Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 AFP ER ÞAÐ BESTA Í LÍFINU FRÍTT? HÓPUR HUGSUÐA VÍÐA AÐ ÚR HEIMINUM SVARAR STÓRU SPURNINGUNNI: ER ÞAÐ BESTA Í LÍFINU FRÍTT? ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 | Allir segja að það besta í lífinu sé frítt. En sé svo, hvers vegna erum við svo sjaldan ánægð með nauðsynjar lífsins – ásamt sólskini, ást og stjörnum himinhvolfsins? Hönnuðurinn Coco Chanel á að hafa sagt þegar hún velti þessari mótsögn fyrir sér: „Það besta í lífinu er frítt. Það næstbesta er mjög, mjög dýrt.“ Ert þú sammála? Hverjir eru samkvæmt þinni reynslu bestu og næstbestu hlutirnir og hvað hafa þeir fært þér í lífi þínu? STÓRA SPURNINGIN Coco Chanel hafði rétt fyrir sér. Það besta í lífinu er frítt vegna þess að mannleg samskipti eru grunnur hamingju – sú tilfinning að þú ásamt öðrum mönnum átt þátt í athöfnum, sem gagnast heiminum og mannkyni með einum eða öðrum hætti. Í okkar samfélagi er félagslegt samband manna á milli undirokað af hinu við- skiptalega sambandi milli vara og þjónustu. Það leiðir ekki aðeins til firrts sam- bands fólks við það sem það framleiðir heldur hvers við annað. Hið hug- myndafræðilega vægi sem lagt er í varning gefur til kynna að eftir því sem við eignumst meira verðum við hamingjusamari. En allir, sem hafa reynslu af hinni takmörkuðu og skammvinnu fullnægju af að kaupa eftirsóttan hlut, vita að sú er einfaldlega ekki raunin. Staðreyndin er sú að eftir því sem við eigum fleiri hluti, þeim mun erfiðara eigum við með að finna fyrir samstundis fullnægju. Það er ekki fyrr en við höfum náð að uppfylla það besta í lífinu að við getum einbeitt okkur að því næstbesta – hlutum, þekkingu og reynslu, sem veitir létt- leika, fegurð, sköpunarkraft og upplýsingu. Því miður eru slíkir hlutir mjög dýrir og aðeins minnihluti fær notið þeirra og hann býst almennt við því að næstbestu hlutirnir bæti upp fyrir þá bestu. © 2015 Andreja Pejic Andreja Pejic fyrirsæta frá Ástralíu og fyrsta opinberlega transgender-konan til að verða andlit stórs framleiðanda snyrtivara. Andreja Pejic Fyrstu viðbrögð mín við þessari spurningu voru að ekkert væri frítt. Meira að segja sólin veldur krabbameini. Vatn er að verða dýrara og dýrara. Allir segja þér að hjónaband sé vinna. Mér finnst ég vera heppinn að þarfir mínar eru fá- ar. Það er frábært að finna fyrir því að vera elskaður og elska og að það kosti ekki neitt. Mér líkar líka list, þá á ég við bækur og kvikmyndir og málverk – söfn – og tónlist og það er heldur ekki svo dýrt. Ég hef fordóma gagnvart dýrum hlutum. Venjulega snúast þeir um stöðu eða snobb – ég held að Coco Chanel sé í raun að tala um það, jafnvel þótt hún myndi neita því. Fyrsta flokks eintök af flestum góðum hlutum er hægt að fá fyrir mjög lítið ef maður treystir eigin tilfinningu. (Þó er ástæðulaust að vera of harður við Coco – hún var góður kaupsýslumaður, sem setti hátt verð á ávexti hæfileika sinna; það var hennar hagur að auglýsa hið dýra). Ég hef einnig lært að þegar maður fær það sem maður vill vill maður ann- aðhvort meira af því, eða eitthvað annað. Besti hluturinn til að eiga er köllun – að líka að gera eitthvað frekar en að eiga eitthvað. Vegna þess að þá snýst löngunin meira um að langa til að gera eitthvað betur, og það reyndar borgar sig. © 2015 Richard Hell Richard Hell bandarískur söngvari, lagahöfundur og rithöfundur. Nýjasta bók hans heitir Massive Pissed Love: Nonfiction 2001-2014. Richard Hell
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.