestir, eða
um 972.500, hafa lagt í hættuför yfir Miðjarð-
arhafið í þeim tilgangi á þessu ári. Helmingur
þeirra er Sýrlendingar. Um 4.000 hafa
drukknað á leiðinni eða er enn saknað.
Enginn flýr heimili sitt og fer út í óvissuna
án þess að neyðast til þess. „Mig dreymir um
að komast aftur til Sýrlands, heim,“ segir
Shama. „Ég sakna mest fjölskyldunnar, húss-
ins míns, landsins míns. Útsýnið úr húsinu
mínu er einstaklega fallegt,“ segir hún dreym-
in og blik kemur í augun.
En þessi draumur er fjarlægur. Og ef að-
stæður flóttafólks í nágrannaríkjum Sýrlands
fara ekki að batna er víst að straumurinn mun
áfram liggja til Evrópu.
„Sumstaðar hefur útlendingahatur magn-
ast,“ segir Guterres, yfirmaður Flóttamanna-
stofnunarinnar. „Þá er það svo mikilvægt að
átta sig á öllu því jákvæða sem flóttamenn og
farandverkamenn hafa fram að færa í sam-
félögum og einnig að halda í heiðri evrópsk
gildi: Að vernda líf, standa vörð um mannrétt-
indi, hvetja til umburðarlyndis og fagna fjöl-
breytileikanum.“
Shama, sem býr í tjaldi þennan kalda vetur í
Bekaa-dalnum í Líbanon, hugsar á sömu nót-
um. Hún dvelur ekki við fortíðina heldur hugs-
ar til framtíðar. „Það er ekki bara í Sýrlandi
sem þarf að komast á friður, heldur í öllum
heiminum. Allir þurfa að finna frið í hjartanu.
Þess óska ég mest af öllu.“
Þá er það svo
mikilvægt að átta
sig á öllu því já-
kvæða sem flóttamenn og far-
andverkamenn hafa fram að
færa í samfélögum og einnig
að halda í heiðri evrópsk gildi:
Að vernda líf, standa vörð um
mannréttindi, hvetja til um-
burðarlyndis og fagna fjöl-
breytileikanum.
”
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 9