Morgunblaðið - 02.01.2016, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 29
Tveir ungir karlmenn, báðir
flugkennarar og flugmenn,
fórust þegar lítil kennslu-
flugvél frá Reykjavík-
urflugvelli brotlenti í úfnu
hrauni sunnan Hafnarfjarðar
um miðjan nóvember. Rann-
sóknarnefnd flugslysa rann-
sakar slysið. Flugvélin var
ein af fimm nýjum kennslu-
flugvélum Flugskóla Íslands
og voru hinar vélar skólans
skoðaðar áður en þær voru
teknar í notkun á ný. Ekkert
athugavert fannst.
Morgunblaðið/Þórður
FLUG-
KENNARAR
LÉTUST Í
BROT-
LENDINGU
Árið einkenndist af verkföllum og átökum á opinbera vinnumarkaðnum. Bitnuðu aðgerð-
irnar harðast á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu. Alþingi stöðvaði verkfall BHM og
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með lögum í júní og fól gerðardómi að ákveða kjör
félagsmanna. BHM hefur kært aðgerðina til Mannréttindadómstóls Evrópu. Árni Stefán
Jónsson, formaður SFR, mætir til sáttafundar í Karphúsinu í verkfalli stærstu félaganna í
BSRB, undir vökulu auga löggæslumanna. Stærstu samtökin á almenna vinnumark-
aðnum náðu samningum við vinnuveitendur snemmsumars.
Morgunblaðið/Júlíus
ÁTÖK Á OPINBERA
VINNUMARKAÐNUM
Mikið tjón varð þegar hús Plastiðjunnar á Selfossi brann að kvöldi 23. nóvember. Mikill
eldsmatur var inni í verksmiðjunni og barðist allt tiltækt slökkvilið við eldinn. Slökkvilið
frá nágrannasveitarfélögum komu fljótt á vettvang og aðstoðuðu. Eitraður reykur barst frá
verksmiðjunni og brá slökkvilið á það ráð að rýma nærliggjandi hverfi og opnaði fjölda-
hjálparstöð í Vallaskóla. Einn maður var inni í verksmiðjunni. Komst hann út til að hringja
á slökkvilið. Ekki urðu meiðsli á fólki. Eigendur fyrirtækisins hófu strax undirbúning að
enduruppbyggingu.
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
MIKIÐ TJÓN Í STÓRBRUNA
Á SELFOSSI
Mikið snjóaði á landinu í byrjun desember. Fara þarf meira en 30 ár aftur í tímann til þess
að finna dæmi um viðlíka snjódýpt og þá var í Reykjavík. Að morgni 2. desember var 42
sentímetra jafnfallinn snjór og hefur desembersnjór aldrei mælst svo mikill. Snjórinn og
óveður sem gengu yfir trufluðu daglegt líf landsmanna. Samgöngur tepptust. Í þéttbýli var
oft nóg að fá aðstoð við að ýta.
Morgunblaðið/Eva Björk
MESTA SNJÓDÝPT Í
REYKJAVÍK Í DESEMBER
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kom til Reykjavíkur 28. október til að sitja ráð-
stefnuna Northern Future Forum. Var þetta í annað sinn sem breskur forsætisráðherra kem-
ur til Reykjavíkur. Cameron fetaði í fótspor Winstons Churchill sem kom í óvænta heimsókn
16. ágúst árið 1941. Cameron ræddi meðal annars við Sigmund Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra og heimsótti Alþingishúsið eins og forveri hans gerði fyrir 70 árum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
DAVID CAMERON Í FÓTSPOR
WINSTONS CHURCHILL