Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 Ef í ljós kæmi í þjóðaratkvæðagreiðslu eða framkæmu sannfærandi vísbendingar í skoðana-könnunum, að tiltekið lagafrumvarp stríddi gegn meirihlutavilja þjóðarinnar, öll almanna- samtök sem tjáðu sig um frumvarpið væru því and- víg, fagaðilar og sérfræðingar vöruðu við því, það kæmi óvéfengjanlega til með að bitna á ríkissjóði og þar með skattgreiðendum, það myndi koma illa við neytendur í verðlagi og vöruúrvali – hvað mynduð þið kalla það, ágætir lesendur, ef um helmingur þingmanna tæki sig til við slíkar aðstæður og ákvæði að virða lýðræðislegan vilja að vettugi, hunsa þá sem hefðu mesta þekkingu á málinu, blása á allar rannsóknarskýrslur og lögfesta frumvarpið? Ég gleymdi einu: Blása á samþykkta stefnu í lýðheilsumálum sem bæði síðasta ríkisstjórn og sú sem nú situr hafa samþykkt. Að sjálfsögðu er ég að tala um frumvarp sem liggur fyrir Alþingi og kveður á um að lögfesta bann við því að ríkið annist áfengissölu eins og nú er gert í ÁTVR-verslunum ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að færa þessa verslun inn í matvöruverslanir landsins. Fáir véfengja að dreifingarmátinn í nýju fyr- irkomulagi yrði kostnaðarsamari og myndi skila sér í hærra verðlagi. Hátt verðlag á áfengi er til komið vegna áfengisgjalda, óháð söluaðilum. Héld- ust þessi gjöld óbreytt eftir að Bónus, Hagkaup og Krónan væru komin með áfengið í sínar hillur þá myndi áfengisverðið hækka til að mæta dýrari dreifingarmáta og að sjálfsögðu verða mismun- andi eftir því hvar væri á landinu. Enda áfengi eins og „hver önnur vara“, svo vitnað sé í aðstand- endur frumvarpsins. Ríkið hefur eins og sakir standa beinan hagnað af sölunni sem er þó aðeins brotabrot af tilkostn- aði ríkisins við að glíma við afleiðingar áfeng- isneyslu. Það eru þessir peningar sem stóru versl- unarkeðjurnar eru að slægjast eftir. Athygli vekur að nær allir umsagnaraðilar um frumvarpið eru því andvígir nema þeir sem sjá í því peningalegan ávinning fyrir sig! Ekki hef ég séð álit Neytendasamtakanna en þau hljóta að horfa til áhrifanna sem breytt fyrir- komulag hefði á verðlag og síðan vöruúrval. Á báðum póstum fellur nýja frumvarpið á prófinu! Þingmaður sem ég átti orðastað við sagðist ætla að styðja frumvarpið þrátt fyrir að hann væri sannfærður um að það myndi leiða til aukinnar áfengisneyslu að færa söluna inn í almennar mat- vöruverslanir og virkja þar með markaðslögmálin sem þar ráða. „Ég vil bara að hver og einn taki ábyrgð á sjálfum sér,“ sagði þessi ágæti þingmað- ur. En nákvæmlega það erum við að gera, taka ábyrgð sem einstaklingar. Við gerum það með því að virða lýðheilsusjónarmið, hlusta á forvarnar- og æskulýðssamtök og þær starfsstéttir sem best þekkja til og síðan á rödd skynseminnar innra með okkur, er það ekki nákvæmlega svona sem farið er að því að axla ábyrgð? Og þá aftur að spurningunni. Ef meirihluti landsmanna er þessarar skoðunar og ÖLL samtök sem láta sig málið varða ráðleggja á sama veg, hvað köllum við það þá þegar þessi vilji er huns- aður af örfáum einstaklingum á Alþingi? Svari hver fyrir sig. Spurt er *Athygli vekur að nær all-ir umsagnaraðilar umfrumvarpið eru því andvígir nema þeir sem sjá í því pen- ingalegan ávinning fyrir sig! ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Þorsteinn Guðmundsson, grín- isti og leikari með meiru, vekur athygli á sjónvarps- og útvarps- auglýsingum sem margir hafa eflaust heyrt; þar sem Víkingalottó er auglýst undir þeim formerkjum að ríkir Norðmenn og Danir munu verða enn ríkari þegar þeir vinna stóra pottinn. Þorsteinn skrifar á Twitter. „Skil ég þessa Víkingalottó herferð rétt að við eigum að taka þátt svo að þessir helvítis útlend- ingar vinni ekki alltaf?