Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 25
V ala og Rúnar segja stílinn á heimilinu frekar míní- malískan og einfaldan. „Við erum mjög hrifin af skandinavískum stíl og ætli það sé ekki að hafa áhrif á hvað við setj- um í kringum okkur. Okkur finnst skipta máli að hlutirnir séu fallegir og vel hannaðir og reynum að blanda saman hönnunarvörum frá mörgum hönnuðum og tímabilum sem endurspeglast svo í skemmti- legu heildarútliti,“ útskýrir Vala og bætir við að það gefi rýminu meira gildi að hafa hluti sem eru hann- aðir á þann hátt að einhver hugsun liggur að baki. Heimilið er stílhreint og segja Vala og Rúnar það mikilvægt að hafa húsgögn og muni inn á milli sem hafa einhverja persónulega þýðingu. „Þegar við ferðumst til óvenju- legri landa eins og t.d. Rússlands eða landa í Asíu reynum við að hafa augun opin fyrir skemmti- legum munum og myndum til að skreyta heimilið með.“ Spurð hvert þau sæki innblástur segja þau það ofboðslega misjafnt og fara eftir því eftir hverju verið sé að leita að hverju sinni. „Oftast er þetta þannig að við byrjum að pæla í einhverjum hlut og þá er bara farið af stað að skoða hinar og þessar síður, tímarit, kíkja í búðir og hafa augun opin og svo allt í einu finnum við það sem okk- ur vantar.“ Vala og Rúnar segja eldhúsið í miklu eftirlæti. „Við erum bæði mjög upptekin að staðaldri og er- um venjulega með pakkaða dag- skrá alla daga vikunnar. Þar af leiðandi reynum við að gera mikið úr kvöldmatnum en við höfum ein- staklega gaman af matargerð. Rúnar sér langoftast um að töfra fram gómsæta og framandi rétti við minnstu tilefni við góðar undir- tektir húsfreyjunnar. Einnig er „lounge‘ið“ eins og við köllum það, með Eames-stólunum, í miklu uppáhaldi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldhúsið er í miklu uppáhaldi en parið nýtur þess að elda saman kvöldmat enda hafa þau ein- staklega gaman af matargerð. Vala Valþórsdóttir segir það gefa rýminu meira gildi að hafa hluti sem eru hannaðir á þann hátt að einhver hugsun liggi að baki. Fjölbreytt heimili hönnunarunnenda VALA VALÞÓRSDÓTTIR, REKSTRAR- OG SÖLUSTJÓRI VERSLANASVIÐS 66°NORÐUR OG RÚNAR H. BRIDDE, SVIÐSSTJÓRI HJÁ REGIN FASTEIGNAFÉLAGI, EIGA SÉRSTAKLEGA FALLEGT HEIMILI Í KÓPAVOGI EN ÞAU SEGJA MIKLU MÁLI SKIPTA AÐ HLUTIRNIR Á HEIMILINU SÉU FALLEGIR OG VEL HANNAÐIR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is MUNIR MEÐ PERSÓNULEGA ÞÝÐINGU Smáhlutir setja sterkan svip á heimilið. 24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 ÚTSALA – ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR EMPIRE Nettir La-Z-Boy sjónvarpssófar. Klæddir gráu slitsterku áklæði eða svörtu leðri. Einnig fáanlegir 2ja sæta 199.992 kr. 249.990 kr. 3ja sæta: Stærð: 197 × 98 × 104 cm Áklæði 319.992 kr. 399.990 kr. Leður AFSLÁTTUR 20% 39.995 kr. 79.990 kr. AFSLÁTTUR 50% DALLAS Barstóll. Hvítt eða brúnt leður og krómfótur. 9.596 kr. 23.990 kr. AFSLÁTTUR 60% NAGANO Borðstofuborð, eik/hvítt. Stærð: 150 x 80 H: 75 cm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.