Morgunblaðið - 02.01.2016, Síða 30
Mikið eignatjón varð í óveðri sem gekk yfir landið í byrjun desember. Engin alvarleg
slys urðu á fólki. Viðbragðsaðilar voru með mikinn viðbúnað og sinntu fjölda hjálp-
arbeiðna. Skemmdir urðu á mörgum húsum vegna foks og vatns um meginhluta lands-
ins. Þá urðu skemmdir á rafmagnslínum um allt land. Einnig á bátum, bílum og tækj-
um. Sem dæmi um tjón má nefna að hluti þaks fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum
og fauk á önnur hús. Mannlaust hús á Patreksfirði eyðilagðist. Þakplötur losnuðu af
þökum í Vestmannaeyjum, víða á Suðurlandi og í Skagafirði. Þá sukku tveir smábátar í
gömlu höfninni í Reykjavík.
Morgunblaðið/Eggert
HÚS SKEMMDUST OG BÁTAR SUKKU Í ÓVEÐRI
30 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016
FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI
Sólmyrkvinn sem varð að morgni 20. mars fór ekki framhjá
nokkrum Íslendingi en slíkt gerist þegar tunglið gengur
milli sólar og jarðar og myrkvar sólina að hluta til eða í heild
frá jörðu séð. Góð skilyrði voru til að fylgjast með sól-
myrkvanum hér á landi enda flykktust hingað ferðamenn
með skemmtiferðaskiptum og þotur hófu sig á loft með
áhugafólk. Skemmtileg stemning myndaðist víða á landinu
og brutust meðal annars út fagnaðarlæti þegar sólmyrkvinn
náði hámarki hjá þeim þúsundum sem safnast höfðu sam-
an fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands en þar var
haldin sólmyrkvahátíð í tilefni dagsins.
MARGIR FYLGDUST
MEÐ SÓLMYRKVANUM
Morgunblaðið/Kristinn
Gjörningur Almars Atlasonar, myndlistarnema í Listaháskóla Íslands, virtist vera eitt
helsta umræðuefni landsmanna í byrjun desember. Hann var nakinn inni í lokuðum plexí-
glerskassa í heila viku. Fólk gat fylgst með honum dag og nótt í beinni útsendingu á net-
inu. Margir nýttu sér þann möguleika að „njósna“ um manninn og sumir spurðu hvort
þetta væri virkilega list. Vakti gjörningurinn athygli út fyrir landsteinana.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
LISTNEMI Í SVIÐSLJÓSINU
Í HEILA VIKU
François Hollande, forseti Frakklands, hélt aðalræðuna á ráðstefnunni Hringborð norð-
urslóða sem haldin var í Hörpu um miðjan október. Frakklandsforseti kynnti sér áhrif
hlýnunar andrúmsloftsins á jökla með skoðunarferð með Ólafi Ragnari Grímssyni, for-
seta Íslands, að Sólheimajökli. Þar afhenti Dorrit Moussaieff forsetafrú Frakklandsforseta
brot úr Sólheimajökli.
Morgunblaðið/RAX
FRAKKLANDSFORSETA
AFHENT BROT ÚR SÓLHEIMAJÖKLI