“ Söngkonan og dansarinn Unnur Eggertsdóttir sem býr um þess- ar mundir vest- anhafs, í New York, þar sem hún er í leiklistarnámi, vitnar á Twitter í meðleigjanda sinn þar í borg sem staðhæfði að íbúð þeirra lyktaði hræðilega. „Our whole apartment smells like a fucking fish died here.“ Meðleigj- andinn ekki alveg að meta harð- fiskinn minn. #íslenskikúrinn.“ Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Símanum, birtir mynd af byggingu nokkurri í Síðu- múla á Twitter og skrifaði: „Allir hlynntir ÁTVR fyrirkomulagi á áfengissölu mega hugleiða að þetta hús var áður Grænmet- isverzlun ríkisins.“ Magnús bætti svo við að á sínum tíma hefðu að- alrökin fyrir því að mjólkurvörur færu ekki í almennar verslanir ver- ið hversu viðkvæmar þær væru í geymslu. Katrín Júlíusdóttir þingmaður er skemmtilegur tístari um til dæmis hin hvers- dagslegu atvik lífs- ins og skrifaði á Twitter í vikunni: „Hversu mikill sykurfíkill er kona sem ræðst á bökunarmarsipan þegar ekkert annað finnst?“ skrif- aði Katrín og henti einnig fram spurningunni hvort það væri ör- væntingarfullt eða svalt. AF NETINU Danaprinsessa skoðaði íslenska hönnun Marie Danaprinsessa sýnir því sem er að gerast í hönnunarheiminum jafnan mikla athygli. AFP Jóakim Danaprins og eiginkona hans, Marie prinsessa, eru í tveggja daga opinberri heim- sókn hérlendis og hafa tekið þátt í hátíð- arhöldum í tilefni af 100 ára afmæli Dansk- Islandsk Samfund, samtaka sem hafa það hlut- verk að styrkja tengsl ríkjanna. Meðal dagskrárliða var að fara í bíltúr og skoða áhrif dansks arkitektúrs á umhverfi Reykjavíkurborgar og í gærdag fór Marie prinsessa meðal annars í verslunina Epal til að kynna sér það besta sem er að gerast í ís- lenskri hönnun. Marie er annáluð smekkkona og vekur það ætíð athygli hvað það er sem prinsessan sýnir áhuga. Kemst það því gjarnan í danskar fréttir þegar hún hrósar sérstökum hönnuðum eða hönnun enda dýrmætt að fá slíka athygli úr konungshöllinni. Á þetta jafnt við um fata- hönnun, listmuni og húsgögn og á dögunum var ein fyrirsögnin í dönskum miðlum á þá leið að prinsessan hefði verið bergnuminn af George Jensen og fatahönnuðurinn Malene Berger hefur líka mátt baða sig í ljóma þess að Marie hefur hrósað henni í hástert á opinber- um vettvangi. Í Epal gaf Marie sér góðan tíma til að skoða íslenska hönnun meðan tveir öryggisverðir biðu fyrir utan verslunina í Skeifunni og fékk hún góða leiðsögn um verslunina hjá eiganda verslunarinnar, Eyjólfi Pálssyni. Meðal þess sem aðrir viðskiptavinir verslunarinnar tóku eftir að hún veitti góða athygli var svokallaður birkibakki myndlistarkonunnar Sveinbjargar Hallgrímsdóttur. Hönnunarlína Sveinbjargar kallast einfald- lega Sveinbjörg en hún vinnur grafíklistaverk sín í efnivið eins og tréristur og kopar svo úr verða nytjavörur; kertastjakar, púðar, dúkar, ullarteppi og fleira. Þá hafa postulínsvörur hennar vakið mikla athygli sem skarta fugla- og plöntumunstri og birkibakkinn umtalaði er með vísanir í íslenska náttúru. Opinberri heimsókn þeirra Jóakims og Mar- ie lauk í gærkvöldi með hátíðarkvöldverði Dansk-Islandsk Samfund á Hótel Holti. Munir Sveinbjargar Hallgrímsdóttur myndlist- arkonu eru meðal þess sem prinsessan skoðaði. Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.