Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Qupperneq 18
Ferðalög og flakk Er aldurstakmark? *Fjölskyldur sem ætla að nýta sér farfuglaheimili á ferðalaginuættu að kynna sér vel hvort það er einhvers konar aldurs-takmark á viðkomandi gististöðum. Sumþeirra krefjast þess að ferðalangar séuorðnir 16 eða 18 ára, sérstaklega í sam-eiginlegu svefnrými. Yfirleitt er þó hægtað komast með alla fjölskylduna í sér- herbergin og sum farfuglaheimili bjóða fjölskyldur sérstaklega velkomnar. FARFUGLAHEIMILI SEM SKORA HÁTT Farfuglar í Kaupmannahöfn EINN VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐUR ÍSLENDINGA ER KAUPMANNAHÖFN OG NÁGRENNI. FARFUGLA- HEIMILIN ÞAR Í BORG ERU OFT GÓÐUR OG ÓDÝR KOSTUR OG MÖRG ÞEIRRA AFBURÐAFÍN. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Sleep in Heaven hefur nokkrum sinnum verið valið besta farfugla- heimili Danmerkur en hótelið er í Nørrebro. Farfuglaheimilið hentar vel ungu fólki en til að leigja sér sér- herbergi þarf að vera orðinn 16 ára en þó ekki eldri en 45 ára. Fyr- ir sameiginlegt svefnrými gildir sami lágmarksaldur en gestir þar mega ekki vera orðnir eldri en 35 ára. Mikið stuð er á farfugla- heimilinu og mikill samgangur milli gesta. Nýbúið er að taka far- fuglaheimilið allt í gegn. Heimasíða þess er sleepinheaven.com. Sleep in Heaven er í hinu skemmtilega hverfi Nørrebro. EKKI OF UNGIR NÉ GAMLIR Eitt lofaðasta farfuglaheimili Dan- merkur og þótt víðar væri leitað er BBLighthouse. Heimilið var fyrr- um, eins og nafnið gefur til kynna, bústaður vitavarða, með gamaldags sjarma og stórkostlegu sjávarútsýni og fallegum garði, byggt árið 1772. Rétt fyrir neðan er strönd og falleg engi umkringja húsið. Hvert heimili hefur sérinngang og sameiginlegt eldhús og baðher- bergi með öðrum herbergjum. Morgunmatur er innifalinn. Farfuglaheimilið er örstutt frá byggðakjarnanum Gilleleje, þar sem fallegar litlar verslanir og veit- ingastaði er að finna. Þaðan er um 45 mínútna akstur til Kaupmanna- hafnar. Heimasíða farfuglaheimilis- ins er bblighthouse.dk . Farfuglaheimilið er í sveitasælu við strönd en þó er stutt til Kaupmannahafnar. Í BÚSTAÐ VITA- VARÐARINS Urban House er nútímalegt og gott „sjálfsafgreiðslu“-farfuglaheimili í hjarta Kaupmannahafnar. Með sjálfsafgreiðslu er átt við að ekki er gestamóttaka heldur bóka gestir sig sjálfir inn rafrænt. Þó er hægt að kaupa léttar veitingar svo sem pyls- ur sem sögur fara af. Hægt er að panta herbergi með sérbað- herbergi eða sofa í í stærra sam- eiginlegu rými með sameiginlegri svefn- og eldhúsaðstöðu. Bar sem tilheyrir farfuglaheimilinu og er á fyrstu hæð er með lifandi tónlist- arflutningi og billjardstofu en gestir geta valið á milli fjörlegs andrúms- lofts og afslappaðs því hljóðlátt hvíldarherbergi fyrir lestur og stuttan eftirmiðdagsblund í hæg- indastól er þar einnig að finna. Heimasíða farfuglaheimilisins er urbanhouse.me. Urban House er í aðeins tveggja mínútna fjarlægð frá aðaljárnbrautarstöðinni. HENTAR UNGA FÓLKINU VEL læstir skápar undir hverju rúmi og hönnunin er þannig úr garði gerð að hver gestur hefur ágætis næði þrátt fyrir að deila svefn- rými. Farfuglaheimilið stendur við Kongens Nytorv og heimasíða þess er generatorhostels.com. Gestir Generator Hostel Copen- hagen láta vel af farfuglaheimilinu í umsögnum sínum á ýmsum ferðavefsíðum. Hægt er að velja um stærri og minni herbergi með sameiginlegri bað- og eldhúsaðstöðu en í sam- eiginlega svefnrýminu eru góðir Eitt smartasta farfuglaheimili Kaupmannahafnar er án efa Generator Hostel. GOTT NÆÐI FYRIR HVERN OG EINN Eitt heimilislegasta farfuglaheimili Kaupmannahafnar er Bedwood Hostel. Þar er nóg af lestrarefni, gítar sem gestir geta gripið í og nóg af góðu tei. Gestir hafa aðgang að dásam- legum og ótrúlega hljóðlátum bakgarði í miðri Nyhavn. Hægt er að bóka rúm í sameig- inlegum svefnrýmum sem inni- halda allt frá 6 upp í 12 rúm hvert. Rúmin eru handsmíðuð úr viði og með leslömpum og hægt er að draga tjöld fyrir hverja koju svo næðið er ágætt. Heimasíða farfuglahótelsins er bedwood.dk. Gott er að hefja daginn og enda í nota- legum bakgarði farfuglaheimilisins. HEIMILISLEGT OG HLJÓÐLÁTT Eitt vinsælasta farfuglaheimili Kaupmannahafnar á síðasta ári var Copenhagen Downtown Hostel og þar ræður staðsetning og gott verð miklu auk ýmissa þæginda. Þannig geta gestir fengið lánaðar hárþurrkur, fartölvur og spjaldtölvur. Farfuglaheimilið er í næsta nágrenni Tívolísins og býður upp á þjónustu í gestamóttöku allan sólarhringinn og notalegt kaffihús og bar er á staðnum. Góðar veitingar er þar að finna en einnig mega gestir elda það sem þeim dettur í hug í afar góðu og vel útbúnu sameiginlegu „gestaeldhúsi“. Boðið er upp á skoðunarferðir um borgina tvisvar á dag, gestum að kostnaðar- lausu. Hægt er að fá sérherbergi fyrir 2-5 manns eða gista í sameiginlegum svefnrýmum sem mest hýsa 10 manns. Heimasíða farfuglaheimilisins er copenhagendowntown.com. MIKIÐ FYRIR LÍTINN PENING Eitt vinsælasta farfuglaheimili Kaupmannahafnar er Copenhagen Downtown Hostel. Það er bæði litríkt og flott. Við H.C. Andersens Boulevard stendur Danhostel Copenhagen City sem er eitt stærsta farfugla- heimili Evrópu, með 1.020 rúmum. Hótelið er mjög snyrtilegt og á hagstæðu verði og einn ódýrasta bar borgarinnar er að finna þar; Bar50. Ókeypis Wi-Fi er á öllu far- fuglaheimilinu, sem líkist fremur hóteli, og í gestamóttökunni er hægt að horfa á sjónvarp. Morgunmatur Danhostel er frægur þar í borg, fyrir gæði og gott verð. Heimasíðan þeirra er danhos- telcopenhagencity.dk en þess má geta að börn undir 16 ára aldri mega ekki gista í sameiginlegum svefnrýmum. Danhostel er frábærlega staðsett, stórt og snyrtilegt. EITT ÞAÐ STÆRSTA Í EVRÓPU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.