Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Page 21
24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 ÞÚF ÆRÐ VÉLS LEÐA - FATN AÐIN NHJ ÁOK KUR STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS Hver væri ekki til í að taka sporið á Studio 54 í New York, einum fræg- asta næturklúbbi allra tíma? Ef ekki væri fyrir þá staðreynd að staðurinn er ekki lengur starfandi. Studio 54 hefur það þó fram yfir alla hina stað- ina á þessari opnu að hann var sann- arlega einu sinni til. Studio 54 var opnaður árið 1977 af félögunum Steve Rubell og Ian Schrager. Vinsældirnar urðu strax miklar og fjölmargir frægir lista- menn og dægurstjörnur voru þar fastagestir næstu árin. Má þar nefna David Bowie, Andy Warhol, Mick Jagger, Grace Jones, Elizabeth Tayl- or, Truman Capote, Tinu Turner, Cher, John Travolta, Freddie Merc- ury og Jacqueline Kennedy Onassis. Eigendurnir óðu að vonum í seðl- um og Rubell missti það út úr sér í blaðaviðtali að einungis mafían þén- aði meira en Studio 54. Við það hófst lögreglurannsókn sem lauk með því að staðnum var lokað árið 1981 vegna fjármálamisferlis. Nýir eigendur tóku við og staður- inn var áfram rekinn sem nætur- klúbbur til ársins 1998. En vinsæld- irnar náðu aldrei sömu hæðum. Í dag eru þar leikhús og veitinga- staður og vitaskuld er hægt að sækja þau heim. En diskókúlan glitrar ekki lengur. Synd væri að segja að aðgangur að Studio 54 hefði verið greiður. Það fór að vísu eftir því hver var á ferðinni. Ljósmynd/Jerry Engel Dans, dans, dans, dans, dans STUDIO 54 Úr kvikmynd Tims Burt- ons um Lísu í Undralandi frá árinu 2010. Hengigarðar Babýlonar voru eitt af undrum hins forna heims. Lystigarðar sem hvíldu á voldugum steinsúlum, um 24 metra ofar jörð, lengst inni í eyðimörkinni, þar sem nú er Írak. Nebuchadnezzar II konungur, sem var uppi u.þ.b. 634 – 562 fyrir Krist, á að hafa látið reisa garða þessa fyrir eiginkonu sína, Amytis frá Medíu, til að freista þess að lækna hana af óbærilegri heimþrá. Hengigarðarnir voru að vonum mikið undur enda kölluðu þeir á verkfræðivit sem var langt á undan sín- um tíma. Hvernig var til dæmis staðið að vökvun plantnanna í miðri eyðimörkinni? Það er einmitt málið; ekkert bendir til þess að Hengigarðar Babýlonar hafi verið til. Engar ritaðar heimildir frá þessum tíma og engar minjar hafa fundist á svæðinu. Sagnfræðingar samtímans hallast að því að fyrirbrigðið hafi verið skáldað upp af hermönnum sem Ætli hengigarðarnir í Babýlon hafi litið svona út? Aldingarður í eyðimörkinni sneru heim til Grikklands frá Babýlon. Fræðilega mun þetta hafa verið ómögulegt enda þótt landið á þess- um slóðum hafi verið heldur frjósamara en í dag. Mögulega hafa garðar af þessu tagi verið til annars staðar. Hver veit? Kannski er þetta bara goðsögn. HENGIGARÐAR BABÝLONAR Konungdæmið Narnía, þar sem öll börn vildu stinga við stafni, er því miður bara hugarfóstur rithöfundarins C.S. Lewis. Sannarlega spennandi heimur; heillandi landslag, talandi skepnur og galdrar í loftinu. Lewis fæddist í Belfast og heimalandið, Norður-Írland, var honum innblástur við skrifin. Villt náttúran, kastalarnir og tignar- leg fjöllin. Þannig að mögulega má finna eitthvað af Narníu þar um slóðir. Aðstandendum kvikmyndanna vinsælu, sem gerðar voru eftir bókinni, þótti Nýja-Sjáland á hinn bóginn henta betur til að sýna þennan undraheim. En flugmiðinn þangað er líklega dýrari en til Norður-Írlands. Bækurnar sjö sem Lewis skrifaði um Narníu og komu út á sjötta áratug síðustu aldar eru með vinælustu barnabókum sem út hafa komið. Hafa selst í yfir 100 milljón eintökum og verið þýddar á 47 tungumál. Lewis leitaði fanga víða, meðal annars í breskum og írskum þjóðsögum og grískri og rómverskri goða- fræði. Þrjár kvikmyndir hafa verið gerðar upp úr sögunum The Cronicles of Narnia. Þar sem dýrin tala NARNÍA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.