Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 4
* Þetta skiptir talsverðu máli fyrir þá sem setja sín hjólsaman sjálfir og fyrir viðhald á reiðhjólum. Árni Davíðsson, stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna.ÞjóðmálINGA RÚN SIGURÐARDÓTTIR ingarun@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 Ódýrara að fata sig upp Á meðal þeirra tolla sem voruafnumdir um áramótin erutollar af fatnaði og skóm. Þessi lækkun nær til 324 toll- skrárnúmera. Er um að ræða ým- iss konar fatnað, til dæmis notaðan fatnað, skófatnað, höfuðfatnað, leð- urfatnað, loðskinn, fatnað úr plasti og gúmmíi sem og fylgihluti þeirra; hnappa, tölur og rennilása. Afnám tolla af fatnaði og skóm ætti að skila 13% meðallækkun verðs til neytenda á þeim vörum sem áður báru tollinn. 7,8% lækkun á fatalið Kristjana Birgisdóttir, verk- efnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, bendir á að þetta sé ekki alveg svona einfalt. Þegar skoðað sé hlut- fall þeirra vara sem beri toll kemur í ljós að það er um 60%. Hún reiknar því út miðað við það hlut- fall að afnámið ætti að skila 7,8% lækkun á liðnum fatnaður og skór í vísitölu neysluverðs. Þessar breytingar á tollum eiga auðvitað að vera til hagsbóta fyrir neytendur. Í töflunni hér að neðan má sjá nokkur dæmi um 13% lækk- un á fatnaði sem var áður fluttur inn frá ríki sem ekki hefur fríversl- unarsamning við Ísland eins og Kína. Kristjana vonast til þess að af- nám tollanna á fatnaði og skóm skili sér sem fyrst til neytenda með lækkun á vöruverði og ætlar verð- lagseftirlit Alþýðusambandsins að fylgjast vel með breytingunum og hvetur neytendur til þess að gera hið sama. Vandamálið er að hinn almenni neytandi veit í flestum til- fellum ekki frá hvaða löndum fatn- aðurinn kemur og gerir það því erfiðara um vik fyrir hann að fylgj- ast með lækkun á einstaka fötum eða skóm. Hinsvegar ætti þetta að sjást greinilega í undirvísitölunni sem nær til fatnaðar og skóbúnaðar. „Ég get ekki mælt þetta eins og með mat og aðra hluti. Verðlagseft- irlitið fylgir þessu ekkert eftir fyrr en í febrúar, mars en við ætlum að nota vísitöluna til samanburðar,“ segir Kristjana en það er óvinnandi vegur að kanna þetta nú þegar út- sölur standa yfir. Góðar fréttir fyrir hjólreiðafólk Hjólreiðafólk sparar líka á þessu því tollar á reiðhjólafatnaði og -skóm falla niður rétt eins og á öðrum fatnaði. Landssamtök hjól- reiðamanna fagna þessu og sömu- leiðis því að um áramótin féllu nið- ur allir tollar á varahlutum fyrir reiðhjól en þessi tollur var 10%. Áður var búið að fella niður tolla á reiðhjólum frá 1. mars 2013, þar með rafmagnsreiðhjólum. Ljós og hjálmar fyrir reiðhjól hafa verið tollfrjáls í nokkurn tíma. „Þetta skiptir talsverðu máli fyr- ir þá sem setja sín hjól saman sjálfir og fyrir viðhald á reið- hjólum. Sala á varahlutum og íhlut- um og fatnaði allskonar hefur jú stóraukist síðustu ár með auknum hjólreiðum,“ segir Árni Davíðsson, fulltrúi í stjórn samtakanna. „Viðhaldið virðist orðið miklu meira. Fólk sem er að fara þetta 4.000 km á ári þarf að halda hjól- unum við og er að kaupa hluti eins og keðjur og kransa,“ segir hann. „Þetta var líka mismununun, ef þú keyptir heilt eða settir saman sjálfur, þá var annað tolllaust og hitt með tolli,“ segir hann. Á vef LHM kemur fram að þrátt fyrir meiri hjólreiðar og aukinn fjölda sem noti reiðhjólið til sam- gangna og æfinga hafi reiðhjólum sem seljast ekki fjölgað undanfarin ár. Sala á varahlutum, íhlutum og fatnaði ýmiss konar hafi stóraukist á sama tíma. Ljóst er að margir þeirra sem hjóla búa sig betur á allan hátt og halda hjólum sínum vel við. Þetta getur því verið um- talsverður kostaður hjá sumum, sem ætti að verða minni eftir nið- urfellingu tollanna. Afnám tolla af fatnaði og skóm ætti að skila 13% meðallækkun verðs til neytenda á þeim vörum sem áður báru tollinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg TOLLUR AF FATNAÐI OG SKÓM VAR AFNUMINN UM ÁRAMÓTIN OG Á ÞAÐ AÐ SKILA 13% MEÐALLÆKKUN Á ÞEIM VÖRUM SEM ÁÐUR BÁRU TOLLINN, SEM ER UM 60% ÞESSARA VARA. MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ ÆTTI AFNÁMIÐ AÐ SKILA 7,8% LÆKKUN Á LIÐNUM FATNAÐUR OG SKÓR Í VÍSITÖLU NEYSLUVERÐS. Árni Davíðsson Kristjana Birgisdóttir Nokkur dæmi um verðlækkun 46.995 13.990 69.500 35.700 8.900 40.886 12.171 60.465 31.059 7.743 -6.109 -1.819 -9.035 -4.641 -1.157 Heimild:ASÍ Verð 2015 Verð 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.