Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 Stjórn Obama telur að hernaður hennar úr lofti sé aðferð, sem virki, og eftir Írak væri glapræði að senda hersveitir til að berjast á jörðu niðri. Þetta tengist stefnunni um að blása ekki til íhlutunar sem nú hefur verið fylgt í næstum fimm ár með skelfilegum af- leiðingum. Sýrland er gjöf sem heldur áfram að gefa – blóðsúthellingar, upplausn, flótta- menn og róttæknivæðing. Landið er helsti grafreitur arabísku vakningarinnar. Eitthvað hefur gerst á þeim 14 árum, sem liðin eru frá 11. september. Löng stríð án nið- urstöðu í Afganistan og Írak hafa gengið á vald og sjálfstraust Bandaríkjanna. Sýrland er nú leikvöllur allra velda. Landið er líka grafreitur yfirburðanna, sem Bandaríkin hafa notið frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Rússar spígspora keikir um, nánast óáreittir, rétt eins og í Úkraínu. Raqqa, höfuðborg Ríkis íslams, er mun nær Evrópu en Tora Bora-fjöllin í Afganistan. Látið er viðgangast að borgin sé griðastaður hryðjuverkamanna, en vígi al-Qaeda var lokað með hervaldi eftir árásirnar á New York og Washington. Það er eins og djíhad-hug- myndafræðin, sem á sína nýjustu og öflugustu birtingarmynd í Ríki íslams og breiðist út eins og meinvarp, hafi sligað vilja vestursins. Djí- hadistar úr röðum súnníta spila á reiði músl- ima út af stríðum Bandaríkjanna eftir 11. september, vegna Abu Ghraib og Guant- anamo og út af meintum stuðningi Banda- ríkjamanna við uppgang sjíta í Mið-Aust- urlöndum og fyrir vikið réttlætist aðgerðaleysi af sjálfu sér. Ég sé ekki hvernig hægt er að líta á Ríki íslams sem neitt annað en tilvistarógn við vestræn samfélög. Það er ástæðan fyrir tilvist þess. Samtökin standa fyrir eyðileggingu vestræns frelsis í öllum sínum myndum – frá kjörkassanum til svefnherbergisins – eins og það spratt upp úr upplýsingunni og höfnun þess að trúarbrögðin séu viðmið skipanar þjóðfélaga okkar. Þau vilja fara með mannkyn aftur til miðalda og uppræta hvern þann sem afneitar trúnni. Afstæðisskólinn, sem vill taka þá með þolinmæðinni, þarf í það minnsta að skýra á hverju sannfæring hans byggist um að vígamennirnir muni ekki nota landið á valdi þeirra og olíutekjurnar til að búa til ger- eyðingarvopn, þar á meðal efnavopn, eða gera hrikalega tölvuárás á vestrið. Talsmenn þessa viðhorfs þurfa líka að leggja fram mun betri skýringar á því af hverju þeir trúa að tíminn vinni með hinu sundraða liði, sem í besta falli hefur lýst yfir hálfstríði, frekar en hinu sam- einaða öfgaliði, sem hefur lýst yfir allsherj- arstríði. Frelsi er ekki fyrir alla. Leiðin til Raqqa var á ýmsa vegu leiðin frá byrði frelsisins – frá valfrelsi einstaklingsins og sjálfheldum þess til alltumvefjandi hugmyndafræði ísl- amista. Ef hinn frjálsi heimur og hugsanlegir bandamenn á svæðinu eiga að berjast gegn aðdráttarafli þess verða þeir að rífa sig upp úr neytendavímu frelsisins. Verði Ríki íslams leyft að treysta ítök sín á því landi, sem þau hafa á valdi sínu, næsta ár- ið jafngildir það því að bjóða heim, eða í það minnsta sætta sig við, að fjöldamorðin í París verði endurtekin í borg í Evrópu eða Banda- ríkjunum. Þá er einnig verið að sætta sig við að ástandið í Sýrlandi versni enn eitt árið. Hið illa breiðist út ef ekki er tekið á móti. Það kennir sagan. Að berjast á jörðu niðri og sigra vígamennina í vígi þeirra, sem nær yfir landa- mæri tveggja ríkja, myndi ekki binda enda á ógn hryðjuverka og í framhaldinu myndi vestrið og bandamenn þess standa frammi fyrir erfiðum kostum. Allt bendir til þess að þessir djíhadistar séu góðir hryðjuverkamenn en áhugalausir hermenn. Hið fullkomna getur í þessu tilfelli ekki verið óvinur hins góða. Þegar ég var í flóttamannabúðum jasídanna sagði Anter Halef við mig: „Við eigum ekki lengur líf í þessum heimi. Hann er tómur.“ Hann var brotinn, en hafði þó, öfugt við börn- in, lifað sínu lífi. „ISIS hefur enga trú,“ hélt hann áfram. „Enginn viti borinn maður myndi slátra barni. Á einni nóttu myrtu þeir 1.800 manns.“ Rannsaka fjöldagröf Síðan við töluðum saman hafa liðsmenn Kúrda og jasída tekið bæinn Sinjar að nýju. Halef-fjölskyldan er frá þeim slóðum. Kúrd- arnir eru að rannsaka fjöldagröf, sem sagt er að í liggi eldri konur, sem Ríki íslams, sem hafði haft svæðið á valdi sínu síðan í ágúst 2014, vildi ekki nota sem kynlífsþræla. Kannski mun Halef-fjölskyldan dag einn geta flutt aftur til Sinjar þar sem þessi voðaverk voru framin. Ég hafði samt á tilfinningunni að fyrir táninginn Feryal Halef væri engin leið til baka. Ég veit ekki nákvæmlega hvað kom fyrir hana, en líf hennar hafði verið eyðilagt, rétt eins og líf blaðamannsins James Foleys, sem var afhöfðaður í ágúst 2014. Ég mun aldrei gleyma augum þessarar ungu jasídakonu, sem voru eins og tóm keröld. Þau eru ákall til mannkyns um að rumska. Stríðið í Írak var mistök, en stærstu mistökin væru að draga af þeim þá ályktun að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra eigi ekki annars kost en að lúta hinu illa á fjarlægum slóðum, sem við vit- um lítið um og vildum helst ekki vita neitt. Ríkis íslams hefur komið á þrælahaldi. 25 ára Líbíumaður veitti jasídakonu, sem hafði verið þræll hans, skjalfest frelsi. Hann sagðist ætla að fremja sjálfsmorðsárás og því fengi hún frelsi sitt. Mauricio Lima/The New York Times Verði Ríki íslams leyft að treysta ítök sín á því landi, sem þau hafa á valdi sínu, næsta árið jafngildir það því að bjóða heim, eða í það minnsta sætta sig við, að fjöldamorðin í París verði endurtekin í borg í Evrópu eða Bandaríkjunum. ” TÍMAMÓT: ISIS LÆTUR TIL SKARAR SKRÍÐA Í PARÍS OG FÆRIR HERNAÐ SINN TIL VESTURLANDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.