Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 * „Handfrjálsi búnaðurinn sem fylgir síman-um er eitt af mínum mikilvægustu tækjum.“Böðvar Sturluson, flutningabílstjóri í Stykkishólmi.Landið og miðinSIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is UM ALLT LAND STRANDABYGGÐ Atvinnumál og innra skipu starfsemi sveitarfélagsins e stefnumótunarvinnu í Stra m nú stendur yfir. Ráðgjafafyrirt rp ehf. sinnir málinu og er leitað e armiðum fólksins í byggðinni. Efla á þ stukjarnann Hólmavíká með það fyrir augum fð jö SAUÐÁRKRÓKUR Framkvæmdir hefjast í kiSauðárkró Færa á aðgengismál í betra horf, laga búningsklefa og anddyri og bæta aðstöðu barna og barnafólks með rennibrautum og vaðlaugum. Skipuð ygg ghefur verið sérstök b in anefnd sem hefur mál þetta með höndum. FLJÓTSDALSHÉRAÐ Minnst fimm þorrablót eru haldin á Fljótsdalshéraði um þessar mundir. Hið fyrsta var á Egilsstöðum í gær- kvöldi og í Fellabæ verður þorri blótaður um aðra helgi. Þorrablót Jökuldælinga og Jökulsárhlíðarfólks verður í Brúarási 13. febrúar. Þann 20. febrúar haldaVallamenn og Skriðdælingar sameiginlegt blót á Arnhólsstöðum, það er sama dag og íbúar í Hróarstungu koma saman í félagsheimilinu Tungubúð. UPPSVEITIR allt að 12 klukkustundum í senn. Með þetta er sveitarstjórn óánægð og kallar eftir því að Rarik svari fyrirspurnum um málið og leysi vandann. ÐIR mannahreppur næsta sumar umsjón með rekstri fjallaskála sveitarfélagsins á Hrunamannaafrétti. Margir ferðast um þessar slóðir á sumrin, til að mynda jeppamenn og hestafólk. Vatnsfell við Öskju í sunnan-verðum Dyngjufjöllum skalhéðan í frá heita Wattsfell, samkvæmt niðurstöðu Örnefna- nefndar. Fjallið, sem er 1.308 metra hátt, hafði fyrr á árunum þetta nafn og var kennt við breska landkönnuð- inn William Lord Watts. Fyrstur yfir Vatnajökul Watts ferðaðist þrisvar til Íslands, árin 1871, 1874 og 1875, í þeim meg- intilgangi að ganga yfir Vatnajökul. Síðasta árið náði hann að þvera jök- ulinn fyrstur manna svo sögur fari af, ásamt fimm íslenskum félögum sínum. Hann gerði síðan út sér leið- angur til að skoða ummerki eftir stóra eldgosið í Öskju þá um vorið. Eru til hrikalegar lýsingar á því þegar veggir öskjunnar hrynja niður í djúpin þar sem nú er Öskjuvatn. Afleiðingar umrædds eldgoss í Öskju urðu miklar. Aska lagðist yfir norðan- og austanvert landið svo að bæir lögðust í eyði. Það kom flutn- ingum Íslendinga til Kanada af stað. Á sinni tíð skrifaði Watts greinar og bækur um ferðir sínar sem urðu víða kunnar. Árið 1910 var Wattsfell nefnt til heiðurs honum og til að minnast þessa frækna leiðangurs. Var nafnið allvíða notað í bókum og á landakortum og stóð til ársins 1941. Þá var því var breytt af Ör- nefnanefnd, ásamt fleiri nöfnum sem þóttu ekki hæfa á Íslandi að mati nefndarinnar. Vatnsfell skyldi það heita. Mörgum sem til þekkja hefur hins vegar fundist örnefni þetta úr takti við veruleikann, enda stendur fjallið allfjarri sjálfu Öskjuvatni. Að fá breytingu á nafni fjallsins í gegn – og staðfestingu þar að lút- andi – hefur tekið langan tíma. Það var árið 2003 sem Víðir Gíslason á Akureyri byrjaði að vinna í málinu, en hann hefur í tímans rás safnað ýmsum heimildum um Íslandsleið- angra Watts og byggði erindi sín til Örnefnanefndar á þeim. Nefndin úr- skurðaði 2004 að Vatnsfellsnafnið skyldi standa og vera á kortum með tilliti til hefðar. Wattsfellsnafnið mætti þó fljóta með til dæmis á landakortum og vera innan sviga. Nú hefur nefndin snúið blaðinu við. William Lord Watts er „kominn á kortið“ í orðsins fyllstu merkingu. Til upprunalegs horfs „Það er því niðurstaða Örnefna- nefndar að örnefnið Wattsfell skuli endurreist og fært til upprunalegs horfs. Á útgefnum kortum þykir þannig rétt að standi Wattsfell. Þar sem því verður við komið t.d. á opin- berum gagnagrunnum sem bjóða upp á slíkt, er þó rétt að Vatnsfell sé skráð sem aukanafn,“ segir í úr- skurði. ASKJA – DYNGJUFJÖLL Wattsfell samþykkt LANDKÖNNUÐURINN WILLIAM LORD WATTS FÆR NÚ VERÐUGAN SESS. FJALLIÐ SEM EFTIR HONUM VAR NEFNT HEITIR EKKI LENGUR VATNSFELL. ÞETTA UNDARLEGA MÁL HEFUR VELKST LENGI Í KERFINU EN ER NÚ ÚTKLJÁÐ Horft yfir Öskjuvatn. Þorvaldstindur til vinstri, Víti til hægri og Wattsfell því sem næst fyrir miðju lengst í suðri. Ljósm/Oddur Sigurðsson Wattsfell Loftmyndir ehf. ASKJA DYNGJUJÖKULL ÓDÁÐAHRAUN Wattsfell William Lord Watts var fædd- ur í London ár- ið 1850. Hann nam m.a. jarð- fræði og steindafræði við Kings College, sem sennilega hefur vakið spenning fyrir Íslandsferðum, ásamt miklum áhuga á fjall- göngum. Watts skrifaði tvær bækur um þær ferðir og hélt fyrirlestra hjá á ýmsum stöðum í Lundúnum. Í formála að íslenskri útgáfu bókar Watts stendur að hann hafi látist árið 1877, aðeins 27 ára. Í ljós kom hins vegar að hann flutti til Bandaríkjanna það ár og bjó lengst af og starfaði í Los Angeles. Sinnti meðal ann- ars jarðfræðirannsóknum og ráðgjöf í tengslum við olíu- vinnslu og námagröft, ásamt því að skrifa bækur og ritgerðir um þau efni. Hann lést árið 1921, um borð í skipi á leið til Trinidad, hvar hann sinnti olíurann- sóknum. „Saga hans var um margt óþekkt,“ segir Víðir. „En þetta var afar ánægjulegt ferðalag með Watts. Náðst hefur að bæta ára- tugum við lífshlaup Watts. Margt viðvíkjandi þessum merka manni hefur komið fram í dagsljósið – sem vert er að halda til haga,“ segir Víðir Gíslason. Watts til Los Angeles William Lord Watts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.