Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 42
Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 á að áður hafi hún einnig fengið verðlaun, og það í Suður-Kóreu. Þar fékk hún verðlaun fyrir bestu leikkonu í erlendri mynd fyrir hlutverk sitt í Myrkrahöfðingjanum. „Það var mjög súrrealískt og algjört ævintýri, ég fór þangað með Hrafni,“ segir hún. „Þetta var stórkostleg skemmtun,“ segir Sara og getur varla hætt að hlæja að minningunni. „Að standa þarna rúmlega tvítug á sviðinu í Suður-Kóreu var súrrealískt. Svo hvíslaði ég að framkvæmdastjóra hátíðarinnar þegar hann kom og óskaði mér til hamingju að ég væri ekki lærð leikkona og hann bara suss- aði á mig og bað mig um að segja ekki nokkrum manni frá þessu,“ segir Sara. „Ég fékk rosa fína gullstyttu þar. En með Edduna, það var yndislegt. Með allt svona, það er eins og lífið sjái um að halda mér alltaf á jörðinni. Þegar ég fékk Edduna var ég nýbúin að eignast strákinn minn og var með hann fimm daga gamlan á brjósti og fór ekki á hátíðina en Óskar (Jónasson) tók við verðlaununum fyrir mína hönd. Ég heyrði ekki einu sinni þakkarræðuna því sonurinn grét svo mikið! Ég var búin að senda Óskari hvað hann ætti að segja, á slitróttu sms-i, en svo heyrði ég ekkert! En þá hugsaði ég bara, hér er lífið, hér og nú. Þú lætur þetta ekkert stíga þér til höfuðs,“ segist hún hafa hugsað. „En auðvitað er gott að fá klapp á bakið og hvatningu en maður þarf líka að vera sinn eigin áttaviti og njóta þess þegar maður gerir vel. Helsta viðurkenningin og harðasta gagnrýnin kemur innan frá.“ Langur vetur að baki Þegar sonur hennar var fimm mánaða veikt- ist dóttir hennar og hefur þurft á langri og strangri spítalameðferð að halda sem nú er lokið. „Ég er búin að vera núna heima síðustu þrjú árin með lítið barn og veikt barn þannig að við erum að koma undan löngum vetri, getum við sagt. Nú erum við búin að klára það,“ segir Sara og er nú tilbúin fyrir leik- listina á ný. „Ég er búin að vera frá listinni í þrjú ár. En það er bara þannig að þegar maður finnur svona sterkt fyrir lífinu, þá finnur maður svo sterkt fyrir sköpuninni. Maður sér það fyrst og fremst í augum barnanna sinna. Maður fyllist auðmýkt og þakklæti fyrir að lífið hafi sigrað,“ segir hún. Sara segir að þessi reynsla hafi breytt sér. „Maður endurmetur hvað það er sem skiptir máli. Og þá hefur maður engan tíma til að eyða í leiðindi. Við viljum njóta lífsins og svo sér maður betur fegurðina í hinu smáa. Í hversdagsleikanum. Fortíðin er búin, fram- tíðin ekki komin og það eina sem við höfum er augnablikið og það fer maður að læra að meta betur. Ég hélt alveg að ég kynni að meta það en það breyttist. Þó að hér sé snjór yfir öllu erum við samt með vor í hjarta,“ segir hún. „Það er allt á uppleið. Þetta var stóra verkefnið. Ég vona að maður fái ekki fleiri svona.“ Alltaf verið andlega þenkjandi Andleg málefni hafa alltaf vakið áhuga hjá Söru og trúir hún á fyrri líf og á líf eftir dauðann. „Ég trúi á þetta allt, alls konar líf,“ segir hún hlæjandi og segist sannfærð um að hún fari eitthvað annað að þessu lífi loknu. „Ég er alveg handviss um það. Ef við mynd- um vita hvað væri hinum megin þá myndum við ekkert nenna að vera hér. Ég held að það sé ástæða fyrir því að við fáum ekkert að vita neitt!“ segir hún og hlær. „Ég hef verið andlega þenkjandi frá því ég var krakki, það hefur bara fylgt mér og er hluti af því sem ég er,“ segir. „Ég er að upplifa í gegnum það hversu sterkt ég tengist náttúrunni, við erum svo nátengd náttúrunni og það býr í henni svo mikill kraftur sem við eigum að nota okkur og þakka fyrir. Og þakka fyrir að vera hérna. Manni þykir bara svo vænt um jörð- ina, ég er þar núna,“ segir hún og segist hugsa mikið um umhverfismál. „Hér býr stórkostlegt fólk með fullt af hugmyndum, og það þarf að virkja hugvitið og hugsa að- eins með hjartanu. Og ekki aðeins í skamm- an tíma,“ segir hún. Sara tekur vini og vandamenn í nudd heima hjá sér en hún hefur fengið leiðsögn í ilmolíunuddi og heilun. „Ég elska það. Ég ætlaði alltaf að verða læknir mjög lengi. Svo þegar ég hætti við það var ég með nagandi samviskubit, að ég ætlaði í alvörunni ekki að hjálpa fólki. Þannig að þetta er leiðin mín,“ segir hún. Dreymir fyrir hlutunum Þar sem við erum komnar í djúpar pælingar um andleg málefni er ekki úr vegi að spyrja hvort hún trúi þá á drauga, en myndin Ég man þig er einmitt draugamynd að hluta. „Ég trúi alveg á að það sé fólk hinum megin sem líði ekki vel og sé fast. Ég hef fundið fyrir ná- lægð sem er köld og ónotaleg en aðallega hef ég bara fundið fyrir góðu,“ segir hún en seg- ist ekki vera skyggn þótt hún sé næm. Sara er einnig mjög berdreymin og gerist það oft að hana dreymir fyrir hlutum. „Mig dreymir oft fyrir daglátum. Og svo hefur mig dreymt fyrir hlutverkum. Mig dreymdi fyrir Pressuhlutverkinu. Mig dreymdi að maður að nafni Óskar færði mér risastóran blómvönd. Svo mætti ég Óskari (Jónassyni) á Skólavörðuholtinu þar sem hann var að keyra barnavagn, og þá þekkti ég hann ekki neitt og þá hugsaði ég já, það gæti verið hann. Stuttu síðar fór ég í prufuna og fékk hlutverkið,“ segir hún sem hefur trú á mátt drauma. Það er svo mikil úrvinnsla í draum- um. Það eru bara svo miklir töfrar í okkur.“ Ég læt það vera lokaorðin og kveð þessa töfrandi konu og held út í hálkuna og svei mér ef það er ekki komið smá vor í loftið. Eða að minnsta kosti í hjartað. Sara bregður á leik á Eddunni með Pétri Jó- hanni. Morgunblaðið/GolliMorgunblaðið/Frikki Sara leikur blaðakonuna Láru í Pressunni. * Svo hvíslaði ég aðframkvæmdastjórahátíðarinnar þegar hann kom og óskaði mér til hamingju að ég væri ekki lærð leikkona og hann bara sussaði á mig og bað mig um að segja ekki nokkrum manni frá þessu. „Ég er búin að vera núna heima síðustu þrjú árin með lítið barn og veikt barn þannig að við erum að koma undan löngum vetri, getum við sagt. Nú erum við búin að klára það,“ segir Sara. Sara leikur eitt aðalhlutverkið í Press- unni en tökur á fjórðu seríu hefjast á árinu. Óskar Jónasson leikstýrir. Sara fékk eldskírn hjá Hrafni Gunn- laugssyni í Myrkrahöfðingj- anum þegar hún var um tvítugt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.