Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 65
Það langbesta í lífinu, hamingja, getur aðeins verið hliðarafurð einhvers, sem
í sjálfu sér er gott (til dæmis góðverk, góður nætursvefn, ást) og finnst ekki á
neinum markaði. Næstbestu hlutirnir, sem við snúum okkur að vegna óþol-
inmæði eða örvæntingar, eru dýrir vegna þess að enginn verðmiði kemst í ná-
munda við bestu hlutina.
Að reyna að láta keyptan hlut eða þjónustu koma í staðinn fyrir ekta ham-
ingju er sambærilegt við að láta doða af völdum svefnpillu koma í staðinn fyr-
ir góðan nætursvefn. Á nítjándu öldinni birtu nokkur bandarísk tímarit þessa
skilgreiningu: „Hamingjan er eins og fiðrildi, sem þegar það er elt virðist allt-
af vera rétt utan seilingar, en gæti tyllt sér á þig ef þú sest hljóðlega niður.“
Að hætta þessum eltingarleik við hið efnislega kostar ekki neitt!
Ef leitin að hamingjunni er dæmd til að mistakast, hvað ætti þá að vísa okk-
ur veginn? Bjartsýnismaðurinn í mér trúir því að það sé eitthvað eiginlegt í
manninum, eins og gangverkið, sem fær sólblómin til að fylgja sólinni eftir á
himninum, sem getur hjálpað okkur að leysa sköpunarkraft okkar úr læðingi.
Til að láta skeika að sköpuðu. Án þess að það hafi verið ætlunin verður ham-
ingjan hliðarafurðin, fiðrildið sem tyllir sér létt á öxl okkar.
Því miður geta sírenur hins daglega strits truflað einbeitingu okkar og
breytt okkur í neytendur, sem líkar það sem þeir kaupa, kaupa það, sem þeir
halda að þeim líki, og verða á endanum leiðir og ófullnægðir – varanlega ófær-
ir um að tilgreina eðli ófullnægju sinnar og lifandi staðfesting á athugasemd
Marks Twains um „takmarkalausa fjölföldun ónauðsynlegra nauðsynja“.
Á hin bóginn sagði Dorothy Parker að við ættum að „sjá um munaðinn og
nauðsynjarnar munu sjá um sig sjálfar“. Auðvitað sjá nauðsynjarnar bara um
sig sjálfar hjá því fólki sem tilheyrir þeim litla hluta samfélagsins þar sem for-
réttindi endurnýjast af sjálfu sér.
Siðmenntað samfélag sér öllum fyrir aðstæðum sem gefa þeim frelsi til að
elta eigin markmið af áræði og sköpunarkrafti. En til að það gerist þarf hver
og einn að vera frjáls frá ótta, hungri og arðráni – auk þess, samkvæmt Virg-
iníu Woolf, að hafa „eigið herbergi“.
© 2015 Yanis Varoufakis
Yanis Varoufakis
stjórnmálamaður, hagfræðingur og fyrrverandi
fjármálaráðherra Grikklands.
Yanis Varoufakis
Ég var svo lánsamur að mér var gefin rödd sem höfðar til fólks. Að geta
blómstrað og fundið mér áhangendur þegar svo margir fá ekki drauma-
starfið sitt var guðleg blessun. Slíka gjöf er hægt að þróa áfram, en hana
er hvorki hægt að endurgjalda né kaupa. Er það ekki til marks um að það
besta í lífinu sé frítt?
Eitt af því besta í lífinu er þegar ég sé hamingju skína úr andliti áhorf-
enda á einum af tónleikunum mínum. Ég veit kannski ekki hvað hann heit-
ir, en við deilum sannri einingu! Eða bros þriggja ára sonar míns þegar
hann sér mig – hann hleypur alltaf til mín og stekkur upp til að faðma mig
af slíkri væntumþykju. Eða þegar ókunnugur maður heilsar mér á götu,
sem gefur okkur báðum hamingjutilfinningu það sem eftir lifir dags.
Ef ástin er gjöf sjálfsins, þá sannar þessi ákafi svipur, þetta einlæga
bros, kveðjan að það besta í lífinu er frítt. Sért þú nokkru sinni í vafa skalt
þú halda í þér andanum eins lengi og þú getur og síðan anda inn og út súr-
efninu sem móðir náttúra gefur okkur í boði hússins. Það besta í lífinu
stendur þeim til boða sem taka sér tímann til að taka eftir því og njóta
þess.
© 2015 Youssou N’Dour
Youssou N’Dour
söngvari, lagahöfundur og stjórnmálamaður
frá Senegal.
