Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 29 Tveir ungir karlmenn, báðir flugkennarar og flugmenn, fórust þegar lítil kennslu- flugvél frá Reykjavík- urflugvelli brotlenti í úfnu hrauni sunnan Hafnarfjarðar um miðjan nóvember. Rann- sóknarnefnd flugslysa rann- sakar slysið. Flugvélin var ein af fimm nýjum kennslu- flugvélum Flugskóla Íslands og voru hinar vélar skólans skoðaðar áður en þær voru teknar í notkun á ný. Ekkert athugavert fannst. Morgunblaðið/Þórður FLUG- KENNARAR LÉTUST Í BROT- LENDINGU Árið einkenndist af verkföllum og átökum á opinbera vinnumarkaðnum. Bitnuðu aðgerð- irnar harðast á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu. Alþingi stöðvaði verkfall BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með lögum í júní og fól gerðardómi að ákveða kjör félagsmanna. BHM hefur kært aðgerðina til Mannréttindadómstóls Evrópu. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, mætir til sáttafundar í Karphúsinu í verkfalli stærstu félaganna í BSRB, undir vökulu auga löggæslumanna. Stærstu samtökin á almenna vinnumark- aðnum náðu samningum við vinnuveitendur snemmsumars. Morgunblaðið/Júlíus ÁTÖK Á OPINBERA VINNUMARKAÐNUM Mikið tjón varð þegar hús Plastiðjunnar á Selfossi brann að kvöldi 23. nóvember. Mikill eldsmatur var inni í verksmiðjunni og barðist allt tiltækt slökkvilið við eldinn. Slökkvilið frá nágrannasveitarfélögum komu fljótt á vettvang og aðstoðuðu. Eitraður reykur barst frá verksmiðjunni og brá slökkvilið á það ráð að rýma nærliggjandi hverfi og opnaði fjölda- hjálparstöð í Vallaskóla. Einn maður var inni í verksmiðjunni. Komst hann út til að hringja á slökkvilið. Ekki urðu meiðsli á fólki. Eigendur fyrirtækisins hófu strax undirbúning að enduruppbyggingu. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson MIKIÐ TJÓN Í STÓRBRUNA Á SELFOSSI Mikið snjóaði á landinu í byrjun desember. Fara þarf meira en 30 ár aftur í tímann til þess að finna dæmi um viðlíka snjódýpt og þá var í Reykjavík. Að morgni 2. desember var 42 sentímetra jafnfallinn snjór og hefur desembersnjór aldrei mælst svo mikill. Snjórinn og óveður sem gengu yfir trufluðu daglegt líf landsmanna. Samgöngur tepptust. Í þéttbýli var oft nóg að fá aðstoð við að ýta. Morgunblaðið/Eva Björk MESTA SNJÓDÝPT Í REYKJAVÍK Í DESEMBER David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kom til Reykjavíkur 28. október til að sitja ráð- stefnuna Northern Future Forum. Var þetta í annað sinn sem breskur forsætisráðherra kem- ur til Reykjavíkur. Cameron fetaði í fótspor Winstons Churchill sem kom í óvænta heimsókn 16. ágúst árið 1941. Cameron ræddi meðal annars við Sigmund Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra og heimsótti Alþingishúsið eins og forveri hans gerði fyrir 70 árum. Morgunblaðið/Árni Sæberg DAVID CAMERON Í FÓTSPOR WINSTONS CHURCHILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.