Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 26
T alið er að Bérnaise sósa hafi fyrst verið borin á borð við opnun veitinga- staðarins Le Pavillon Henri IV árið 1836 í bæ nálægt París. Það var meistarakokkurinn Collinet sem á heiðurinn af sós- unni sem glatt hefur bragðlauka víðs vegar um heim síðan þá. Sá staður var nefndur eftir Hinriki IV Frakklandskonungi sem var víst mikill matgæðingur en sá mæti maður var fæddur í Béarn héraði og af því dregur sósan nafn sitt. Óskar Finnsson hefur búið til sósuna í áratugi og gæti gert hana blindandi ef svo bæri undir. Hann hefur þróað fljótlega og einfalda leið við gerð hennar sem hann sýnir á mbl.is í þætti sínum Kort- er í kvöldmat. Nú ættu allir að geta búið til þessa ljúffengu sósu sem hentar sérlega vel með kjöti, fiski og grænmeti og er ekki síðri á samlokur og hamborgara. BÉRNAISE SÓSAN SILKIMJÚKA ER Í UPPÁHALDI HJÁ MÖRGUM. UPPI- STAÐAN ER SMJÖR OG EGGJA- RAUÐUR OG ÞVÍ EKKI GÓÐ FYRIR LÍNURNAR EN DÁSAMLEG FYRIR BRAGÐLAUKANA OG SÁLINA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Óskar sparar aldeilis ekki smjörið í Bérnaise sósuna sína. Morgunblaðið/Ásdís Fyrir tvo 2 franskbrauðsneiðar 4 skinkusneiðar 2 hleypt egg Béarnaise sósa Takið Béarnaise sósuna úr ísskápnum og látið ná stofu- hita, setjið svo yfir vatnsbað og hrærið rólega. Hleypið eggin. (Hægt er að læra að hleypa eggjum í þættinum um Milanese kjúkling á mbl.is). Snögghitið skinku á pönnu. Skerið skorpuna af franskbrauðinu og létt- ristið. Setjið skinkuna á brauðið, þar næst hleypta eggið og að lokum Béar- naise sósuna. Eggin hans Benedikts Matur og drykkir Morgunblaðið/Ásdís *Ef svo ólíklega vill til að afgangur verður afBérnaise-sósu sem ekki á að nota á næst-unni er snilldarráð að frysta hann. Svo mátaka út nokkra kubba í einu og nota ásteikina sem kryddsmjör. Einnig er hægt aðnota það til að gratínera grænmeti, t.d.blómkál og spergilkál. Svo má alltaf nota það á ristað brauð og skella svo skinku- sneið eða sneið af nautakjöti ofan á. Fryst Bérnaise sem kryddsmjör „Wishbone“ samloka 200 gr nautalund eða fille 1 lítil paprika 1 lítill laukur 10 - 12 sveppir 4 franskbrauðsneiðar Béarnaise sósa Skerið grænmetið gróft niður og létt- steikið á pönnu. Takið af pönnunni og setjið á disk. Skiptið kjötinu í tvo hluta og lemjið í 1/2 - 1 cm þykkar steikur. Kryddið kjötið með salti og pipar og steikið á sjóðandi heitri pönnunni þar til miðlungs steikt. Setjið ristað brauð á disk, 1 msk af Béarnaise sósu ofan á, kjötið ofan á það og svo grænmetið ofan á kjötið (ekki taka grænmetissaf- ann með). Setjið 2 matskeiðar af Bear- naise ofan á grænmetið og lokið með annarri brauðsneið. Berið fram með frönskum kartöflum. AÐRIR RÉTTIR SEM ER TILVALIÐ AÐ NOTA BÉARNAISE SÓSU MEÐ Bérnaise fyrir kónga og okkur hin Bérnaise sósan hans Óskars 1-1 ½ tsk Bérnaise essens (frá Beauvais) 1 tsk fljótandi kjötkraftur 500 g smjör 5 eggjarauður 2 msk estragon, t.d. frá pottagöldrum pipar Byrjið á að skilja rauðurnar frá. Setjið smjör í pott og bræðið á meðalhita. Setjið skálina með eggjarauð- unum yfir pottinn og þeytið þær í 2-3 mínútur. Takið skálina af pottinum og hellið bráðnuðu smjöri rólega saman við þeyttu eggjarauðurnar. Þegar sósan er farin að þykkjast, bætið þá við 1 tsk af Béarnaise essens og haldið áfram að hræra og hella smjörinu út í. Óhætt er að bæta við ½ tsk af Béarnaise essens ef sósan er of þykk. Skiljið hratið af smjörinu eftir í pottinum. Bætið estragoni og fljótandi kjötkrafti við sósuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.