Youssou N’Dour
Coco Chanel hafði rétt fyrir sér: Það næstbesta í lífinu er mjög dýrt – vegna
þess að fólk vill oft borga meira fyrir það sem það þarf ekki en það sem það
þarf. Þetta segir Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi Chanel.
THE NEW YORK TIMES
Chanel hafði rétt fyrir sér: Það næstbesta í lífinu er mjög dýrt – vegna þess
að fólk vill oft borga meira fyrir það sem það þarf ekki en það sem það þarf.
Oft eru felldir dómar um munað á siðferðislegum forsendum, en ágóðinn er
mikill ef hugsað er á hagfræðilegum nótum. Hann stuðlar að því að peningar
fari manna á milli, færir peninga úr vösum hinna ríku og verður uppspretta
fagmennsku.
Það er gott þegar hótel getur laðað að viðskiptavini sem eru tilbúnir að
borga 80 þúsund dollara fyrir nóttina á svítu vegna þess að það veitir svo
mörgum vinnu: iðnaðarmönnunum sem reistu svítuna, arkitektunum sem
hönnuðu hótelið, iðnaðarmönnunum sem smíðuðu húsgögnin, starfsfólkinu
sem vinnur þar. Það er líka hægt að fyllast stolti yfir slíkri vinnu – svítan er
listaverk í daglegri notkun með sérsmíðuðum og fallegum húsgögnum.
© 2015 Karl Lagerfeld
Karl Lagerfeld
listrænn stjórnandi Chanel, Fendi og merkisins
sem er samnefnt honum.
Karl Lagerfeld
Það besta í lífinu er í raun frítt. Það eru ómissandi hlutir og fylgja okkur allt-
af, eins og loft, sólarljós og vatn. Við tökum lítið eftir þeim, tökum þeim sem
gefnum hlut. Það er ekki fyrr en við erum við það að glata einhverju – þegar
sjónin daprast, heilsan byrjar að gefa eftir eða auðlindirnar sem við reiðum
okkur á verða af skornum skammti eða mengaðar – að við gerum okkur grein
fyrir hvað það var dýrmætt.
Það næstbesta, sem síst verður metið til fjár, er held ég leiklistarferillinn
minn – sem ekki verður metinn til dollara. Hann var einfaldlega forlög.
Margt ungt fólk segir að það sé tilbúið að gera hvað sem er til að ná ár-
angri, en ég hefði ekki átt þess kost að uppfylla drauma mína hefði ég fórnað
heilsu minni fyrir listina, svo dæmi sé tekið, eða hefði ég kastað einhverju
öðru af því besta til hliðar. Oft er heppni stór þáttur og náir þú ekki markinu
er ekki við þig að sakast.
Það er dásamlegt þegar slíkir draumar rætast. Ég er svo þakklát.
© 2015 Yao Chen
Yao Chen
kínverskur leikari og aðgerðasinni.
Yao Chen
Ég hef aldrei verið mikill efnishyggjumaður. Ég bjó í lítilli, sovéskri íbúð
æsku minnar löngu eftir að ég hafði efni á að gera það ekki. Ef þú kæmir á nú-
verandi heimili mitt í Moskvu sæir þú að í grunninn líkist það geðslegu hóteli
með sérkennalausum gesti: Það eru engin stórkostleg listaverk, engin Fa-
bergé-egg sýnileg! Bara ég, yfirleitt á vappi í Brooklyn Nets-íþróttagallanum
mínum. (Verð: 95 dollarar!)
Í mínum huga er „það næstbesta“ eða mjög dýrir hlutir aðeins þess virði ef
þeir gegna einhverjum nytsamlegum tilgangi. Siglingar gera mig sjóveikan
þannig að ég á snekkju, en nýt hennar aðeins vegna þess að hún gerir mér
fært að vera á sjóþotu. Markmið mitt er að verða betri í íþróttinni og ég legg
hart að mér.
Það besta við snekkjuna er ókeypis – ánægjan af að hafa mætt nýrri áskor-
un og náð valdi á nýrri hreyfingu (sem er sérlega erfitt ef maður er 2,07 metr-
ar á hæð). Þetta getur enginn gert fyrir mig.
Mér gæti ekki staðið meira á sama um snekkjuna, en ég legg upp úr per-
sónulegum vexti og er tilbúinn að fjárfesta í því – auk þess að fá mér af og til
gott vín.
© 2015 Mikhail Prokhorov
Mikhail Prokhorov
rússneskur milljarðamæringur, fyrrverandi
forsetaframbjóðandi og eigandi körfuboltaliðsins
Brooklyn Nets.
Mikhail
Prokhorov