Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Síða 13
24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Göngumenn á hjarnbreiðu við Öskjuop. Myndin var tekin í ágústlok í fyrra. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvergerðingum heldur áfram að fjölga og eru nú 2.462 en voru 2.387 fyrir ári. Fjölgunin milli ára er 3,%. Fjölmennasti hóp- urinn er fólk fætt árið 1989, alls 44. Einum færri eru fæddir 1996, 43. Vegna þess hve hve tveir fyrr- nefndir árgangar – og væntanlega fleiri á svipuðu reki – eru stórir má ætla að slíkt leiði af sér fjölgun. Þetta er fólk milli tvítugs og þrítugs og því kom- ið á barneignaaldurinn, sem svo er kallaður. Þess má og geta að í fyrra fæddust alls 33 Hveragerðisbörn sem öll hafa verið boðin velkomin með gjöf frá bæjarfélaginu. Elstir Hvergerðinga eru tvær konur, þær Guðbjörg Runólfsdóttir sem er 99 ára en næstelst er Reg- ína Guðmundsdóttir 97 ára. Fjór- tán bæjarbúar eru komnir yfir ní- rætt og munu fimm bætast í þann hóp í ár, endist þeim líf og heilsa, að því er fram kemur á vefsetri Hveragerðisbæjar. Fjölgun íbúa undanfarin ár stýr- ist að stórum hluta af hagstæðu húsnæðisverði og að bærinn er í túnfæti höfuðborgarsvæðisins þangað sem margir sækja vinnu. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri sem bendir á að þum- alputtareglan sé sú að ágætt rað- hús í Hveragerði fáist fyrir 25-30 milljónir króna sem standi á pari við þokkalega blokkaríbúð í Reykjavík. Væntanlega hafi svo umhverfisstefna bæjarins með sín- um grænu gildum aðdráttarafl. Mikið hafi verið gróðursett í Hveragerði síðustu ár, opin svæði lagfærð og svo framvegis. Þetta hafi eflt staðinn og það sé segin saga að grænir bæir séu eftirsóttir til búsetu. HVERAGERÐI Kirkjan í Hveragerði er fremst og gufubólstrana leggur þvert yfir bæinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lágt eignaverð og íbúum fjölgar Aldís Hafsteinsdóttir Alls 46.370 tonnum af bolfiskafla var landað í Grindavík á síðasta ári. Það var aukning um nær 10,9% eða um rúmlega 4.500 þús- und tonn. Raunar hefur Grindavík á ýmsan mælikvaða verið að styrkjast í sessi á undanförnum árum sem sjávarútvegsbær. Er nú sú höfn landsins þangað sem næst- mest af kvótanum fer. Til skipa með heimahöfn í Reykjavík fara 12,4% af heildinni en næst kemur Grindavík með 11,4% sem eru rösklega 42 þúsund þorskígildis- tonn. Vestmannaeyjar voru löngum í öðru sæti hvað aflamark varðar, en Grindvíkingar veltu Eyjamönnum úr þeim sessi fyrir nokkrum árum sem þótti heldur betur saga til næsta bæjar. Stíft er sótt á sjó frá Grindavík og þar eru stórir línubátar í aðal- hlutverki. Mikið er gert út á þorsk, sem þykir góður í salfisk en verkun á honum hefur lengi verið snar þáttur í atvinnulífi bæjarins. Mörg öflug sjávarútvegsfyrirtæki eru í Grindavík og má þar til dæmis nefna Þorbjörn, Vísi, Stakkavík og Einhamar. GRINDAVÍK Afli jókst mikið í fyrra Tómas Þorvaldsson GK við Eyjabakkabryggju. Fjallið Þorbjörn er í baksýn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Mér hefur fundist miður í ljósi orðstírs og afreka þessa heið- ursmanns og tengsla við Öskju, að nafn hans skyldi afbakað á þann hátt sem gert var,“ segir Víðir Gíslason sem hefur sína kenningu um hvers vegna nafni fjallsins var breytt á sín- um tíma. „Já, þegar Vatnsfellsnafnið var tekið upp árið 1941 var staða Ís- lands brothætt. Bretar höfðu hernumið landið og margir ansi viðkvæmir fyrir hvers konar er- lendum áhrifum. Sennilega hefur það haft afgerandi áhrif á niður- stöðu þáverandi Örnefnanefnd- ar. Einnig var stofnun lýðveldis í undirbúningi,“ segir Víðir Gísla- son. „Sennilega hefur þótt ástæða til að halda í það sem ís- lenskt var og draga úr erlendum áhrifum. En nú hefur verið bætt úr þessu sem mér finnst mjög ánægjulegt.“ Þorvaldstindur og Knebelsvarða Við Öskju og í Dyngjufjöllum eru örnefni – fleiri en Wattsfell – sem vísa til þekktra manna. Þar er til Þorvaldstindur, 1.510 metra hár, nefndur eftir Þorvaldi Thoroddsen náttúrufræðingi. Einnig Knebelsvarða. Þjóðverj- arnir Walther von Knebel jarð- fræðingur og Max Rudloff málari fórust í Öskjuvatni árið 1907. Jarðneskar leifar þeirra fundust aldrei en slysið jók mjög á umtal um Öskju og sveipaði staðinn dulúð, sem enn er til staðar. Knebelsvarða var hlaðin af unnustu von Knebels, Inu von Grumkow. Varðan stendur í ná- munda við gíginn Víti, þangað sem flestir Öskjufarar koma. Orðstírinn og afrekin Víðir Gíslason Bæjarráð Norðurþings gaf á dögunum jákvæða um- sókn vegna þriggja leyfisumsókna til að starfrækja heimagistingu, það er á Húsavík og Raufarhöfn. Slík starfsemi færist í vöxt hvarvetna á landinu. Norðurþing Búfræðinemar sem eru á öðru ári á Hvanneyri hafa fram- leitt Markaspilið, þar sem hægt er að læra eyrnamerkingar og markaheiti á íslensku sauðfé. Stokkurinn inniheldur 82 spil, eða 41 samstæðu af eyrnamörkum. Hvanneyri HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Þrettán ár í röð hefur Þroskahjálp á Norðurlandi haldið ball fyrir fólk með fötlun, síðast um liðna helgi. Það var á ári fatlaðra, 2003, sem stjórn félagsins ákvað að halda ball og bjóða upp á tertuhlaðborð í tilefni þessa merki- lega árs en skemmtunin tókst svo vel að ákveðið var að halda áfram. „Þetta hefur alltaf verið jafn gaman, bæði hjá okkur og gestum okkar,“ segir Kolbrún Ingólfs- dóttur, formaður félagsins. Ballið hefur alltaf verið í fé- lagsheimilinu Hlíðarbæ skammt norðan Akureyrar og gestir verið á bilinu 100 til 140. Nú dönsuðu 110 af hjart- ans lyst við undirleik og söng hljómsveitarinnar Einn og sjötíu, sem séð hefur um að halda uppi stuðinu í mörg ár. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson NORÐURLAND Eitt ball orðið að 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.